Fréttablaðið - 10.09.2008, Side 1

Fréttablaðið - 10.09.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 10. september 2008 — 246. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 FERÐALANGUR.NET býður upp á ítölskunámskeið fyrir ferðalanga í september. Námskeiðin eru sniðin að þörfum þeirra sem ætla að ferðast um Ítalíu og eru samblanda af hlustun, tali og málfræði. Hægt er að fara á hraðnámskeið eða námskeið fyrir eldri borgara, fá einka-, fjar- eða hópkennslu. „Ég fór með landsliðinu í blaki til Nígeríu árið 2005 og er sú ferð ólík öllu öðru sem ég hef kynnst. Viðupplifðum gífurl kofum og átti ekki annað en spjarirnar sem það bar ut ásem j aðalritara S Menningarsjokk í Nígeríu Arkitektinn Fríða Sigurðardóttir hefur ferðast vítt og breitt um heiminn bæði með landsliðinu í blaki og á eigin vegum. Ferð til Nígeríu árið 2005 þykir henni eftirminnilegust allra. Fríða varð bæði vitni að miklu ríkidæmi og fátækt í Nígeríu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRÍÐA SIGURÐARDÓTTIR Miður sín vegna fá- tæktarinnar í Nígeríu • ferðir • heimili • bílar Í MIÐJU BLAÐSINS Krókurinn sem beygist Einar Már Jónsson segir frá fræknum nautabana sem storkar franskri löggjöf um barnavinnu. Í DAG 16 Leið til betra lífs Fyrsta gregoríska morgunmessan sungin í Hafnarfjarðarkirkju klukkan 8 í dag. TÍMAMÓT 18 EFNAHAGSMÁL Seðlabanki Íslands ætti að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig á vaxtaákvörðunar- degi sínum á morgun, samkvæmt áliti skuggabankastjórnar Markaðarins. Að þessu sinni voru skiptar skoðanir innan bankastjórnarinn- ar. Tveir vildu halda vöxtum óbreyttum. Hinir tveir vildu hefja lækkunarferli stýrivaxta nú þegar. -bih, ókh / sjá Markaðinn Skuggabankastjórnin: Vill lækka vexti um 25 punkta VIÐSKIPTI „Í þessum tölum vekur athygli slök afkoma margra smærri fjármálafyrirtækja af grunnstarf- semi,“ segir Jónas Fr. Jónsson, for- stjóri Fjármálaeftirlitsins (FME). Stofnunin sendi í gær frá sér yfirlit um afkomu íslenskra fjár- málafyrirtækja í fyrra. Þar kemur meðal annars fram að í hópi spari- sjóðanna voru það einungis Spari- sjóður Siglufjarðar og Sparisjóður Kaupþings sem högnuðust á grunn- starfsemi, inn- og útlánum, í fyrra. Allir aðrir sparisjóðir töpuðu á grunnstarfseminni. Í heildina nemur tapið næstum fimm milljörðum króna, en mest munar um gríðarlegt tap fjögurra stofn- ana; SPRON, Byrs, Sparisjóðs Mýrasýslu og Sparisjóðsins í Kefla- vík. Eigið fé margra sparisjóða hefur dregist verulega saman á fyrri helmingi þessa árs. Í sumum tilvik- um er það orðið „óþægilega nálægt“ lögbundnu átta prósenta hlutfalli, segir Greiningardeild Kaupþings. Jónas Fr. Jónsson segir tölur frá fyrri hluta þessa árs sýna að þess- um fyrirtækjum eigi áfram eftir að ganga illa og eiginfjárhlutfall þeirra fari lækkandi. „Ætla má að rekstrarumhverfi fjármálafyrir- tækja verði erfitt á næstunni og því nauðsynlegt að fyrirtækin lækki kostnað og minnki efnahag sinn. Hann bætir því við að mikil- vægt sé fyrir hin smærri fyrirtæki að íhuga sameiningarkosti. Tilkynnt hefur verið um form- legar sameiningarviðræður Saga Capital og VBS fjárfestingabanka. Samkvæmt heimildum Markaðar- ins kynnu frekari sameiningar að vera framundan. Einkum