Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 4
4 10. september 2008 MIÐVIKUDAGUR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 17° 13° 16° 19° 21° 24° 23° 25° 20° 28° 31° 25° 24° 26° 22° 32° 17° Á MORGUN 5-10 m/s FÖSTUDAGUR 3-8 m/s 12 13 12 12 12 12 12 12 13 13 10 5 6 4 6 8 9 7 5 5 8 8 13 13 12 1214 13 14 16 1212 VÆTUSAMT Við erum og verðum í rigningarlofti næstu daga. Þetta verður þó ekki samfelld rigning alla þessa daga heldur dúrar á milli og úrkomumagnið mismunandi eftir landshlutum og dögum. Við getum sagt að fram að helgi verði heldur þurrara vestan til en um eða eftir helgi verður þurrt norðaustan og austan til. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur FLÓTTAFÓLK Flóttakonurnar átta, sem komu til Akraness aðfaranótt þriðjudagsins, voru ánægðar með nýju heimkynnin sín. Að baki áttu þær heilmikið ferðalag ásamt börn- um sínum en þær hafa í raun verið á ferð í þrjá daga. Heilmikið var um að vera hjá nýjum íbúum Akraness strax fyrsta daginn. Leysa þurfti úr ótal smá- atriðum og var starfsfólk Rauða krossins og Akraneskaupstaðar á þönum með þeim. Klukkan 16 hittu palestínsku fjölskyldurnar þær íslensku sem munu verða þeim til stuðnings. Elínborg Guðmundsdóttir og Kjartan Þorsteinsson, maður henn- ar, eru meðal stuðningsfjölskyldn- anna og sögðu Fréttablaðinu í síð- ustu viku frá undirbúningnum fyrir komu fólksins. Elínborg segir gær- daginn hafa verið spennandi. „Ég var bara eins og hálf mann- eskja í vinnunni allan daginn og beið með fiðrildi í maganum eftir að hitta Linu og börnin hennar. Það var svo æðislega gaman að taka í hönd- ina á henni og hitta hana augliti til auglitis í stað þess að horfa bara á hana á mynd,“ segir Elínborg. Lina á tvo drengi, tíu og sex ára, og þriggja ára stúlku. Þrátt fyrir langt og strangt ferðalag vaknaði fjölskyldan klukkan átta í nýjum heimkynnum og fór í göngutúr. „Þau voru búin að ganga niður að Langasandi og leist bara vel á sig. Þetta eru greinilega drífandi konur með bein í nefinu og ætla sér að gera það besta úr aðstæðum sínum hér.“ Fundurinn í dag fór fram í félags- miðstöð barna og unglinga, Þorp- inu, og þar var margt nýtt að sjá fyrir börnin. „Litla stelpan var nú orðin uppgefin og svaf, en strákarn- ir gátu ekki setið kyrrir. Þeir hlupu um allt og skoðuðu billjarð- og borð- tennisborðin, tölvurnar og allt það dót sem þeir hafa aldrei séð áður. Við ákváðum að vera ekki að trufla þá og leyfa þeim bara að njóta sín.“ Þrátt fyrir ferðaþreytu voru allir mjög ánægðir með að vera komnir til landsins. Sumar kvennanna voru strax byrjaðar í skipulaginu. „Við erum öll með ensk/arabískar orða- bækur og ætlum að vera dugleg að læra málið og þær íslenskuna. Þá vildi ein konan strax fara að kenna okkur arabíska dansa og kom með tónlist. Ætli hún verði ekki bara með dansnámskeið hér í vetur,“ segir Elínborg og hlær. kolbeinn@frettabladid.is Íslendingarnir strax teknir í nám í arabískum dönsum Ánægðar en þreyttar flóttakonur hittu stuðningsfjölskyldur sínar á Akranesi í gær. Börnin kynntust nýjum heimkynnum og ekki síður leikföngum. Ein konan byrjaði strax að kenna arabíska dansa. FERÐAÞREYTA Ferðalangarnir voru þreyttir við komuna til landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FYRSTI FUNDURINN Elínborg og Kjartan hittu Linu í fyrsta skipti í gær. Hún var ánægð með nýju heimkynnin sín og strákarnir hennar