Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.09.2008, Blaðsíða 8
4,25 6,1 500er prósentustig óbreyttra stýrivaxta Seðlabanka Evrópu en hann kynnti ákvörðun sína undir lok síðustu viku. prósents atvinnuleysi mældist í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, samkvæmt nýjustu tölum vest-anhafs. þúsund Vaio-fartölvur hafa verið innkallaðar hjá Sony vegna meintrar íkveikihættu. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Grill í haust? Sænska hagstofan hefur birt endur skoðaðar verðbólgutölur fyrir júlí sem sýna að verðbólga var 0,3 prósentum lægri en áður var talið. Um leið voru verðbólgu- tölur fyrir maí og júní lækkaðar um 0,1 prósent. Samkvæmt tilkynningu hagstof- unnar er um leiðréttingu að ræða, því stofnunin hafði ofreikn- að verðhækkan- ir á skófatnaði. Ranglega var áætlað að skótau hefði hækkað um 30 prósent frá áramótum, sem birtist sem 0,3 prósenta hækkun neyslu- verðs í júlí. Skakkt skóverð veldur usla Ástæða vaxtahækk- unarinnar? Yfirmaður greiningardeildar SEB, Henrik Mitelman, segir í samtali við Dagens Industri að þessi mistök kunni að hafa ráðið úrslitum þegar sænski seðlabank- inn ákvað að hækka stýrivexti sína í 4,75 prósent fyrr í mánuð- inum og í blaðinu er þessum mis- tökum lýst sem hneyksli. Vaxta- ráð seðlabankans var klofið í af- stöðu sinni til vaxtahækkunar og vaxtahækkunin hefur mælst afar illa fyrir meðal sænskra banka- manna. Seðlabankinn hafði vænst þess að verðbólga yrði 4,3 pró- sent og þegar verðbólga mæld- ist 4,4 prósent var það tekið til marks um að hún væri að fara úr böndunum. Hið sanna er að verð- bólga var 4,1 prósent. Þjóðhagtölur sænsku hagstof- unnar eru yfirleitt taldar með þeim bestu í heimi og Svíar mjög framarlega í gerð þjóðhagtalna. Menn hafa ekki deilt um það hve- nær sumarið endar og Vetur kon- ungur tekur við. Gráa svæðið frá upphafi og endi hausts og vors hefur hins vegar lengi staðið í mönnum. Margra frétta er að vænta þegar sól lækkar á lofti og farfuglarnir flognir til hlýrri staða í suðri. Í lok maí boðuðu stjórnir og eigendur verkfræði- stofanna Línuhönnunar með Verkfræðistofu Suðurlands, Raf- tæknistofunnar og Verkfræði- stofunnar Afls sameiningu undir nýju nafni með haustinu. Lítið bólar á því en kunnugir segja málið á réttu róli. Svo er bara vonandi − fyrir starfsmenn og maka − að verkfræðingar skil- greini haust ekki það tímabil árs- ins þegar kuldinn bítur af krafti í helbláar kinnar − og blási til grill- veislu. Skeifan 550-4110, Smáralind 550-4140, Hafnarfjörður 550-4120, Selfoss 550-4190, Vestmannaeyjar 550-4180, Egilsstaðir 550-4160, Akureyri 550-4150, Ísafjörður 550-4170 Úrval af skólavörum 60-80% afsláttur Var eitthvað sem þú áttir eftir að versla fyrir skólann? Hvers vegna PwC? Þekkingarfyrirtæki í fremstu röð á Íslandi og leiðandi á alþjóðavettvangi.  Endurskoðun  Fyrirtækjaráðgjöf  Skatta- og lögfræðiráðgjöf Reykjavík - Akureyri - Húsavík - Selfoss - Reykjanesbær www.pwc.com/is *connectedthinking

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.