Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 2
2 10. september 2008 MIÐVIKUDAGUR SKIPULAGSMÁL „Það verður skugga- varp hérna á portið hjá okkur,“ segir Andri Björnsson, veitinga- maður á Vegamótum um nýsam- þykktar deiliskipulagsbreytingar fyrir Vegamótastíg 9. Skipulagsráð samþykkti breyt- ingarnar á fundi sínum á miðviku- daginn. Þær gera ráð fyrir þriggja hæða nýbyggingu með kjallara og verður eldra hús, sem fyrir er á reitnum endurbyggt sem turn ofan á nýbyggingunni. Andra sýnist sem svo að skuggi verði á portinu um hádegisbil og segir hann í andmælabréfi, sem hann sendi skipulags- og bygginga- sviði í sumar, að skuggavarp muni koma til með að hafa mjög neikvæð áhrif á sölu í hádegi á Vegamótum, þegar treyst er á hvað mesta sölu. „Ég er almennt hlynntur upp- byggingu í miðbænum en þetta er náttúrulega svolítið spes, að hífa húsið þarna upp á,“ segir Andri. Sjö bréf með athugasemdum bárust skipulagsráði vegna breyt- inganna. Meðal annars eru gerðar athugasemdir við að nýtt hús verði um 6 metrum hærra en það sem fyrir er. „Þótt sumum finnist það bráð- fyndin hugmynd að setja gamla húsið á Vegamótastíg 9 upp á þak nýbyggingar á horninu [], finnst okkur það jafn galin hugmynd,“ segir meðal annars í athugasemd frá Valdísi Bjarnadóttur arkitekt og Gunnari Inga Ragnarssyni verk- fræðingi. Þá kemur Ögmundur Skarphéð- insson arkitekt inn á fordæmisgildi tillögunnar. „Í því sambandi er rétt að benda á þá staðreynd, að sam- bærilegar aðstæður – lágreist timburhús á götuhorni, næst háum göflum steinsteyptra húsa má mjög víða finna í miðborg Reykja- víkur. Í ákveðnum tilvikum hafa eigendur slíkra húsa leitað leiða til að komast hjá friðunar- eða vernd- unarákvæðum, sem hvíla kunna á viðkomandi eignum,“ segir Ögmundur í athugasemdum sínum. Í drögum að umsögn skipulags- stjóra vegna athugasemdanna segir að ástæðan fyrir því að gömlu húsin séu endurbyggð ofan á nýju húsi sé „einlægur vilji til að leysa þá sjálfheldu sem gömlu húsin og íbúar þeirra eru í vegna þróunar byggðarinnar í kring og breyttrar starfsemi“. „Ég er mest hræddur við allt raskið í kringum þessa fram- kvæmd,“ segir Kormákur Geir- harðsson, veitingamaður á Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Vegna fram- kvæmdanna þurfi krana og steypu- bíla. Þá þurfi að grafa og sprengja og því verði lokað fyrir aðgengi að veitingastöðum á meðan. olav@simnet.is Nágrannar ósáttir við turnbygginguna Íbúar og veitingamenn óttast skuggavarp og rask vegna fyrirhugaðrar nýbygg- ingar við Vegamótastíg. Sjö athugasemdir bárust skipulagsráði þar sem meðal annars er komið inn á fordæmi þess að lyfta gömlu húsi upp á nýbyggingu. Skútuvogur - Grafarholt - Akureyri - Egilsstaðir Selfoss - Reykjanesbær - Kringlan - Smáralind Haustlaukarnir komnir ...með loforð um litríkt vor VEGAMÓTASTÍGUR 9 Tillagan gerir ráð fyrir þriggja hæða húsi með bílakjallara sem ekið er í frá Grettisgötu auk þess sem eldra hús verður endurbyggt ofan á nýbyggingunni. GÓÐVIÐRISSTEMNING Fjöldi fólks nýtur veðurblíðunnar í portinu milli Vegamóta og Ölstofu Kor- máks og Skjaldar við Vegamóta- stíg á hverju sumri enda afar skjólsælt í portinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR