Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 22
FERÐASKRIFSTOFAN Afríka ævintýraferðir býður upp á safarí- ferð til Kenía og górilluferð til Virungafjallanna, á landamærum Úganda, Rúanda og Kongó, í febrúar/mars á næsta ári. Fyrirtækið hefur skipulagt ferðir til Austur-Afríku frá 1995. Sjá www.afrika.is. Á árunum 1863 til 1873 fluttu 37 Íslendingar búferlum til Brasilíu að freista gæfunnar. Talið er að afkomendur þeirra séu nú um 2000 manns. Ásta Sól Kristjánsdóttir ferðaðist á Íslendingaslóðir í Bras- ilíu og kynnti sér aðstæður ásamt manni sínum Arngrími Baldurs- syni, en hún er verkefnisstjóri Snorraverkefnisins sem heldur utan um komur Vestur-Íslendinga til Íslands. Hugmyndin að Brasilíu- ferðinni kom til þegar brasilískir bræður af íslenskum ættum komu hingað til lands og spurðu af hverju ekki væri sama þjónusta til fyrir þá eins og Vestur-Íslendingana. „Við hugsuðum bara já af hverju ekki? Það varð svo úr að við fórum út í nóvember í fyrra til að kanna aðstæður en þau eru með lítið Íslendingafélag í bænum Curitiba,“ útskýrir Ásta Sól. Þar hittu þau bræðurna aftur og alla þeirra ætt sem ber nafnið Reikdal og einnig hittu þau for- mann Íslendingafélagsins, Barddal að nafni. „Þarna var fólk með ættfræðina alveg á hreinu og dreif upp gögn og skrár. Við komum með hákarl að gefa þeim en gleymdum brennivín- inu. Þeim fannst hann bara mjög góður og sumum fannst hann betri en lakkrísinn.“ Ásta segir afkomendur Brasilíu- faranna hvorki tala íslensku né skilja en tungumálið hafi þó ekki fallið alveg í gleymsku. Gamlar vögguvísur hafi runnið af vörum eldra fólksins og þau buðu góða nótt upp á íslensku. „Það var ótrúlegt að heyra eldra fólkið kunna bí bí og blaka. Flest af þessu fólki talar bara portúgölsku og ekki ensku og íslenskunni hefur ekki mikið verið haldið við nema einhverjum orðum.“ Ásta og Arngrímur ferðuðust einnig til Ríó sem hún segir nauð- synlegan viðkomustað þegar farið sé til Brasilíu. Kristsstyttan sveip- uð þokuslæðu er Ástu eftirminni- leg úr ferðinni en einnig höfðu fátækrahverfin áhrif á hana. „Fyrst vorum við svekkt yfir þokunni en svo varð bara meiri „mystík“ yfir styttunni. Það var líka mjög framandi að labba í fátækrahverfinu og það stendur svolítið upp úr hjá okkur bara hvernig fólk lifir af.“ Fyrsta ferðin á slóðir íslensku Brasilíufaranna verður farin 14. nóvember og ráðgerir Ásta, ef vel tekst til, að farið verði annað hvert ár í slíkar ferðir. Nánar má kynna sér Brasilíuferðina á www.inl.is. heida@frettabladid.is Á slóðum Brasilíufara Ásta Sól Kristjánsdóttir og Arngrímur Baldursson ferðuðust til Brasilíu og hittu afkomendur íslenskra Brasilíufara. Ásta bauð þeim upp á hákarl og lakkrís sem þeim líkaði vel. Ásta Sól og Arngrímur í Ríó. Þoku- slæða umlukti Kristsstyttuna sem gerði hana bara enn tilkomumeiri að sögn Ástu. Ótrúlegt að sjá hvernig fólk kemst af. Fátækrahverfin höfðu mikil áhrif á Ástu Sól. Þrír ættliðir af afkomendum íslenskra Brasilíufara. M YN D /Á ST A S Ó L Vestnorden aldrei eins vinsæl ALLT STEFNIR Í AÐ VESTNORDEN KAUPSTEFNAN Í LAUGAR- DALSHÖLLINNI DAGANA 15. TIL 17. SEPTEMBER VERÐI SÚ UMFANGSMESTA FRÁ UPPHAFI. Á Vestnorden kynna seljendur ferðaþjónustu á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum sig fyrir kaupendum víða að úr heiminum. Í framhaldinu er um almenna sýningu að ræða. Horfur eru á að kaupstefnan verði fjölsótt sem aldrei fyrr. Sýnendur eru um 330 talsins frá 170 fyrirtækjum og um 220 kaupendur frá um 150 fyrirtækjum hafa boðað komu sína. Þetta er í 23. sinn sem þessi sameiginlegi viðburður Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga fer fram. Margs konar handverk er kynnt á Vestnorden. M YN D /S IG .JÖ KU LL Ferðafélagið Útivist stendur fyrir árlegri haustlitaferð í Bása, en næst verður farið í slíka ferð helgina 19. til 21. septem ber. Gengið verður um svæðið en auk þess verður mikið lagt upp úr grillmáltíð, varðeldi og kvöldvöku. Sjá www.utivist.is Verð miðast við gengi EU 5. sept Beint fl ug frá Kefl avík Gamli og nýi tíminn m ætast í borg sem ekk i á sinn líka. Miðstöð menningar og lista við Eystrasaltið Úrval veitingahúsa, verslan a og kaffi húsa á verð i sem slær öllu við. Næturlíf eins og það gerist best Gamli bærinn er frá árinu 1201 verndað ur af Unesco. Þar be r hæst Kastalinn í Riga. Kir kja St Peter’s og dóm kirkjan. Gamli bærinn í Riga er virk ilegt augnayndi hve rt sem litið er og setur borgin á st all með fallegri borg um Evrópu. Verð 59.900,- Kr (fl ug, hótel, rúta, s kattar miðað við tv o í herbergi) 24. - 28. septem ber Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Alla mmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.