Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 10. SEPTEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Vika Frá ára mót um Alfesca -5,1% -6,2% Atorka -5,6% -52,0% Bakkavör -3,6% -56,1% Exista -12,8% -66,0% Glitnir -5,8% -35,4% Eimskipafélagið -34,5% -72,6% Icelandair 0,2% -26,7% Kaupþing -2,1% -20,9% Landsbankinn -6,9% -37,2% Marel -2,5% -17,3% SPRON -8,3% -63,9% Straumur -7,3% -43,7% Össur -0,7% -4,3% *Miðað við gengi í Kaup höll á mánudaginn G E N G I S Þ R Ó U N Björn Ingi Hrafnsson skrifar „Aðalástæðan fyrir góðri afkomu hjá okkur er sú að við höfðum búist við erfiðum aðstæðum á fjár- málamörkuðum og því minnkað eigin viðskipti með hlutabréf verulega. Einnig áttum við von á góðum skuldabréfamarkaði og höfðum byggt upp verulega eign í innlendum ríkiskuldabréfum,“ segir Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP Fjár- festingabanka, en uppgjör bankans sker sig nokk- uð úr þegar kemur að smærri fjármálafyrirtækj- um á fyrri helmingi ársins. MP skilaði þá hagnaði fyrir skatta upp á hálf- an annan milljarð, meðan flest önnur smærri fjármálafyrirtæki glímdu við taprekstur. Styrmir Þór segir að það hafi hjálp- að bankanum að lána einvörðungu til skemmri tíma og eins að beita virkri áhættustýringu til að koma í veg fyrir útlánatöp. „Það hefur komið bank- anum vel á þessu ári að vera ekki með stóran hluta eigna sinna bund- inn í langtímalánum og hlutabréfum. Bankinn hefur því náð að breyta um áherslur í samræmi við aðstæður,“ segir hann. Greiningardeild Kaupþings segir að einkenn- andi fyrir flest af smærri fjármálafyrirtækjum hér á landi á fyrstu sex mánuðum ársins hafi verið mikið tap af hlutabréfum, aukin virðisrýrnun út- lána og samdráttur eigin fjár. „Virðisrýrnun útlána hefur margfaldast frá því í fyrra en háar varúðar- færslur voru færðar nú vegna óhagstæðra mark- aðsaðstæðna,“ segir í hálffimmfréttum greining- ardeildarinnar og bent á að eigið fé þessara fyrir- tækja hafi lækkað umtalsvert frá áramótum, utan MP sem jók eigið fé sitt um fimmtung á tímabil- inu. Greiningardeild Kaupþings telur mikið áhyggju- efni hversu mikið eigið fé sparisjóðanna hafi minnkað og nefnir til sögunnar að eigið fé SPRON, Sparisjóðsins í Keflavík og Sparisjóðs Mýrasýslu hafi dregist saman um meira en helming á fyrri hluta ársins. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD reglum er 10 til 12 prósent hjá SPRON, Icebank og SpKef, samkvæmt tölum frá greiningardeild- inni, sem segir slíkt orðið „óþægilega nálægt“ lög- bundnu lágmarki um 8 prósenta CAD hlutfall og raunar komið niður fyrir það í tilfelli Sparisjóðs Mýrasýslu, sem Kaupþing tók nýlega yfir. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að frek- ari samrunar séu líklegir á fjármála- markaði á næstu vikum. Er þá einkum horft til samruna Glitnis og Byrs, en einnig er fullyrt að áhugi sé fyrir því að steypa saman Landsbankanum og Straumi, eins og spáð hefur verið um langt skeið. Í gær var tilkynnt um formlegar við- ræður Saga Capital og VBS um sam- einingu bankanna. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að áhugi hafi verið á því að Icebank tæki þátt í þeim viðræð- um, en ekkert hafi orðið úr því, m.a. vegna andstöðu stórra eigenda þess banka. Hins vegar er ekki talið ólík- legt að síðar á árinu verði skoðað í alvöru að setja saman í eitt félag Icebank, Frjálsa fjárfestingar- bankann og sparisjóðina í Keflavík og Mýrasýslu, enda mun Kaupþing væntanlega þá komið með tögl og hagldir í eignarhaldi þeirra allra og hefur „komið þeim og íslenska fjármálakerfinu til bjarg- ar“ eins og einn aðili í bankakerfinu orðaði það. „Ljóst er að þær þrengingar sem íslenskt fjár- málalíf er nú að ganga í gegnum í kjölfar lausa- fjárkrísunnar kalla á aukna samþjöppun enda eru 34 fjármálafyrirtæki starfandi hér á landi í ekki stærra hagkerfi,“ segir í Morgunkorni Glitnis í gær. Sú tala gæti átt eftir að breytast verulega á næstunni, eins og fyrr segir. Þrengingar kalla á aukna samþjöppun Frekari samrunar eru á fjármálamarkaði. Gott uppgjör hjá MP, en víða áhyggjur af eiginfjárlágmörkum og afskriftum. Glitnir hefur í samstarfi við bandaríska fjárfestingabankann Morgan Stanley haft milligöngu um sextán milljarða króna lána- fyrirgreiðslu fyrir orkufyrirtæk- ið Nevada Geothermal Power. Lánafyrirgreiðslan, sem fengin er hjá TCW Asset Management