LÖGREGLUMÁL Karl á fimmtugs- aldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. september. Hann er grunaður um að hafa áreitt barn kynferðislega í miðborginni. Atvikið átti sér stað aðfaranótt síðastliðins laugardags. Kona var ein ásamt sex ára barni í húsi við Grettisgötu. Um nóttina vaknaði hún við mannaferðir í húsinu. Þegar hún fór að athuga málið mætti hún ókunnugum manni. Hann lagði á flótta þegar hann sá hana. Maðurinn er talinn hafa komist inn um glugga. Hann var hand- tekinn síðdegis í fyrradag og úrskurðaður í gæslu í gær. - jss Grunur um kynferðisofbeldi: Grettisgötu- maður í gæslu VIÐSKIPTI Krónan veiktist um 1,7 prósent í gær og endaði í 169 stigum. Vísitalan hefur hækkað um 41 prósent frá áramótum og hefur aldrei verið hærri. Seðla- banki Íslands hóf að skrá gengi krónunnar um áramótin 1993. Krónan hefur nú lækkað verulega þrjá daga í röð. Á föstudag féll hún um tvö prósent eftir birtingu talna Seðlabankans um viðskiptahalla en um eitt prósent á mánudag. Lækkun á alþjóðlegum fjármálamörkuðum skýrir lækkunina í gær að mestu. Bandaríkjadalur, sem hefur styrkst verulega gagnvart helstu gjaldmiðlum upp á síðkastið, kostaði í gær 90,5 krónur og hefur ekki verið dýrari síðan í byrjun júní 2002. - jab Gengisvísitalan í methæðum: Krónan aldrei verið veikari EIN ÍSLENSK KRÓNA Nú þarf fleiri krónur til að kaupa einn Bandaríkjadal en um áramótin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Reykvískur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir alvarlegt gabb er hann hringdi í Neyðarlínu. Maðurinn hringdi í Neyðarlín- una að kvöldi dags úr kortalausum farsíma. Hann tilkynnti ranglega að hann hefði myrt nafngreindan mann í tilteknu húsi á Kleppsvegi í Reykjavík. Símtalið varð til þess að lögreglumenn fóru á vettvang, vöktu íbúa hússins og ræddu við hann vegna tilkynningarinnar. - jss Alvarlegt gabb í 112: Laug upp morði DÓMSMÁL Árni Johnsen alþingis- maður hefur fallið frá stefnu á hendur Agnesi Bragadóttur, blaðamanni á Morgunblaðinu, fyrir meiðyrði. Árni stefndi Agnesi eftir að hún kallaði hann meðal annars „dæmdan glæpamann“, „stórslys“ og „reginhneyksli“ í útvarpsþætti í sumar. Krafðist Árni fimm milljóna króna í miskabætur. Í tilkynningu frá Árna segir að þótt Agnes hafi „klárlega brotið lög með orðbragði sínu og skíthroða í minn garð“ ætli hann að fyrirgefa henni, enda eigi ekki „að elta ólar við fólk sem hefur yndi af illmælgi“. Í Silfri Egils á sunnudag áréttaði Agnes að hún stæði við allt sem hún sagði um Árna í útvarpsþættinum. - bs Árni Johnsen fyrirgefur Agnesi: Hættur við málshöfðun ÁRNI JOHNSEN Jens, ertu sáttur við gengið? Já, gengi Jens er alltaf á uppleið. Gengi japanska jensins hefur hækkað gríðarlega undanfarna daga. Jens Andrés- son er fyrrverandi formaður SFR. ORKA „Þetta lítur vænlega út. Holan er orðin 460 metra djúp og botnhitinn er 65 gráður,“ segir Friðfinnur Daníelsson verkfræðingur um boranir fyrirtækisins Alvarrs í Grímsey. Eyjan í norðri hefur hingað til ekki notið þess að nýta jarðvarma. Rafmagn og húshitun eyjarskeggja fæst með brennslu dísilolíu. „Ég tel að borinn hafi skorið 55 gráðu æð á 400 metra