Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 10. september 2008 21 Vinsældir Heather Mills fara dvínandi með hverjum degi. Nú hefur komið í ljós að hún hefur gengið á bak orða sinna um að láta stærstan hluta fjárins sem henni hlotnaðist við skilnað hennar og Paul McCartney renna til góðgerðasamtak- anna Adopt-A- Minefield. Heather er verndari sam- takanna, sem sjá um að grafa upp jarðsprengjur á fyrrverandi stríðssvæðum um allan heim, en mikill skaði hlýst af þeim á ári hverju. Heather fékk í sinn hlut 24,3 milljónir punda við skilnaðinn, og hafði lofað því opinber- lega árið 2006 að láta stærstan hluta þess renna til samtakanna. Það hefði þá í það minnsta verið rúmar 12 milljónir punda. Mills bætti því sjálf við í sjónvarps- viðtali árið 2007 að „áttatíu prósent peninganna minna renna til góðgerða- samtaka“. „Þau hafa beðið og beðið eftir milljónun- um. Hún hefur haft nægan tíma, en því miður er þetta bara önnur lygi frá drottn- ingu lyganna,“ segir einn heimildarmaður, því samtökin hafa enn ekki séð krónu. Það er ekki eina gagnrýnin á Mills þessa dagana, því fyrr- um talskona hennar, Michele Elyzabeth, hefur nú leyst frá skjóðunni og segir Heather Mills ljúga um allt og ekkert. Hún heldur því fram að Mills hafi hlerað samtöl McCartneys við dóttur hans, Stellu, og gefið sig út fyrir að vera blönk. „Hún er útsmoginn, sjúk- legur lygari og mesta tæfa á plá- netunni,“ sagði Michele um fyrr- um skjólstæðing sinn. Mills sögð lygasjúk LÍKAR SPORTIÐ Carmelo Anthony gæti hugsað sér að spila handbolta. Íslenska handboltalandsliðið hefur vakið áhuga margra á íþróttinni. Carmelo Anthony, leikmaður Denver Nuggets og ólympíu-gullverðlaunahafi í körfubolta, er einn þeirra sem hafa hrifist af liðinu. Eftir að hafa séð Ísland vinna Spán í undanúr- slitum Ólympíuleikanna segist hann vilja spila handbolta. Í viðtali við Rocky Mountain News, aðspurður að því hvort hann gæti hugsað sér að leika nokkra aðra íþrótt en körfubolta, svarar hann: „Mig langar að spila handbolta maður. Bandaríkin þurfa að koma sér upp handbolta- liði. Ég er nokkuð viss um að við getum fengið einhverja gaura til að byrja að spila handbolta.“ Handbolti er ekki þekktur í Bandaríkjunum en NBA-stjarnan Carmelo er orðinn aðdáandi og gæti hann því aukið áhuga manna þar í landi á íþróttinni ef hann vildi. En ætli hann einbeiti sér ekki frekar að því að auka enn frekar frama sinn í hörðustu körfuboltadeild heims. -kbs Ólympíusilfrið góð kynning Verslunin Kiss stendur fyrir partíi og tískusýningu á Apótekinu 13. september næstkomandi. Svokallað „Vegas Show Girl“ þema verður í teitinu auk ýmissa skemmtiatriða til að hafa ofan af fyrir gestum. „Það verður smá kabarett-þema, fjaðrir og glimmer og svona. Burlesque-danshópurinn opnar kvöldið með söng og dans og svo verður hljómsveitin Sometime að spila. DJ Casanova heldur tónlist- inni gangandi um kvöldið og yfir tískusýningunni. Svo verða for- drykkir og bara glimmer og glans. Við hlökkum rosalega til,“ segir Nadia Tamimi, verslunarstjóri Kiss. Kjólar og skart verða í fyrirrúmi. „Þetta verða svona fimmtán inn- komur með allra heitasta stöffinu. Make-up Store sér um förðun og hárið verður í höndum Bödda frá Paul Mitchell.“ En hvernig er haust- tískan? „Það er ekkert eitt sem virk- ar en fjólublái og svarti liturinn kemur sterkur inn.“ Aðgangur er ókeypis, en húsið opnar klukkan níu. „Svo ætlum við, miðvikudaginn eftir sýninguna, að hafa opið um kvöldið og þar verður hægt að kaupa allt sem verður á sýningunni.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kiss býður til fagnaðar. „Við höfum gert þetta áður en það er svo langt síðan, nú erum við bara að rífa þetta upp aftur. Nú verða endalausar sýn- ingar og svona opin kvöld í Kiss.“ - kbs Kabarett-þema á tískusýningu NÝTT ATRIÐI Burlesque-danshópurinn sýnir listir sínar. MYND/SVEINBI DULBÚAST Nadia og Þurý Björk Björg- vinsdóttir slá upp fögnuði í kringum tískusýningu Kiss. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hljómsveitin Sigur Rós er afar undrandi á því að myndband hennar við lagið Gobbledigook hafi verið bannað á síðunni Youtube. com. „Það er undarlegt vegna þess að þarna geturðu örugglega horft á fólk verða fyrir bílum eða gamla konu lamda úti á götu en þegar nokkrar naktar manneskjur hlaupa um er það bannað,“ segir bassa- leikarinn Georg Holm í viðtali á heimasíðu The Sunday Times. Hann er einnig undrandi á því hvernig umslagi plötunnar Með suð í eyrum við spilum endalaust var breytt í Bandaríkjunum. „Þeir settu límmiða yfir rassana á fólkinu á myndinni. Fáránlegt,“ segir hann. Undrandi á Youtube ÓVINSÆL Heather Mills virðist ætla að brenna flestar brýr að baki sér.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.