Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 40
24 9. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR Aðdáendur indí-tónlistar hafa lítið sjálfsálit og eru stefnulausir í líf- inu en líta samt á sjálfa sig sem skapandi einstaklinga. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var af Heriott Watt-háskólanum í Edinborg og tónlistarsíðunni Peopleintomusic.com. Í könnun- inni, sem um 36 þúsund manns svöruðu, var spurt um persónu- leika þátttakenda og tónlistar- áhuga þeirra. Aðdáendur rapptónlistar hafa mikið sjálfsálit og eru ákaflega opnir einstaklingar en rokkarar eru skapandi og hafa nægt sjálfs á- lit, auk þess að vera duglegir og sáttir við sjálfa sig. Blúsáhugamenn eru opnir, með sjálfsálitið í lagi og aðdáendur reggítónlistar eru skapandi, opnir, ljúfir og örlátir en frekar latir. Fólk sem hlustar á danstónlist er opið en óvingjarnlegt og hugsar of mikið um eigið skinn. Í könnuninni komu fram töluverð líkindi með þungarokkurum og aðdáendum sígildrar tónlistar. Báðar mann- gerðirnar hafa frekar mikið sjálfs- álit en eru að sama skapi frekar lokaðar. „Fyrir utan aldursmuninn eru þeir eiginlega sama manneskj- an,“ sagði prófessorinn Adrian North. „Margir þungarokksaðdá- endur hafa gaman af Wagner vegna þess að tónlist hans er stór í snið- um og hávær. Einnig er mikið um leikhúsáhrif bæði í þungarokki og sígildri tónlist og mig grunar að aðdáendurnir leitist við að heyra þau áhrif í tónlistinni.“ Indí-fólk hefur lítið sjálfsálit KURT COBAIN Fyrrum forsprakki Nirvana var mikill indí-aðdáandi þegar hann var uppi. Breiðavíkurmálið hefur verið flestum landsmönnum hugleikið. Gylfi Ægisson hefur nú samið ljóð um Breiðavíkurdrengina, sem hann kallar einfaldlega Breiðavíkurdrengirnir. Í Breiðavík þeir brutu niður drengi, brenndu fyrir lífstíð þeirra sál. Viðgekkst þessi kúgun vel og lengi, Enda yfirmanna leyndarmál. Ekki máttu í þeim heyrast hljóðin, við því kunnu kvalararnir ráð. þeir börðu þá til hlýðni til að slóðin, Þeirra yrði af yfirborði máð. Kirkju börnin byggðu upp frá grunni, böðlum að biðjast fyrir í. Þeir vildu sýna það í þykjustunni, Þeir tryðu á Guð og færu eftir því. Á nóttinni þeir notuðu svo börnin, nætursvefninn þeirra lítill var. Lítið veitt á móti var þá vörnin, enda ólíku að jafna þar. En upp komst þetta allt og þjóðin frétti, í hvelli lamdi hún hnefanum í borð. Almenningur vildi þetta ekki, að framin væru á börnum sálarmorð. Yfirvaldið ei gat tárum varist, að svona nokkuð gæti hérna gerst. Í nafni réttlætis yrði nú barist, unnið yrði úr málinu sem best. Drengjunum nú yrðu bætur bættar, bæta yrði öllum þeirra mein. Enda sálir þeirra sundur tættar, og aðrar farnar burtu ein og ein. Vinir þeirra fyrir eigin hendi, úr heimi þessum horfnir voru á braut. Á líf sett vildu frekar binda endi, En lifa áfram slíka sálar þraut. Eflaust fá þeir ekki háar bætur, ef miða á við sambærileg mál. í myrkrinu enn litla barnið grætur, verið er að eyðileggja sál. Á endanum samt alla dæmir Drottinn, ekkert okkar sleppur víst frá því. Undan honum kemst sko enginn hrottinn, endar sem sagt vítis logum í. Gylfi semur um Breiðavík BREIÐAVÍKUR- MÁLIÐ ER MÖRG- UM HUGLEIKIÐ Gylfi Ægisson hefur samið