Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 42
26 9. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is > Mikil pressa á Burley George Burley, landsliðsþjálfari Skota, er undir mikilli pressu þegar Ísland og Skotland mætast á morgun. Skoskir fjölmiðlar tala um að þetta sé líklega einn mikilvægasti leikurinn á ferli Burley og telja að hann gæti fengið að fjúka nái Skotar ekki hagstæðum úrslitum á Laugardalsvelli. Burley hefur reynt að hressa upp á þunglamalegt lið Skota síðan hann tók við en með litlum árangri. Er því spáð að hann muni fara í gamalkunnar leikaðferðir gegn Íslandi þar sem skoska liðið ráði lítið við léttleik- andi bolta. Yfir 75 prósent lesenda Daily Record, sem er stærsta blað Skotlands, segja að Burley ætti að taka pokann sinn ef Skotland tekur ekki þrjú stig á Laugar- dalsvelli. Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, hefur undanfarið verið að prófa sig áfram með leikkerfi þar sem hann beitir sóknar- bakvörðum í fimm manna varnarlínu og þar hafa vinstri bakverðirnir og lánsmennirnir Armand Traore frá Arsenal og Nadir Belhadj frá Lens verið teknir fram yfir Hermann Hreiðarsson. Redknapp segir hins vegar í nýlegu viðtali á stuðningsmannasíðu Portsmouth að Hermann hafi enn gríðarlega mikilvægu hlutverki að gegna innan félagsins. „Hermann er karakter sem þú vilt hafa í kringum þig. Þvílíkur keppnismaður, sem veldur þér aldrei vonbrigðum og gefur alltaf gjörsamlega allt sem hann getur. Ég sé hann ekki fyrir mér sem sóknarbakvörð, en hann er varnar- sinnaðri en bæði Traore og Belhadj og getur spilað sem miðvörður eða vinstri bakvörður í fjögurra manna varnar- línu og einnig sem miðvörður í fimm manna varnarlínu,“ segir Redknapp. Hermann tekur aukinni samkeppni um stöður í byrjunarliði hjá Portsmouth með stóískri ró. „Það er fínt að fá samkeppni og svoleiðis en ætli ég neyðist ekki bara til þess að fara að æfa hægri kant í staðinn. Það var að opnast staða í liðinu þar vegna meiðsla,“ segir Hermann á léttum nótum. Hermann hefur, líkt og Redknapp um Hermann, ekkert nema góða hluti að segja um Redknapp. „Redknapp er mikill karakter. Hann er náttúrulega gríðarlega virt- ur á Englandi og álit hans er þar hvarvetna mikils metið. Það er því gaman að sjá hvernig hann nálgast hlutina og ekkert nema jákvætt að vera búinn að vinna með honum í þetta rúma ár sem ég hef verið hjá félaginu. Hann er líka mikill húmoristi og er einn af þessum ensku knattspyrnustjórum af gamla skólanum og hugmynda- fræði hans er lituð af því. Hann sagði okkur til að mynda einu sinni að það væri jú flott að borða fullan disk af pasta, en það myndi samt ekkert bæta fótboltahæfileika leikmanna,“ segir Hermann. HERMANN HREIÐARSSON: SEGIR FRÁBÆRT AÐ VINNA MEÐ HARRY REDKNAPP, KNATTSPYRNUSTJÓRA PORTSMOUTH Það bætir ekki fótboltahæfileikana að borða pasta FÓTBOLTI Íslendingar taka á móti Skotum á Laugardalsvelli annað kvöld. Leikurinn gegn Norðmönn- um á laugardag gaf góð fyrirheit um framhaldið og verður áhuga- vert að sjá hvernig lærisveinar Ólafs Jóhannessonar mæta til leiks. Fréttablaðið fékk Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálf- ara, til þess að spá í spilin. „Þessi leikur er mjög mikil- vægur fyrir báða aðila. Það var áfall fyrir Skota að tapa í Make- dóníu. Skotarnir hefðu reyndar getað sagt sér að það yrði erfiður leikur. Við fengum fín úrslit á laugardaginn en þau úrslit verða ekki fín nema við fáum aftur fín úrslit gegn Skotunum,“ sagði Guðjón. Batamerkin á leik íslenska liðs- ins glöddu Guðjón. „Það var rosa- legur munur frá því sem áður var. Þetta var kannski ekki endilega góður fótboltaleikur en það skipti ekki öllu máli á þessum tíma- punkti. Það sem skipti öllu máli var hugarfarið. Menn komu tvisv- ar til baka og sýndu karakter. Þessi frammistaða kom mér ekk- ert endilega á óvart enda hefur maður verið að bíða eftir því að liðið færi í gang. Ég hef beðið eftir því að sjá menn klára vinnuna sína. Það stóðu sig margir vel í þessum leik og það er mikilvægt að fá mann eins og Heiðar aftur inn. Vinnan á liðinu var miklu betri en áður og getur enn batnað. Það var mjög ánægjulegt að fylgjast með þessu,“ sagði Guðjón. Ólafur Jóhannesson tók við landsliðinu í mjög döpru ástandi. Leikur liðsins var í molum og það sem verra var að þá virtust marg- ir leikmenn hreinlega ekki nenna að leggja sig fram af heilum hug og var mikið talað um agaleysi í hópnum, innan vallar sem utan. Framförin á stuttum tíma er því talsverð. „Það sem er skrítnast af öllu er að það þurfi að mótivera menn í landsleiki. Menn sem mæta í landsleiki eiga að hafa það eitt að markmiði að leggja sig 120 pró- sent fram. Það er í fyrsta skipti núna í langan tíma sem við sjáum almennilegt vinnuframlag hjá leikmönnum. Ef allir hefðu spilað á hámarksgetu gegn Noregi hefði Ísland unnið leikinn.