Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 2
2 11. september 2008 FIMMTUDAGUR Friðfinnur, eruð þið orðnir volgir? „Já, holan er reyndar með smá ólund við okkur, en svei mér – við erum bara orðnir heitir!“ Fyrirtækið Alvarr hefur borað eftir heitu vatni í Grímsey og fundið hita í jörðu. Friðfinnur Daníelsson er vongóður um að finna heitt vatn á 600 metra dýpi. SJÓSLYS „Það er stóralvarlegt mál ef olíuskip missir allt afl í þröngri innsiglingu,“ segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísa- fjarðarhafna, sem á þriðjudags- kvöldið var hafnsögumaður um borð í olíuskipinu Leoni Theresa þegar það strandaði á sandrifi við Ísafjörð. „Við vorum að sigla inn hjá svo- kölluðum fyrstumerkjum á leið í innsiglinguna inn sundin þegar drapst á báðum vélum samtímis og öll stjórntæki duttu út,“ segir Guð- mundur. Skipið hafi þá verið á minnstu ferð, sex og hálfri sjómílu enda innsiglingin þröng. „Þá var gefin sú fyrirskipun að láta ankeri falla, aðallega til að reyna að draga úr ferð skipsins.“ Við það beygði skipið af leið og lenti upp í sandbakka. Annars hefði það lent í grjóthleðslu við flugvöll- inn. „Þannig að það má segja að af tvennu illu þá er betra að stranda þarna,“ segir Guðmundur. Við- brögð hafi því verið alveg rétt. Hann segir mjög óvenjulegt að báðar vélar skips drepi á sér á sama tíma. „Vélarnar voru alls ekki undir neinu álagi því þegar við tökum skip hérna inn sundið þá tökum við það alltaf á hægustu ferð því það má ekkert fara úrskeiðis.“ Hann segir að það hafi skipt sköpum hversu fljótt var hægt að tengja línu í skipið og varna því að það legðist þvert fyrir innsigling- una. Um fimmtán mínútum eftir strandið komst fyrri vélin í gang. „Hálftíma síðar kom sú seinni inn og eftir að við vorum komnir með afl á báðar vélar þá tókst að losa skipið af strandstað með hjálp hafnsögubátsins.“ Enn var ekkert afl á stjórntækjum skipsins svo hafnsögubáturinn ýtti því upp að bryggju. Kafari skoðaði skipið og fullviss- aði sig um að engar skemmdir væru á botni þess en töluverð olía er í tönkum þess. Guðmundur segir að talsvert högg hafi komið á skipið við strand- ið. „Það er stóralvarlegt mál ef olíuskip stranda en sem betur fer fór þetta ekki illa.“ Margar flotkví- ar eru í Skutulsfirði, meðal annars þorskeldiskvíar. Mikil verðmæti hefðu því getað tapast fyrir utan tjón sem olíuleki getur haft á nátt- úruna. Þrír menn frá útgerðinni eru væntanlegir til Ísafjarðar í dag til að fara yfir málin. Á meðan bíður skipið við bryggju á Ísafirði. „Ég talaði við skipstjórann og hann gat ekki útskýrt hvað það var sem í raun og veru gerðist,“ segir Guð- mundur. olav@frettabladid.is Rétt viðbrögð komu í veg fyrir stórslys Viðbrögð skipstjórnenda olíuskips sem missti allt vélarafl í innsiglingunni við Ísafjarðarhöfn komu í veg fyrir að skipið strandaði í grjóti við flugvöllinn. Olíu- leki hefði getað valdið miklu tjóni í fiskeldiskvíum og á lífríki Skutulsfjarðar. FRÁ STANDSTAÐ Leoni Theresa, 90 metra langt og 2.300 brúttótonna olíuskip með tólf manna rússneskri áhöfn á standstað við innsiglinguna við Ísafjörð á þriðjudagskvöldið. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON GUÐMUNDUR M. KRISTJÁNSSON ATVINNA Byrjað verður að hleypa vatni að Ufsarstíflu í Jökulsá í Fljótsdal í dag. Meðal starfs- manna Ístaks þar er hin 22 ára Víkurmær, Sigrún Bjarnadóttir, sem hefur unnið við virkjanirnar norðan Vatnajökuls í rúm tvö ár. Þar stýrir hún hinum ýmsu tækjum enda tók hún bæði meirapróf og vinnuvélapróf áður en hún hélt á fjöll og slík réttindi segir hún hefð í sinni fjölskyldu. Hún segir vélavinnuna betur borgaða en mörg störf á láglend- inu og lífið frábært á fjöllum. Sjá sérblaðið Verk að vinna í miðju blaðsins - gun Sigrún Bjarnadóttir vélastjóri: Betri laun en á láglendinu SIGRÚN BJARNADÓTTIR UMHVERFISMÁL Umhverfisstofnun gaf út í gær starfsleyfi vegna álvers í Helguvík. Heimilt verður að framleiða allt að 250.000 tonn af áli árlega. Norðuráli verður meðal annars skylt að nýta sér bestu fáanlegu tækni við mengunarvarnir. Enn á eftir að tryggja álverinu losunarheimildir og raforkuflutn- ingar eru í óvissu. