Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 29
Ert þú í vandræðum? Er þitt fyritæki í fjárhagslegum vandræðum eða á barmi gjaldþrota. Þá getum við aðstoðað þig við að losna undan því. Skoðum öll fyrirtæki stór sem smá. Upplýsingar: fjarfesting@internet.is VILTU VIND Í SEGLIN? ÚTFLUTNINGSAUKNING OG HAGVÖXTUR NÝTT VERKEFNI HEFST Í OKTÓBER P IP A R • S ÍA • 8 1 6 6 8 Borgartún 35 105 Reykjavík sími 511 4000 www.utflutningsrad.is Útflutningsaukning og hagvöxtur, ÚH, er verkefni á vegum Útflutningsráðs Íslands sem miðar að því að auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á alþjóðavísu. ÚH-verkefnið hefur verið árlega síðan 1990 og hafa fulltrúar 170 fyrirtækja hvaðanæva úr viðskiptalífinu tekið þátt. Verkefnið er ætlað fyrirtækjum sem hafa áhuga á að hefja eða efla útflutning, eða afla meiri þekkingar og reynslu á sviði markaðssetningar. Þátttakendum er veitt ráðgjöf og aðstoð við að innleiða árangursrík vinnubrögð við markaðssetningu á vöru og þjónustu á erlendum mörkuðum. Verkefnið hefst í byrjun október og stendur fram í lok maí. Tíu fyrirtæki úr hópi umsækjenda verða valin til þátttöku. Vinnufundir eru haldnir mánaðarlega auk þess sem hver þátttakandi vinnur með ráðgjafa einn dag í mánuði. Þátttökugjald er 425.000 krónur. Innfalið er ráðgjöf, fræðsla og þjálfun, námskeiðsgögn og gisting og uppihald á vinnufundum. Þátttakendur greiða sjálfir fyrir ferðir. Nánari upplýsingar veitir Hermann Ottósson, forstöðumaður, hermann@utflutningsrad.is H A U S MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2008 Ú T T E K T A R I N S Vextir lækki í stórum stökkum „Mín skoðun er sú að Seðlabankinn ætti að hefja vaxta- lækkunarferli sitt nú og lækka vexti um 0,5 prósentur. Þó svo að verðbólgan sé há nú eru verðbólguhorfur góðar sé horft 12-24 mánuði fram í tímann. Við reikn- um með því að verðbólgan muni hjaðna hratt á næstu mánuðum og að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Í þessu háa vaxtaumhverfi og í ljósi þessarar verðbólguspár tel ég rétt að bankinn lækki vexti sína í nokkuð stórum stökk- um á næstu mánuðum.“ MARKAÐURINN/STEFÁN ú stefnir yri í óefni ekist til í að ná fram mjúkri eftir samdrátt 2001 og 2002. hófst þá síðla árs 2001 áður en rki. „Ég tel rétt að hefja vaxta- legg til að vextir verði lækkaðir tefnir hraðbyri í óefni í hagkerfinu andi vaxtastig sé stærri skammtur erfinu hollur. Hættan á alvarlegri en hættan á viðvarandi verð- MARKAÐURINN/STEFÁN I N G Ó L F U R B E N D E R F R I Ð J Ó N S S O N S T A Ð A : L Æ K K A T I U M 5 0 P U N K T A N I Ð U R S T A Ð A : L Æ K K A S T Ý R I V E X T I U M 5 0 P U N K T A hann hins vegar að verði að koma til mjög skjótt þegar verðbólga taki að ganga niður því sú þróun muni ganga afar hratt fyrir sig. „Og er þá mjög líklegt að fjölga verði vaxtaákvörðunar dögum,“ segir hann, en Seðlabankinn hefur heimild til að breyta vöxtum hve- nær sem hann sér tilefni til, utan fyrirfram ákveðinna vaxtaákvörð- unardaga. Ásgeir segir jafnframt að Seðla- banki Íslands hafi gefið mjög sterk skilaboð um mögulega hækkun og að erlendir greinendur spái flestir hækkun núna. „Þess vegna verður mjög erfitt að hefja lækkunarferli nema í tengslum við útgáfu Pen- ingamála,” segir hann. HÆTTAN Á KREPPU ER MEIRI EN VERÐBÓLGUHÆTTAN Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, vill hins vegar fremur horfa til hættunnar sem liggur í frekari samdrætti hér innanlands en áhættunnar af mögulegu frekara falli krónunnar. „Ég held að tímabært sé að hefja núna vaxtalækkunarferlið og legg til að vextirnir verði lækkaðir um 50 punkta.