“ Guðjón var ánægður með fram- lag Eiðs Smára Guðjohnsen í Ósló en vill sjá meira frá honum. „Eiður þarf að gefa meira af sér í landsliðið en hann er að gera. Hann getur það vissulega og þegar það kemur mega menn fara að passa sig á okkur.“ Riðill Íslands er afar áhuga- verður en það er erfitt að halda því fram að himinn og haf séu á milli getu íslenska liðsins og hinna liðanna í riðlinum fyrir utan Holland. Guðjón segir að möguleikar séu svo sannarlega fyrir hendi í stöðunni. „Ég held að Hollendingar séu enn að hlæja yfir þessum riðli sem þeir lentu í. Allar hinar þjóð- irnar geta svo lent í öðru sæti. Riðillinn er þannig að við getum allt eins lent í öðru sæti riðilsins eins og því síðasta. Ég held að þetta verði mjög snúið og heima- völlurinn okkar verður að standa. Leikmenn mega aftur á móti ekki falla í þá gryfju að halda að hlutirnir gerist af sjálfu sér þegar heim er komið. Leikurinn í Nor- egi á að gefa mönnum byr í segl- in og gefa mönnum þá tiltrú sem til þarf að ná úrslitum því það er svo sannarlega hægt,“ sagði Guð- jón sem telur það vinna með Íslandi að mikil pressa sé á Skot- unum. „Skotarnir eru að mörgu leyti öðruvísi en Norðmenn en ég tel samt að Skotarnir séu ekki mikið sterkari en Norðmenn,“ sagði Guðjón en hann vill að menn stefni á þrjú stig gegn Skotum. „Ég held að það sé eitthvað sem við verðum að ætla okkur. Ef maður ætlar sér aldrei að sigra þá sigrar maður aldrei. Við erum með fullt af frambærilegum leik- mönnum í liðinu og við verðum að standa fast í fæturna og ætla okkur hlutina,“ sagði Guðjón sem segir liðið hafa verið sinn versta andstæðing hingað til. „Við höfum ekki farið á fulla ferð í langan tíma og trúað því að við gætum náð úrslitum. Það þarf að breytast núna,“ sagði Guðjón Þórðarson. henry@frettabladid.is Getum náð öðru sæti riðilsins Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, segir Ísland vel geta náð öðru sætinu í sínum riðli í undan- keppni HM. Hann segir liðið líka geta lent í neðsta sæti. Það gleður Guðjón að sjá almennilegt vinnufram- lag hjá leikmönnum landsliðsins á ný og hann vill að menn hafi trú á því að þeir geti náð góðum úrslitum. KÁTUR Frammistaða Íslands gegn Noregi gladdi Guðjón Þórðarson. Hann vill sjá að leikmenn hafi áfram trú á því sem þeir eru að gera. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Enn þrengist hringurinn í stjóraleit West Ham. Nú er ljóst að Slaven Bilic og Michael Laudrup taka ekki við liðinu og valið virðist því standa á milli Ítalanna Roberto Donadoni og Gianfranco Zola. Laudrup ákvað í gær að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Spartak Moskvu og mun hann vera búinn að samþykkja 18 mánaða samning. Bilic ítrekaði enn og aftur í gær vilja sinn til að standa við gerða samninga við króatíska knatt- spyrnusambandið og kvaðst því ekki vera að fara að taka við West Ham. - óþ Stjórastaðan hjá West Ham : Donadoni og Zola líklegastir FÓTBOLTI Lokaleikur U-21 árs liðs karla í undankeppni fyrir EM 2009 fer fram á Víkingsvelli í dag. Þá mæta strákarnir liði Slóvakíu en leikurinn hefst klukkan 17.00. Það verður seint sagt að Lúkas Kostic og drengirnir hans hafi gert stórkostlega hluti í undan- keppninni en Ísland situr í næstneðsta sæti riðilsins með jafn mörg stig og Kýpur. Aðeins einn sigur hefur unnist, liðið hefur gert þrjú jafntefli og tapað þrem leikjum. Þá hefur liðið aðeins skorað fimm mörk í sjö leikjum sínum. - hbg U-21 árs lið karla: Mætir Slóvök- um í Víkinni ÞJÁLFARARNIR Lúkas Kostic og Magnús Gylfason hafa ekki gert merkilega hluti með U-21 árs liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.