Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 6
6 11. september 2008 FIMMTUDAGUR ALÞINGI Frumvarp um sjúkra- tryggingar varð að lögum í gær. Með þeim verða öll verk innan heilbrigðisþjónustunnar kostnað- argreind og fjármagn mun fylgja sjúklingum milli stofnana. Ásta Möller, formaður heil- brigðisnefndar, segir að með nákvæmari skilgreiningu muni stofnanir ákveða hvaða verk þurfi að vinna innan veggja þeirra og hver ekki. Einnig megi hugsa sér að stofnun geti samið við einkaað- ila um að veita tiltekna þjónustu. Heilbrigðiskerfið verði áfram félagslegt og fráleitt sé að tala um einka- væðingu þess. Ásta segir notendur heil- brigðisþjónust- unnar ekki verða vara við breytingar fyrst um sinn en til lengri tíma litið finni þeir fyrir bættu heilbrigðis- kerfi. „Þá eiga sjúklingar að geta gengið að vísri heilbrigðisþjón- ustu og biðlistar eiga að vera und- antekning,“ segir Ásta. Þetta muni gerast eftir að heilbrigðisstofnan- ir hafi skilgreint sig upp á nýtt í ljósi samninga við Sjúkratrygg- ingastofnun. „Þá eiga þær að geta sinnt sjúklingum sínum betur, það verður meira eftirlit með gæðum og árangri og því meira aðhald.“ Hún telur að starfsfólk innan heilbrigðiskerfisins verði helst vart við breytt kerfi með mark- vissari vinnubrögðum sem af því hljótist. „Og það ánægjulega er að starfsfólkið er mjög tilbúið til að taka þátt í þessum breytingum. Stjórnendur og fagfélög hafa kall- að eftir breytingum og telja að þær séu til hagsbóta fyrir þjónust- una í heild.“ Helstu áhrif nýs fyrirkomulags munu gæta hjá hinu opinbera sem fær, að sögn Ástu, betri yfirsýn yfir hvaða þjónustu það vill kaupa. „Það verður hægt að rýna betur í kostnaðarhliðina og sjá hvar hag- kvæmasta nýtingin er með tilliti til gæða auk þess sem hægt verð- ur að bera saman mismunandi val- kosti og hlúa að samkeppni í gæðum innan þjónustunnar.“ Ásta segir að með lögunum um sjúkratryggingar megi segja að settur sé punktur aftan við tals- verðar breytingar sem gerðar hafa verið á heilbrigðiskerfinu síðustu misseri. Grunnlöggjöfin liggi fyrir. Næstu stóru lagabreyt- ingar í málaflokknum verði hugs- anlega endurskoðun laga um heil- brigðisstéttir. bjorn@frettabladid.is Biðlistum á að fækka í nýju tryggingakerfi Ný lög um sjúkratryggingar geta leitt af sér aukinn einkarekstur í heilbrigðis- þjónustu. Ásta Möller segir stofnanir þurfa að skilgreina hvaða þjónustu þær ætli að veita. Áhrif nýja kerfisins verði jákvæð fyrir sjúklinga, starfsfólk og ríkið. Á GÖNGUNUM Formaður heilbrigðisnefndar Alþingis telur að ný lög um sjúkratrygg- ingar bæti allar hliðar heilbrigðiskerfisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÁSTA MÖLLER ALÞINGI „Ég er mjög ósátt við þetta. Nefndin hafði allan þann tíma sem hún þurfti til að skoða málið,“ segir Alma Lísa Jóhannsdóttir, þingmaður VG, um þá niðurstöðu meirihluta allsherjarnefndar að leggja ekki til þá breytingu á lögum um nálgunar- bann að úrskurðarvald verði fært frá dómara til lögreglu eða saksóknara. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður nefndar- innar, sagði í Fréttablaðinu í gær að fram hafi komið upplýsingar um að hugsanlega myndi meðferð nálgunarbannsmála þyngjast og lengjast við slíkan flutning valdsins, meðal annars vegna andmælaréttar geranda. Þá hafi komið upp efasemdir um hvort það væri í raun rétt skref að fela lögreglu og/eða saksóknara úrskurðarvaldið. Því kalli nefndin eftir úttekt. Þessu er Anna Lísa ósammála. „Við höfum reynslu hinna Norðurlandanna og Austurríkis. Gögnin eru til. Þetta er bara fyrirsláttur,“ segir hún. „Það er hægt að færa menn fyrir dómara og leyfa þeim að njóta andmælaréttar þar. Anna Lísa segir flokk sinn skoða hvort frumvarp um breytingar á lögunum verði lagt fram á haustþingi. - bþs Vinstri græn ósátt við fyrirhugaðar breytingar á lögunum um nálgunarbann: Fyrirsláttur í meirihlutanum FÆREYJAR Kakkalakkar gera Færeyinga órólega þessa dagana því talin eru hætta á því að kvikindin berist frá skipi í land, geri sig heimakomna þar og nái fótfestu. Skipið, sem er frá Suður- Evrópu, kom að landi í Færeyj- um til að leita aðstoðar vegna kakkalakkafaraldurs um borð, að sögn Aftonbladet. Skordýrafræðingurinn Jens- Kjeld Jensen telur að veruleg hætta sé á því að kvenkyns kakkalakkar fari í land í góða veðrinu sem er í Færeyjum og taki sér