Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Karenar D. Kjartansdóttur Í dag er þriðjudagurinn 9. september, 253. dagur ársins. 6.34 13.25 20.14 6.15 13.10 20.02 För mín út á vinnumarkaðinn úr háskólanum einkenndist af háleitum hugsjónum og hóflegum skammti af reiði út í heiminn. Mér fannst ég sérlega gáfuð og herðar mínar voru sligaðar af byrðum pól- itískrar rétthugsunar og fögrum vangaveltum um hvað mætti og mætti ekki í fjölmiðlum. Robert Fisk var minn maður og stuðnings- menn Íraksstríðsins óvinir mínir. AF FYRRGREINDUM ástæðum varð ég svolítið hissa fyrsta vinnu- daginn minn á ritstjórn. Reiðileg kona færði mér prentaða snepla og undraðist ég að á þeim voru aðeins frásagnir af holdafari fólks í Holly- wood, samförum þeirra við aðra íbúa svæðisins, smáhundum þess og fatnaði. Eins og glaðværri ljósku sæmir þá brosti ég kurteislega til illskulegu konunnar og hófst svo handa við þýðingar. Mér fannst ég sérlega sniðug og bjóst við því að eftir að reiða konan hefði lesið skrif mín og glöggvað sig á mér myndi hún sleppa mér úr slúðrinu og yfir í að bjarga heiminum. ÉG REYNDIST ekki sannspá held- ur rétt leit hún á skrifin og því næst á mig yfir gleraugun og spurði: „Fyrirgefðu, þekkir þú ekki muninn á Kid Rock og Chris Rock,“ Ég vildi náttúrulega ekki að hún héldi að ég væri hálfviti og reyndi því að redda mér með því að svara. „Æ, jú er annar þeirra ekki kallaður The Rock?“ Reiða konan ályktaði að ég væri fáviti og sagði. „Þetta eru mest lesnu fréttir fjölmiðla og þeim á að sýna virðingu.“ Ég sá að engu tauti yrði komið við þetta illkvendi sem virtist halda að jörðin snerist í kringum rassinn á Jennifer Lopez og brosti því bara blítt. LEIÐIR okkar grömu konunnar hafa síðan legið samhliða í gegnum árin. Þó hvorug okkar skrifi lengur um áhyggjur heimsins af skalla- blettum eða fitusogsaðgerðum á fræga fólkinu erum við býsna vel að okkur hvað þetta varðar. Það sama virðist gilda um þorra fréttanotenda ef marka má lista vefmiðla yfir mest lesnu fréttirnar. Það eru sko ekkert fréttir af efnahagskreppu, orkumálum eða góðum stjórnsýslu- háttum sem þar slá í gegn. ÞETTA eiga stjórnmálamenn að vita og nýta sér. Sá eini í heiminum sem virðist hafa áttað sig á því er auðvitað Pútín, maðurinn sem svo ótrúlega heppilega er staddur með deyfibyssu í Síberíu einmitt þegar sjaldgæfur tígur sleppur af friðlandi sínu. Aldrei bregst það heldur að færir ljósmyndarar eru með forset- isráðherranum í för. Þetta hefði okkar fólk mátt hafa í huga þegar ísbirnir gengu hér upp á land og ein- hverra hluta vegna þurfti að hringja í Dani til að biðja um búr og engin deyfibyssa fannst á öllu landinu. Fræg og fáklædd

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.