Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 FERÐALANGUR.NET býður upp á ítölskunámskeið fyrir ferðalanga í september. Námskeiðin eru sniðin að þörfum þeirra sem ætla að ferðast um Ítalíu og eru samblanda af hlustun, tali og málfræði. Hægt er að fara á hraðnámskeið eða námskeið fyrir eldri borgara, fá einka-, fjar- eða hópkennslu. „Ég fór með landsliðinu í blaki til Nígeríu árið 2005 og er sú ferð ólík öllu öðru sem ég hef kynnst. Við upplifðum gífurlegar andstæður og urðum bæði vitni að ofboðslegu ríkidæmi og mikilli fátækt,“ segir Fríða Sigurðardóttir, sem hafði aldrei komið til Afríku áður. „Við vorum í mjög góðu yfirlæti á Hilton-hóteli inni á afgirtu svæði en utan þess blasti fátæktin við á hverju horni. Íslenski ræðis- maðurinn í Abuja keyrði með okkur um borgina og fór meðal annars með okkur í lítið þorp skammt hjá. Þar bjó fólk í moldar- kofum og átti ekki annað en spjarirnar sem það bar utan á sér, sem gjarnan voru þróunarhjálpar- föt með myndum af Madonnu eða Eminem. Við gáfum þeim Smartís og þau bitu það í tvennt til að deila því á milli sín,“ lýsir Fríða og neitar því ekki að hún hafi orðið fyrir menningarsjokki. „Það var ekki óalgengt að sjá kofahreysi úr pappakössum öðru megin við göt- una en glæsihallir hinu megin, en auðinum er gífurlega misskipt í landinu.“ Síðasta kvöldið kynntist Fríða síðan syni Kofi Annan, fyrrverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna. „Hann bauð okkur upp í forseta- svítuna í kampavín, sem undir- strikaði enn frekar andstæðurnar.“ Fríða hefur stundað nám í Bandaríkjunum síðastliðin sex ár og þá bæði í Norður-Karolínu og Georgíu. Þar spilaði hún með skóla- liðinu í blaki og ferðaðist um Bandaríkin þver og endilöng. Auk þess notaði hún fríin í ferðalög um Evrópu. Hún er nú komin heim í bili en segist ávallt haldin útþrá. „Því meira sem maður ferðast, því þyrstari verður maður.“ vera@frettabladid.is Menningarsjokk í Nígeríu Arkitektinn Fríða Sigurðardóttir hefur ferðast vítt og breitt um heiminn bæði með landsliðinu í blaki og á eigin vegum. Ferð til Nígeríu árið 2005 þykir henni eftirminnilegust allra. Fríða varð bæði vitni að miklu ríkidæmi og fátækt í Nígeríu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Alla föstudaga • 5 tímar í skvass • 5 tímar í Golf • máltíð á BK Kjúkling • 5 tímar í ljós • frítt í allar ÍTR sundlaugarnar • frír mánuður fyrir vin • tækjakennsla • bolur • brúsi Sport Klúbburinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.