Company, verður nýtt til að fjár- magna fyrsta áfanga í byggingu nýs jarðhitavers. Framleiðslugeta orkuvers- ins verður 49,5 MW og verður raforkan seld til Nevada Power Company með samningi til tut- tugu ára. Samkvæmt heimild- um Markaðarins markar samn- ingurinn ákveðin tímamót fyrir Glitni sem leiðandi aðila á sviði verkefnaþróunar og ráðgjafar í orkumálum. Glitnir hafi komið að verkefninu á fyrstu stigum, tekið út og veitt til rannsókna og borunar tímabundið brúarlán, en jafnframt tekið að sér að finna framtíðarfjármögnun. „Samningurinn er tímamóta- skref í þróun jarðhitaorku, bæði fyrir Nevada Geothermal og Glitni og jarðhitaiðnaðinn allan,“ segir Árni Magnússon, fram- kvæmdastjóri orkusviðs Glitnis. „Við erum mjög stolt af því að taka þátt í hinum sívaxandi jarðhitaiðnaði í Bandaríkjun- um,“ segir Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Glitnis. - bih Fjármagna orkuver í BNA MAGNÚS BJARNASON ÁRNI MAGNÚSSON STYRMIR ÞÓR BRAGASON Vextir af lánum Íbúðalánasjóðs verða óbreyttir enn um sinn, 4,9 prósent og 5,4 prósent án upp- greiðsluákvæðis. Sjóðurinn birti á vef Kauphall- arinnar í gær niðurstöðu útboðs íbúðabréfa. Tilboð bárust fyrir ríflega 23 milljarða króna, en tilboðum í 5,4 milljarða var tekið. Vegin heildarávöxtunarkrafa tilboðanna var 4,44 prósent án þóknunar. Vaxtaákvörðunin byggist á ávöxtunarkröfunni auk fjár- magnskostnaðar. - ikh Vöxtum ekki breytt að sinni„Sameinaðir getum við orðið mun öflugri en hvor í sínu lagi,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, for- stjóri Saga Capital. Tilkynnt var um form- legar samrunaviðræður bankans og VBS fjárfest- ingarbanka í gær. Þorvald- ur segir hugmyndina hafa komið upp annað slagið uns sest var niður um helgina. Málið verður lagt fyrir hlut- hafafund eins fljótt og auðið er þótt ekki liggi fyrir hvenær við- ræðum ljúki. Samruninn er háður samþykki Fjármála- og Sam- keppniseftirlits. Bankarnir hafa báðir sótt um viðskiptabanka- leyfi til Fjármálaeft- irlitsins og mun Saga Capital vera lengra komið í því ferli þótt ekkert liggi fyrir um niðurstöðuna. Þorvaldur segir margt benda til að með sameiningunni verði til banki með sterka fjár- hagsstöðu, sextán milljarða eigið fé og eiginfjárhlutfall upp á 31 prósent. Eiginfjárhlutfall Saga Capital er mun hærra, var 53 pró- sent í lok fyrri hluta árs á móti 16,9 prósentum hjá VBS. - jab ÞORVALDUR LÚÐVÍK Samruni ræddur Banki Staðan (í milljónum kr) Saga Capital: Hagnaður/-tap -683 Hreinar vaxtatekjur 500 Eignir 38.281 Eigið fé 9.100 Eiginfjárhlutfall 53% Afskriftir útlána/varúðarfærsla 23 VBS: Hagnaður/-tap -871 Hreinar vaxtatekjur 334 Eignir 55.731 Eigið fé 7.130 Eiginfjárhlutfall 16,9% Afskriftir útlána/varúðarfærsla 765 * Eftir fyrri hluta árs 2008. S T A Ð A B A N K A N N A * Rætt er um að starfsmenn orku- fyrirtækisins Enex kaupi ráðandi hlut Geysis Green Energy í fé- laginu. Stærstu eigendurnir eru Geysir Green Energy (GGE) sem á um 73 prósenta hlut í félaginu, og Reykjavík Energy Invest (REI) sem á um 26 prósent. Aðrir eiga minna. REI er í eigu Orkuveitu Reykja- víkur sem aftur er í eigu Reyk- víkinga. Ekki hefur verið eining um það í borgarstjórn Reykjavík- ur undanfarið tæpt ár um hvaða stefnu REI skuli taka. Starfsmennirnir skrifuðu hlut- höfum í Enex harðort bréf í lok ágúst. Þar segir meðal annars að kyrrstaðan skaði fyrirtækið og starfsmenn þess og rýri verð- mæti þess. Bréfið má skilja svo að starfsmenn hótuðu að hætta ef ekki fyndist lausn á málum. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins var ýmislegt rætt til að leysa samskipti stærstu hlut- hafanna. Meðal annars að REI keypti GGE út, eða að þriðji aðili kæmi að málum. Skriður komst á málið í kjölfar bréfsins og við- ræður hófust um kaup starfs- mannanna. Enex mun vera metið á um fjóra milljarða króna, svo ætla má að hlutur GGE færi á þrjá miðað við það. Starfsmenn Enex hér á landi eru 22. Félagið á þriðjung í Enex-Kína, stóran hlut í jarðhitafyrirtæki í Bandaríkj- unum og í tveimur fyrirtækjum í Þýskalandi. Starfsemin teygir einnig anga sína víðar um heim. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst er ekki útilokað að eitthvað af starfseminni erlend- is fylgi með í kaupunum, eignist starfsmennirnir hlut GGE. - ikh Starfsmenn kaupi Enex

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.