“ Við núverandi aðstæður og þær horfur sem blasa við segir Þórður skipta mestu máli að vega saman verðbólguhættuna annars vegar og kreppuhættuna hins vegar. „Að mínu mati verður verðbólgan á hröðu undanhaldi á næstu mán- uðum, þótt stigin verði nú var- færnisleg skref í þá átt að lækka vexti.“ Hann bendir í því sam- bandi á reynsluna af fyrri hag- sveiflum. „Þannig má til að mynda benda á samdráttarskeiðið 2001 til 2002. Verðbólgan náði hámarki í byrjun árs 2002 en fór síðan hratt lækkandi eftir því sem leið á árið. Vaxtalækkunarferlið hófst var- færnislega seint á árinu 2001, um það bil sem verðbólgan var að ná hámarki, og í framhaldi lækkuðu þeir hratt á fyrri hluta ársins 2002 samhliða hjöðnun verðbólgunnar. Að öllu samanlögðu tókst vel til á þessum tíma, lendingin varð mjúk eins og sagt er. Ég efast um skynsemi þess að beita nýjum og miklu harðari peningaaðgerðum nú í nafni baráttunnar við verð- bólgu. Jafnframt orkar vart tví- mælis að kreppuógnin nú er meiri en þá,“ segir hann og kveður vera sitt mat að afar lítil hætta sé á að verðbólgubálinu verði viðhaldið með lækkun núna. „Veikleikinn í peningastjórn hér hjá okkur hefur hingað til ekki verið á niðurleið í hagsveifl- unni. Niðursveiflan hefur yfir- leitt gengið hratt og vel fyrir sig og menn fljótir að draga saman seglin. Veikleikinn í peningamála- stjórninni hefur verið í uppsveifl- unni og falist í að ekki hefur verið tekið nægilega skjótt í taumana. Með þetta í huga tel ég því rétt að taka varfærnislegt skref, sem vitan lega þarf að setja fram í réttu samhengi gagnvart útlend- ingum.” Þórður varar um leið við ofmati á viðkvæmni útlendinga gagnvart vaxtaákvörðunum hér. „Ég held að of mikið sé úr því gert að 50 punkta breyting hafi mikil áhrif. Í Bandaríkjunum eru vextir neikvæðir og í Evrópu hangir í því að vera raunvextir, verðbólga og vextir eru nokkurn veginn það sama. 50 punkta lækkun væri því í raun minni en 25 punkta breyt- ing í hlutfallslegu tilliti miðað við vexti annars staðar.“ Þórður telur því að með tilliti til reynslunnar hér og eins því hvernig aðrar þjóðir hafi brugðist við kreppunni sé minni áhætta tekin með því að hefja vaxtalækkun nú þegar, en með því að fresta henni. „Og það er alveg örugglega ekki rétt ákvörðun að bíða með vaxtalækk- un þar til við höfum séð lækkun verðbólgunnar nokkra mánuði í röð. Það passar að mínu viti ekki við nokkrar kenningar.“ SAMDRÁTTUR DREGUR ÚR VERÐ- BÓLGUÞRÝSTINGI „Mín skoðun er sú að Seðlabank- inn ætti að hefja vaxtalækkunar- ferli sitt nú og lækka vexti um 0,5 prósentur, eða fimmtíu punkta,“ segir Ingólfur Bender, forstöðu- maður greiningar Glitnis. „Þó svo að verðbólgan sé há nú eru verð- bólguhorfur góðar þegar horft er tólf til fjórtán mánuði fram í tímann.