dýpi en þetta er erfitt að meta. Ætlunin er að bora töluvert dýpra,“ segir Friðfinnur. Hann kveðst efins um að hann hafi fundið nægilega mikið af heitu vatni enn sem komið er. „Nú erum við enn að reyna að staðfesta að hér sé nógu mikið heitt vatn og ég myndi segja að í sjálfu sér væru 55 gráður ásættanlegur hiti. Þetta er trúlega sjór hér undir og neysluvatnið yrði hitað upp í varmaskipti með honum. En miðað við fjarlægðir er allt í lagi ef vatnið leggur af stað 50 gráðu heitt,“ segir hann. Friðfinnur vonast til að ljúka rannsóknum sínum fyrir næstu helgi og fara niður fyrir 600 metrana. „Þá kemst þetta á hreint. Hitinn eykst hlutfallslega hratt fyrir neðan 400 metra dýpi. Ég get því ekki annað en verið vongóður.“ segir hann. - kóþ Eigandi borfyrirtækisins Alvarrs segir vænlegt um að litast á dísilknúinni eyju: Hiti finnst í jörðu á Grímsey FJÓLMUNDUR TRAUSTASON BORSTJÓRI VIÐ JARÐBORINN BJARMA Grímsey er dísilsamfélag og væri því mikill ávinningur fyrir eyjarskeggja að ná að virkja jarðhita. MYND/ALVARR FRIÐFINNUR DANÍELSSON LÖGREGLA Maður á fertugsaldri er grunaður um að hafa nauðgað þrettán ára stúlku í samkvæmi á heimili sínu á Eyrarbakka aðfaranótt laugardags. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins kærðu forráðamenn stúlkunnar manninn á sunnudag- inn og í kjölfarið var hann handtekinn en sleppt að því loknu. Annar maður sem var í samkvæminu hefur líka verið yfirheyrður. Meintur brotamaður er grunaður um að hafa veitt stúlkunni áfengi og notfært sér síðan ölvunarástand hennar til að koma vilja sínum fram. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. - th Karlmaður á fertugsaldri: Kærður fyrir að nauðga barni ALÞINGI Heimild til að úrskurða mann í nálgunarbann verður áfram hjá dómstólum en ekki flutt til lög- reglu eða saksóknara. Allsherjarnefnd Alþingis ræddi slíkar breytingar í meðferð sinni á frumvarpi dómsmálaráðherra um nálgunarbann en álit hennar lá fyrir síðdegis í gær. Eftir að hafa hlýtt á fylgismenn beggja sjónarmiða telur nefndin að fram þurfi að fara ítarleg skoðun á kostum þess og göllum að ráðast í flutning á forræði í nálgunarbanns- málum frá dómstólum til lögreglu. „Þó ég hafi talað fyrir því að heimildin yrði flutt til lögreglu þá stend ég heils hugar á bak við þetta álit nefndarinnar,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Sam- fylkingar og varaformaður alls- herjanefndar. „En það komu upplýsingar á borð nefndarinnar frá þungavigtar- lögmönnum í réttarfarsnefnd sem bentu á að hugsanlega myndi máls- meðferðin þyngjast og lengjast með slíkum flutningi meðal annars vegna andmælarétts geranda,“ segir Ágúst Ólafur. „Þá komu upp efasemdir um hvort við værum að taka rétt skref og því köllum við eftir úttekt á hugsanlegri breyt- ingu í þessa átt þannig að við fáum meiri upplýsingar á borðið.“ - bþs/jse Allsherjarnefnd fjallar um nálgunarbann: Úrskurðarvald ekki til lögreglu ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON Að sögn varaformanns allsherjarnefndar myndi málsmeðferði hugsanlega þyngjast og lengjast ef úrskurðarvald í nálgunar- bannsmálum yrði fært til lögreglu. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.