Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 10
10 10. september 2008 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNMÁL „Það kemur ekki á óvart að Kristinn H. Gunnarsson komi í bakið á samherjum sínum. Hann hefur gert það margoft áður,“ segir Magnús Þór Haf- steinsson, varaformaður Frjáls- lynda flokksins. Kristinn H. Gunnarsson, þing- flokksformaður Frjálslynda flokksins, skrifaði pistil á heima- síðu sína í gær þar sem hann býður flóttafólk, sem nú er nýkomið til Akraness, velkomið til landsins. Þar segir hann meðal annars að stjórnmálamenn hafi mikilvægt hlutverk við mót- töku flóttamanna, „að fræða og vinna bug á bábiljum og fákunnáttu“. Það versta sem hægt sé að gera sé að nálgast málin á neikvæðan hátt og vekja upp „ótta í garð þeirra sem hingað koma frá ólíkum menningarheim- um“. Kristinn segir að þessum orðum sé ekki sérstaklega beint gegn Magnúsi. „Hins vegar kom í ljós í vor að við höfum ekki sömu sýn á komu flóttamanna og hlutverk íslenskra stjórnvalda í þeim efnum,“ segir Kristinn. Hann sé hins vegar að skrifa í samræmi við samþykkt þingflokksins frá því í vor, þar sem fram kom að auka eigi aðstoð við flóttamenn, bæði með því að taka á móti fleira fólki og auka aðstoð á vettvangi. „Ef Magnús Þór er efnislega ósam- mála mér, þá er hann efnislega ósammála ályktuninni.“ segir Kristinn. Magnús Þór segist aldrei hafa talað illa um flóttafólkið, bara spurt eðlilegra spurninga. „Ég hef kynnt mér þessi mál mjög vel fyrir 400 síðna bók um inn- flytjendamál sem kemur út í haust,“ segir Magnús. „Kristinn skrifar þarna af fordómum og fáfræði, en hann verður að eiga það við sjálfan sig. Það verður að vera hægt að ræða þessi mál og spyrja spurninga.“ Í undirbúningi fyrir bókina seg- ist Magnús hafa kynnt sér vel þróun innflytjendamála á hinum Norðurlöndunum og það sé mikil- vægt að Íslendingar læri af þeirri reynslu. „Við erum tuttugu árum á eftir þeim í þessari þróun. Ef þessi straumur innflytjenda fer líka að liggja hingað, þá þurfum við að vera undirbú- in.“ „Þeir hafa greini- lega sína skoðun á því hvernig hinn talar,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. „Ef menn eru ósam- mála þarf að leysa það innan flokksins. Mitt hlutverk er að láta fólk ræða saman.“ Hann segist munu ræða bæði við Kristin og Magnús um deilur þeirra á milli. svanborg@frettabladid.is Varaformaður frjálslyndra sakar Kristin um fordóma Magnús Þór Hafsteinsson segir Kristin H. Gunnarsson skrifa af fáfræði og fordómum um innflytjendamál. Kristinn segist skrifa í samræmi við samþykkt þingflokksins. Guðjón Arnar ætlar að miðla málum. KRISTINN H. GUNNARSSON OG MAGN- ÚS ÞÓR HAFSTEINSSON Varaformaður og þingflokksformaður Frjálslynda flokksins eru enn ósammála um innflytjendamál. Magnús Þór segist hafa nýlokið við 400 blaðsíðna bók um innflytjendamál sem komi út í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND „Stjórnmálamenn hafa mikilvægt hlutverk í þessum málum. Þeir hafa þær skyldur umfram marga aðra að fræða og vinna bug á bábiljum og fákunnáttu. ... Það versta sem hægt er að gera er að nálgast málin á neikvæðan hátt með því að efast um þetta og hitt og vekja þannig upp ótta í garð þeirra sem hingað koma frá ólíkum menningarheimum. Slíkt reisir múr óttans gagnvart útlendingunum sem þarf svo að leggja mikla vinnu í að fella til jarðar svo vel til takist með mót- töku þeirra og aðlögun. Jákvæð nálgun er betri og líklegri til þess að tryggja góðan árangur og hún er líka líklegri til þess að vinna bug á slæmum ranghugmyndum sem kynnu ef til vill að vera á kreiki.“ Af www.kristinn.is STJÓRNMÁLA- MENN OG INNFLYTJENDUR best „Það er auðvitað að fá alltaf Vildarpunkta þegar maður notar kortið sitt, bæði heima og erlendis.