ekki síður ánægðir með öll nýju leikföngin sem þurfti að skoða. MYND/SKESSUHORN RÚSSLAND, AP Rússar byrjuðu í gær að flytja hersveitir sínar frá Georgíu, en ætla þó að hafa hermenn áfram í Abkasíu og Suður-Ossetíu um fyrirsjáanlega framtíð. „Þeir verða þar í langan tíma,“ sagði Sergei Lavrov, utanríkis- ráðherra Rússlands, í gær. Hann sagði það nauðsynlegt til að „koma í veg fyrir afturhvarf til árásarhegðunar“. Rússar féllust á mánudag á að Evrópusambandið sendi friðar- gæsluliða til Georgíu, sem taki við af rússneska hernum þar. - gb Rússaher fer frá Georgíu: Áfram í Abkas- íu og S-Ossetíu UTANRÍKISRÁÐHERRAR Utanríkisráðherr- ar Abkasíu, Rússlands og Suður-Ossetíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hæstirétttur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um að maður, sem hefur viðurkennt hjá lögreglu að vera fíkniefnaneytandi í tölu- verðri neyslu og hafa stundað sölu og dreifingu fíkniefna, sitji áfram í gæsluvarðhaldi. Héraðsdómur hafnaði kröfu um áframhaldandi gæsluvarð- hald til 6. október. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn. Í kröfu lögreglustjóra kemur fram að brotaferill mannsins sé nær óslitinn frá vormánuðum 2007. Hann hafi viðurkennt sautján fíkniefnabrot, þar af átta á þessu ári. Maðurinn hefur haft í fórum sínum allar mögulegar tegundir fíkniefna, þegar lög- regla hefur haft afskipti af honum, auk stungulyfja og ofskynjunarsveppa. Maðurinn var meðal annars tekinn með fimmtíu og sjö töflur af ofskynjunarlyfinu LSD og 392 e-töflur til söludreifingar. Að því er fram kemur virðist hann hafa verið nokkuð stórtækur í fíkni- efnasölu. Mikil umferð hafi jafn- an verið í kringum heimili hans og hann virðist vera mjög tengd- ur undirheimum fíkniefna. Maðurinn hefur fimm sinnum sætt viðurlögum vegna fíkniefna- brota og var í byrjun sumars ákærður einn ganginn enn. - jss Kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald synjað: Fíkniefnasala sleppt úr haldi HÆSTIRÉTTUR Staðfesti úrskurð héraðsdóms. VIÐSKIPTI Hlutabréf í Lehman Brothers, fjórða stærsta fjárfest- ingabanka Bandaríkjanna, hrundu í verði í kauphöll New York í gær. Gengi bréfanna féll um allt að 40 prósent í viðskiptum dagsins. Óttast er að gjaldþrot blasi við fyrirtækinu ef stjórnendum þess tekst ekki að finna nýja eigendur sem gætu lagt fram nýtt hlutafé. Í gær var tilkynnt að viðræðum við kóreska þróunarbankann hefði verið slitið. Lehman, sem á meira fé bundið í illseljanlegum skuldvafningum en hinir stóru fjárfestingarbankarnir, mun birta árshlutauppgjör þriðja ársfjórð- ungs í næstu viku. - msh Fjármálakreppan vestanhafs: Bréf Lehman Brothers hrynja DÓMSMÁL Ákæra á hendur Karli Bjarna Guðmundssyni var þingfest í Héraðsdómi Reykjavík- ur á mánudaginn. Hann er ákærður fyrir að hafa undir höndum rúm 64 grömm af amfetamíni þegar hann var handtekinn á Hótel Vík í Síðu- múla 28. mars síðastliðinn. Karl Bjarni afplánar nú tveggja ára fangelsisdóm á Kvíabryggju fyrir tilraun til að smygla tveimur kílóum af kókaíni til landsins. 64 grömm af amfetamíni: Karl Bjarni aftur ákærður GENGIÐ 09.09.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 166,3355 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 88,98 89,40 157,09 157,85 126,17 126,87 16,916 17,014 15,738 15,830 13,326 13,404 0,8224 0,8272 137,23 138,05 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.