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir þetta hafa verið reglulega útgáfu á starfsleyfi. Fleira þurfi þó til áður en álverið hefji starfsemi. Til dæmis fyrr- greindar losunarheimildir. - kóþ Umhverfisstofnun: Gaf út starfsleyfi álvers í Helguvík LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir þrítugum manni, Ivan Konoval- enko að nafni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hann grunaður um að hafa stungið mann í lærið á Mánagötu aðfara- nótt sunnudags og hefur hann verið á flótta undan lögreglu. Þrír hafa verið handteknir vegna málsins. Tveir verða í gæsluvarðhaldi þar til á morgun en einum var sleppt eftir yfir- heyrslur. - jse/jss Hnífstungan á Mánagötu: Hættulegur maður á flótta DÝRALÍF Lögreglunni á Ísafirði var tilkynnt um hnúfubak sem rekið hafði á fjöru í Þernuvík við Ísa- fjarðardjúp í gær. Þegar lögregla kom á vettvang var hvalurinn hins vegar horfinn. Lögreglumaður sem Fréttablað- ið hafði samband við sagði í glettni að eflaust hefði hvalurinn áttað sig á því hver ætti hús þar fyrir ofan fjöruna og drifið sig á brott. Húsráðandi þar er nefnilega Kon- ráð Eggertsson sem líklegast er þekktasti hvalveiðimaður lands- ins. „Það kemur mér ekkert á óvart að þarna hafi verið hvalur því það hefur verið mikið líf í Djúpinu,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, en hann á sumarhús í Þernuvík. „Nú og ef hvalurinn hefur verið eitt- hvað leiður á lífinu þá hefur það verið alveg gráupplagt að taka land í fjörunni hjá Konráði,“ segir hann. Á ísfirska fréttavefnum segir Konráð frá því að Eyþór Þórðar- son á Fiskistofu hefði séð dýrið á lífi í fjörunni. - jse Tilkynnt um hnúfubak í fjörunni í Þernuvík í Ísafjarðardjúpi: Hvalur í túnfætinum hjá Konna hvalveiðimanni KONRÁÐ EGGERTSSON Venjulega þarf hvalveiðimaðurinn að láta úr höfn til að finna bráðina en Djúpsmenn sem Fréttablaðið hafði samband við gantast með það að nú hafi hvalurinn leitað veiðimanninn uppi. IVAN KONOVALENKO Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu lýsir eftir honum. HEILBRIGÐISMÁL Tveggja sólar- hringa verkfall ljósmæðra hófst á miðnætti í nótt, eftir að samninga- fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án árangurs. Næsti fundur verður á föstudag. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, segir ekkert nýtt hafa komið fram í gær. Ljósmæður hittust á vel sóttum félagsfundi í gær og ræddu stöðuna. Guðlaug segir ríkissátta- semjara hafa mælst til að hún kynnti niðurstöðu samningarfund- arins í baklandi hennar. Fram hafi komið að fullur einhugur sé meðal ljósmæðra um að halda áfram baráttunni og Guðlaug segist hafa fullt umboð til að halda uppi kröfum stéttarinnar. - ghs, kóþ Ljósmæðrafélagið: Aftur verkfall UMHVERFISMÁL „Einangrið húsin ykkar betur, við stefnum inn í nýja litla-ísöld, líkari þeirri sem var á 17. öld. Og veturnir verða því miður mjög kaldir á Norðurlönd- unum,“ segir Fred Goldberg, sem flytur erindið Sólin stjórnar öllu í Norræna húsinu í dag. Goldberg telur að mannleg áhrif á loftslagsbreytingar séu meira en lítið ofmetin. Mannkyn hafi ekki einu sinni mælanleg áhrif á þær. „Enginn talar um það að vatns- gufur jafngilda um 98 prósentum af þessum áhrifum, en koltvíoxíð einu prósenti. Af þessu eina pró- senti eru einungis fjögur prósent af völdum manna,“ segir hann. Goldberg fullyrðir jafnframt að á síðustu tíu árum hafi engin hnatt- ræn hlýnun verið. Á áttunda ára- tugnum hafi verið helmingi fleiri veðurstöðvar en voru eftir á þeim tíunda. Þetta rekur hann til endaloka Sovétríkjanna, með þeim hafi horfið flestar veðurstöðvar á köld- um svæðum Rússlands. Goldberg, sem er vélaverkfræð- ingur að mennt, mun einnig kunn- gjöra rannsóknir sínar á haf- straumum í dag. Þeir orsaki loftslagsbreytingar, en hvernig það gerist vill hann geyma til fyr- irlestrarins, sem hefst klukkan 15.00. - kóþ Fred Goldberg flytur erindi um loftslagsmál í Norræna húsinu í dag: Stefnum inn í nýja litla-ísöld FRED GOLDBERG Kom hingað beint frá Grænlandi og dvelur hér á vegum sænska sendiráðsins, sem hélt honum og félögum hans móttöku í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI IÐNAÐUR „Við munum aldrei fallast á að Jökulsá á Fjöllum verði tekin og ég tel að verkefnis- stjórnin muni ekki eyða miklum tíma eða fé í að meta þann kost, eða Gullfoss og Geysi, það virkar eiginlega hálfkjánalega að hugsa til þess,“ segir Össur Skarphéð- insson iðnaðarráðherra. Unnið er að rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og mun verkefnisstjórn meta flesta virkjunarkosti landsins. Össur segir margt í virkjana- hugmyndum fortíðar virka „absúrd“. Hann hafi þannig séð skýrslu sem fjallaði um eina sjö virkjunarkosti í því sem nú heitir Vatnajökulsþjóðgarður. - kóþ Iðnaðarráðherra um virkjanir: Hálfkjánalegt að meta Geysi SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.