ljóð. Þjóðleikhúsið opnaði dyr sínar upp á gátt á laugardaginn og bauð gestum í kynningar- ferð um leikhússlendur. Margir þáðu boðið með þökkum og fengu að skyggnast bak- sviðs, máta búninga, fá lit í andlitið og gæða sér á grillmat í boði ræningjanna úr Kardi- mommubænum. Eins og sjá má var mikil gleðistemning í leikhúsinu á laugardag. Gleði og glaumur Persónur úr Skilaboðaskjóðunni blönduðu geði við unga gesti sem kunnu vel að meta boðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri fylgist með á meðan einn gesta fær innsýn í gerð leikmynda fyrir sviðið. Þjóðleikhússtjórinn Tinna Gunnlaugs- dóttir tók á móti gestum í sínu fínasta pússi - fengnu úr búningadeild Þjóðleik- hússins. Andlitsmálning og hressing hjá Kasper, Jesper og Jónatan féll vel í kramið hjá ungum gestum. ÁLFABAKKA SELFOSS AKUREYRI KEFLAVÍK KRINGLUNNI DEATH RACE kl. 5:50D - 8D - 10:20D 16 DEATH RACE kl. 5:50 - 8 - 10:20 VIP TROPIC THUNDER kl. 5:40 - 8 - 10:20 16 SVEITABRÚÐKAUP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 L STAR WARS kl. 3:40 - 5:50 L THE MUMMY 3 kl. 8 12 DARK KNIGHT kl. 5:40 - 8:30 - 10:20 12 WALL-E m/ísl. tali kl. 3:40D L KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 3:40 L DEATH RACE kl. 8:10D - 10:30D 16 GET SMART kl. 3:40 - 5:50D - 8D - 10:10 L STAR WARS kl. 3:50D - 6D L DARK KNIGHT kl. 10:10 12 WALL-E m/ísl. tali kl. 3:40D L WALL-E m/ensku tali kl. 5:50 - 8 L DEATH RACE kl. 8 - 10:10 7 GRÍSIRNIR ÞRÍR m/ísl. tali kl. 6 L MAMMA MÍA kl. 5:50 L SVEITABRÚÐKAUP kl. 8 L THE ROCKER kl. 10:10 7 DEATH RACE kl. 8 - 10 16 STAR WARS kl. 6 L SVEITABRÚÐKAUP kl. 6 - 8 L GET SMART kl. 10 L DEATH RACE kl. 8 - 10 16 SVEITABRÚÐKAUP kl. 6 - 8 L TROPIC THUNDER kl. 10:10 16 MAMMA MÍA kl. 5:50 L NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 7 7 16 L L L STEP BROTHERS kl. 8 - 10 TROPIC THUNDER kl. 8 - 10.10 MAMMA MIA kl. 6 GRÍSIRNIR 3 kl. 6 7 16 L L STEP BROTHERS kl. 5.45 - 8 - 10.15 STEP BROTHERS LÚXUS kl. 5.45 - 8 - 10.15 TROPIC THUNDER kl. 5.30 - 8 - 10.30 MAKE IT HAPPEN kl. 4 - 6 - 8 - 10.10 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30 GRÍSIRNIR 3 kl. 4 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 7 L 12 L STEP BROTHERS kl. 5.45 - 8 - 10.15 SVEITABRÚÐKAUP kl. 5.45 – 8 – 10.15 SKRAPP ÚT kl. 8 - 10 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30 GRÍSIRNIR 3 kl. 6 5% 5% SÍMI 551 9000 L 7 16 12 16 L MAKE IT HAPPEN kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE ROCKER kl. 8 - 10.20 X - FILES kl. 5.40 - 8 SKRAPP ÚT kl. 6 - 8 - 10 THE STRANGERS kl. 10.20 GRÍSIRNIR 3 kl. 6 SÍMI 530 1919 FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS! -L.I.B.TOPP5.IS/FBL -DV-S.V., MBL TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! 3 VIKUR Á TOPPNUM Í USA! Langstærsta mynd ársins 2008 90.000 manns. Frábæra teiknimynd fyrir alla fjölskylduna með íslensku tali. Hið klassíka ævintýri um grísina þrjá og úlfinn í nýrri og skemmtilegri útfærslu. 550kr. fyrir börn 650kr. fyrir fullorðna - bara lúxus Sími: 553 2075 STEP BROTHERS kl. 6, 8 og 10 12 TROPIC THUNDER kl. 5.40, 8 og 10.15 16 MAMMA MIA kl. 6 og 9 L L.I.B Topp5.is/FBL DV S.V – MBL.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.