“ er útgefandi American Express® á Íslandi Tvöfaldi r Vildarpu nktar í septem ber Gildir af allri velt u PALIN OFURHETJA Sarah Palin, rík- isstjóri Alaska, átti óvænta innkomu í bandarísk stjórnmál sem varafor- setaefni repúblikana. Nú er farið að framleiða leikfangadúkkur þar sem hún er í gervi ofurhetju. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP MENNING Kristín Helga Gunnars- dóttir hlaut í gær Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnor- ræna ráðsins fyrir bók sína Draugaslóð. Í rökstuðningi dómnefndar segir að bókin sé kærkomin fyrir unglinga á öllum aldri, sagan sé full af mótsögnum þar sem draumur og veruleiki skarist áþreifanlega, en samspil þeirra hjálpi til við að leysa leyndardóm- inn í bókinni. Draugaslóð er sögð auðug saga af líflegum og sterkum persónum sem lesendur trúa á, stíllinn leikandi og fagmannlegur, tilgerðarlaus en þó ávallt fallegur. Verðlaunin, ein milljón króna, eru veitt annað hvert ár og þetta er í fjórða sinn sem þau eru afhent. - ovd Vestnorræna ráðið: Kristín Helga verðlaunuð FRÁ ALÞINGISHÚSINU Silja Aðalsteins- dóttir, formaður íslensku dómnefndar- innar, og Karl V. Matthíasson, varafor- maður Vestnorræna ráðsins, afhenda Kristínu Helgu verðlaunin. REYKJAVÍK Velferðarráð Reykjavík- ur hefur samþykkt nýja stefnu í málefnum utangarðsfólks fram til ársins 2012. Megináherslan er á að efla samstarf og forvarnir, auka reglubundna þjónustu, styrkja tímabundin úrræði og fjölga lang- tímaúrræðum. „Með því að skapa skýra stefnu- mótun í málefnum utangarðsfólks er Reykjavíkurborg að setja sér það markmið að leitast við að koma í veg fyrir útigang, meðal annars með því að efla þjónustu við þá sem eru eða eiga á hættu að verða utangarðs og að tryggja öllum viðunandi húsaskjól,“ segir í tilkynningu frá borginni. „Utangarðs- fólk glímir iðu- lega við marg- háttaðan félags- og heil- brigðisvanda, er félagslega einangrað og á oft að baki fang- elsisvistir og sjúkrahúsdval- ir,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá borg- inni. „Samhliða stefnumótunarvinnunni hefur verið tekið á bráðavanda þessa fólks. Á einu ári hefur skamm- tímagistirýmum fjölgað um fjög- ur og langtímagistirýmum um átta. Á næstu vikum verða fleiri rými tekin í notkun og verður aukning gistirýma þá alls sextán til tuttugu rými. Þorleifur Gunnlaugsson borgar- fulltrúi gagnrýnir að ekki sé tekið á húsnæðismálum útigangsmanna í vetur auk þess sem fólki verði ekki hjálpað til að koma undir sig fótunum og lifa eins og venjulegir þegnar. Stefnumótunin taki aðeins mið af því að koma fólkinu í áfangahús. Þorleifur hefði viljað að stefnudrögin hefðu verið send til umsagnar. - ghs ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON Velferðarráð Reykjavíkur samþykkir stefnu í málefnum utangarðsfólks: Vill koma í veg fyrir útigang DÓMSMÁL Sjö mótmælendur sem tóku þátt í mótmælaaðgerðum Saving Iceland á Hellisheiði í sumar hafa verið dæmdir til sektargreiðslna. Fjórir einstaklinganna voru einnig fundnir sekir um húsbrot. Þeir fóru í heimildarleysi inn á lokuð vinnusvæði þar sem unnið var að virkjanaframkvæmdum á heiðinni. Þeir voru dæmdir til að greiða hundrað þúsund króna sekt til ríkissjóðs. Hinir þrír voru dæmdir til að greiða fimmtíu þúsund króna sekt. Fólkið sem um ræðir er frá Íslandi, Banda- ríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Belgíu og Hollandi. - jss Hellisheiðarvirkjun: Sjö mótmæl- endur sektaðir FINNLAND Finnlands-sænskur stjórnmálamaður, Birgitta Dahlberg, hefur kært aðstoðar- prestinn, séra Halvar Sandell, fyrir að hafa sýnt ungu fólki kvikmynd gegn fóstureyðingum. Verið er að fara yfir það hvort til dómsmáls getur komið, að sögn Hufvudstadsbladet, en aðstoðarpresturinn var útilokaður frá fermingarundirbúningi í sumar vegna þessa máls. - ghs Borgarfulltrúi í Helsinki: Kærir prest fyr- ir kvikmynd

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.