er litið til Glitnis og Byrs. Einnig er fullyrt að áhugi sé fyrir samruna Landsbankans og Straums, sem að miklu leyti eru í eigu sömu eða tengdra aðila. - ikh, bih / Sjá Markaðinn Sparisjóðirnir komnir á hættulegar slóðir Sumir sparisjóðir eru „óþægilega nálægt“ hættumörkum. Forstjóri Fjármála- eftirlitsins undrast afkomu af grunnstarfsemi og hvetur til sameiningar. FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16 Sokkamokka Guðmundur Lúðvíksson býður íbúum Reykjanes- bæjar kaffibolla í skiptum fyrir sokk. FÓLK 24 ÓTTAR FELIX HAUKSSON Popparar moka upp laxinum Veiðifélagar úr Pops hafa átt gott veiðisumar. FÓLK 30 FÓLK Silju Hauksdóttur hefur verið falið hið vandasama verk að leikstýra áramóta- skaupi Sjónvarps- ins í ár. Hún skrifar jafnframt handritið ásamt þeim Sigurjóni Kjartans- syni, Ilmi Kristj- ánsdóttur og Hjálm- ari Hjálmars syni. Hjálmar segir að skaupið verði sett fram með öðrum hætti en undanfarið. Málefni líðandi stundar verði þó sem fyrr í fyrirrúmi. -fb/ sjá síðu 30 Silja Hauksdóttir: Leikstýrir ára- mótaskaupinu SILJA HAUKSDÓTTIR VÍÐA VÆTA Í dag verða austlægar áttir, 5-10 m/s. Rigning eða skúrir víða um land en þó úrkomulítið norðvestan og vestan til í fyrstu. Hiti 10-16 stig. VEÐUR 4 12 12 12 1213 VEÐRIÐ Í DAG Skotarnir mættir Ísland spilar annan leik sinn í undankeppni HM 2010 í dag gegn Skotum á Laugar- dalsvellinum. Búist er við mikilli stemningu á vellinum. ÍÞRÓTTIR 26 SAMFÉLAGSMÁL Heildarkostnaður við störf Breiða- víkurnefndarinnar frá apríl 2007 þar til hún skilaði skýrslu sinni í febrúar á þessu ári nemur 18,9 milljónum króna að sögn Páls Þórhallssonar, lögfræð- ings í forsætisráðuneytinu. „Það er ekki óeðlilegt að það kosti sitt að rannsaka þessi mál,“ segir Friðrik Þór Guðmundsson, stjórnar- maður Breiðavíkursamtakanna. „En auðvitað yrði það afar sérkennilegt ef meðal-sérfræðingurinn fengi meira greitt en meðal-Breiðavíkurdrengurinn.“ Róbert Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og formaður nefndarinnar, segir að sam- kvæmt sínum upplýsingum hafi 158 verið vistaðir í Breiðavík en þar af séu 33 látnir. „Mín fyrstu viðbrögð eru þau að þó svo að þessi kostnaður virðist nokkuð mikill þá yrði ég manna síðastur til að gagnrýna það,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri græns. - jse Störf Breiðavíkurnefndarinnar frá apríl 2007 fram að skýrslu í febrúar á þessu ári: Heildarkostnaður 19 milljónir UMHVERFISMÁL Geysir og Hvítá, sem rennur í Gullfoss, eru meðal þeirra fimmtíu virkjanakosta sem metnir verða í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Hún á að vera frágengin fyrir árslok 2009, segir í stjórnarsátt- mála. En iðnaðarráðherra hefur sagt að vinnunni skuli lokið í júlí 2009. Formaður verkefnisstjórnar um rammaáætlunina stefnir að því að skila einhverjum niðurstöðum í júlí, en miðar frekar við árslokin. - kóþ / sjá síðu 12 Rammaáætlun um virkjanir: Geysir metinn og Gullfoss líka SKOSKIR DAGAR Í REYKJAVÍK Stuðningsmenn skoska landsliðsins í knattspyrnu hafa sett mikinn svip á lífið í Reykjavík í vikunni. Þeir munu væntanlega fara mikinn í Laugardalnum í kvöld þegar Ísland tekur á móti Skotum í undankeppni HM. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.