“ Hann segist því reikna með að verðbólgan hjaðni hratt á næstu mánuðum og að verðbólgu- markmiði Seðlabankans verði náð á þriðja fjórðungi næsta árs. „Í þessu háa vaxtaumhverfi og í ljósi þessarar verðbólguspár tel ég rétt að bankinn lækki vexti sína í nokkuð stórum stökkum á næstu mánuðum,“ bætir Ingólfur við. Hann bendir á að þótt verð- bólguvæntingar almennings og fyrirtækja hafi þróast heldur til verri vegar, hafi reynslan sýnt að hérlendis geri menn sér allvel grein fyrir áhrifum gengisbreyt- inga á verðbólgu og því sé líklegt að væntingarnar færist aftur í betra horf tiltölulega fljótt, lækki krónan ekki frekar eða styrkist jafnvel að nýju. „Hratt dregur nú úr innlendri eftirspurn og samhliða dregur úr þeim þrýstingi sem mikil eftir- spurn í hagkerfinu hefur verið á verðbólgu. Heimilin hafa brugð- ist við rýrnun kaupmáttar með því að skera niður útgjöld sín. Við sjáum það í veltutölum, inn- flutningstölum, nýskráningum bifreiða og fleiri stærðum. Fjár- festingar bæði heimila og fyrir- tækja dragast nú saman, meðal annars vegna hækkunar fjár- magnskostnaðar, erfiðara að- gengis að lánsfé, eignaverðs- og kaupmáttar þróunar. Væntingar neytenda hafa þá lækkað umtals- vert undanfarið.“ Ingólfur segir að þótt atvinnu- leysi mælist enn lágt, sé vinnu- markaðurinn þegar farinn að sýna merki um að á honum sé að slakna. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi hafi aukist, en mikið hafi verið um að fyrirtæki bregðist nú við hækkun kostnaðar og samdrætti í eftir- spurn með því að fækka starfs- fólki. „Reikna má með því að at- vinnuleysið aukist hratt á næstu mánuðum og að samhliða muni bæði draga úr kostnaðar- og eftir- spurnarþrýstingi á verðbólgu. Þá teljum við að íbúðaverð muni lækka nokkuð á næstu misser- um, sem bæði hefur bein áhrif til lækkunar á verðbólgumælingu og dregur líka úr eftirspurnarþrýst- ingi vegna neikvæðra eignaáhrifa á heimilin,“ segir hann. Ingólfur víkur einnig tali sínu að krónunni, sem standi veik um þessar mundir og hafi veikst að undanförnu. „Verðbólgu áhrif gengisfalls krónunnar síðustu mánuði hafa að mestu komið fram nú þegar. Líklegt er að vaxtamunurinn verði lítt virkur áhrifavaldur krónunnar á næst- unni vegna erlendrar lánsfjár- krísu. Virkni peningastefnunnar hefur breyst af þessum sökum þannig að áhrif innlendra vaxta á innlenda eftirspurn eru meiri nú en verið hefur um langa hríð. Að- gerðir í peningamálum þurfa að taka mið af þessu. Stjórnendur fyrirtækja hafa á undanförnum mánuðum gerst mun svartsýnni um stöðu efna- hagsmála og hafa uppgjör fyrir- tækja verið á flesta mælikvarða verri á fyrri helmingi þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Ljóst er að ýmis fjármálafyrirtæki og fyrir- tæki sem tengjast innlendri eftir- spurn finna mikið fyrir samdrætt- inum nú ásamt hækkandi kostn- aði. Draga mun hratt úr umsvifum þessara fyrirtækja á næstunni og mun það hafa áhrif á verðbólgu- þrýstinginn til lækkunar,“ segir Ingólfur Bender enn fremur. ttan vegur ðbólguógnin a. Seðlabankinn kynnir ákvörðun sína á fimmtudag. vörðun sína til að forða neikvæðum áhrifum á gengi duðu í byrjun vikunnar með skuggabankastjórninni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.