bólfestu þar. „Ef það gerist þá er næstum ómögulegt að losna við þá,“ segir hann. Hann segir hættu á að matur geti sýkst af völdum kakkalakk- anna. - ghs Færeyingar órólegir: Hætta á kakka- lakkafaraldri GEORGÍA Tsotne Gamsakhurdia, sonur Zviad Gamsakhurdia fyrrverandi forseta Georgíu, hefur verið handtekinn grunaður um njósnir í þágu Rússa og samsæri gegn georgískum stjórnvöldum. Gamsakhurdia neitar öllum ásökunum. Hann var handtekinn á flugvellinum í Tíblisi í síðustu viku að sögn Georgian Times. Ásakanirnar komu fyrst fram í nóvember í fyrra þegar óeirðalög- reglan í Georgíu leysti upp mótmæli gegn ríkisstjórninni. Svipaðar ásakanir hafa komið fram gagnvart leiðtogum annarra stjórnarandstöðuflokka í Georgíu. - ghs Stjórnvöld í Georgíu: Ásaka forseta- son um landráð VIÐSKIPTI Viðskiptadómstóll í Danmörku lýsti í gær yfir gjaldþroti danska fjárfestingafé- lagsins Stones Invest. Áður hafði verið fallist á greiðslustöðvun félagsins að kröfu íslenska fasteignafélagsins Landic Property. Danska dagblaðið Börsen segir skuldir félagsins nema fjórum milljörðum danskra króna, jafnvirði tæpra 70 milljarða íslenskra. Stones Invest keypti fasteigna- þróunarfélagið Keops Develop- ment seint í maí síðastliðnum. Landic rifti hins vegar kaupsamn- ingi í ágúst vegna vanefnda og hefur krafist þess að fá 2,5 milljónir danskra króna endur- greiddar þar sem ekkert varð af kaupum. - jab Danirnir í djúpu skuldafeni: Stones Invest lýst gjaldþrota ALMA LÍSA Er ósátt við niðurstöðu meirihluta allsherjarnefndar. Þá eiga sjúklingar að geta gengið að vísri heilbrigðis- þjónustu og biðlistar eiga að vera undantekning. ÁSTA MÖLLER FORMAÐUR HEILBRIGÐISNEFNDAR SMURT SKORIÐ Býðst að taka þátt í nýjum hátíðarbrönsi á fimm stjörnu hóteli SS ÁLEGG - GERIR ÞAÐ GOTT BEIKON Á KROSSGÖTUM! Skjálfhentur maður sullaði kaffi á eldhúsborðið – munaði 3 sm. HUNANGSSKINKA Í HÁSKA! Naut lífsins í kotasælunni um helgina. DEKURDAGAR HJÁ LÉTTU KJÚKLINGAÁLEGGI! Fór mikinn á góðgerðarsamkomu ásamt létt majónesi, sal ti og grófu brauði LÉTT PEPPE ÓNÍ LÆ UR GOTT AF SÉR LEIÐA! Kranamaður tárfelldi af gleði yfir nestinu sínu í kaffipásu síðdegis. NA T NAUTAVÖÐVANS! Kom fram á flatbrauði á tangódögum í Sandgerði. P P RÓNÍ Í KRÖPPUM DA I! Þóttist vera venju eg skinka í kaff pásu iðnað r anna á Húsavík. RÖGÐ TT BEIKONSKINKA! Fjölskylda úr Hlíðunum tók með sér nesti í sólarlandaferðina. SPÆ IPYLSA Á SPÁNI! leit áralöngu sambandi v ð flatköku – sást eð gerlausu brauði í innkaupakerru. T HANGI EGG Á LAUSU! Þú getur alltaf treyst á prinsinn Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi • s: 554 7200 Reykjavíkurvegi 68 • 220 Hafnarfirði • s: 5557220 www.hafid.is Fylgist þú með Ólympíuleikum fatlaðra? Já 25% Nei 75% SPURNING DAGSINS Í DAG Telur þú að sameina ætti sveit- arfélög á Vestfjörðum í eitt? Segðu skoðun þína á visir.is SVISS, AP Fagnaðarlæti brutust út í gær meðal vís- indamanna í öreindarannsóknastöðinni CERN í Sviss þegar ljóst var að fyrsta tilraunin hafði tekist eins og til var ætlast. Klukkan 8.26 að íslenskum tíma höfðu fyrstu rót- eindirnar farið hring réttsælis eftir 27 kílómetra löngu neðanjarðarröri, og fimm stundum síðar hafði róteindum einnig verið skotið rangsælis eftir rör- inu. Á næstu vikum og mánuðum verða svo gerðar til- raunir með að láta öreindirnar rekast á svo líkja megi eftir aðstæðum við upphaf heimsins, sekúndu- brotum eftir Miklahvell. Vísindamenn eru sann- færðir um, að þær upplýsingar sem fást úr þessum tilraunum, muni innan fárra ára leiða af sér nýja byltingu í eðlisfræði. Víða um heim hafa komist á kreik sögur um að til- raunirnar í Sviss geti orðið upphafið að endalokum mannkynsins. Úr árekstrum öreindanna verði til svarthol sem hratt og örugglega muni tortíma jörð- inni. „Þetta er þvæla,“ sagði James Gilles, fjölmiðla- fulltrúi CERN. Það hættulegasta, sem gerst gæti, sé að öreindir á næstum því ljóshraða fari út af spor- inu, en áhrifin yrðu aldrei meiri en þau að hraðallinn skemmdist. Sem væri vissulega nógu slæmt, en þó enginn heimsendir. - gb Fyrstu tilraunirnar í stóra öreindahraðlinum í Sviss gengu vel: Eiga von á nýrri byltingu FYRSTU TILRAUNIRNAR Vísindamenn í öreindarannsókna- stöðinni CERN í Sviss fylgdust spenntir með framgangi fyrstu tilraunanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.