Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 10
 11. september 2008 FIMMTUDAGUR STJÓRNMÁL „Kristinn tók þá ákvörðun á sínum tíma að fara gegn varaformanninum í þessari umræðu. Hann heldur því áfram og það er eðlilegt að varaformað- urinn bregðist við.“ Þetta segir Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, um skrif Kristins H. Gunnarsson- ar þingflokksformanns og við- brögð Magnúsar Þórs Hafsteins- sonar varaformanns við þeim. Í pistli á síðu sinni bauð Krist- inn nýkomna palestínska flótta- menn velkomna og fór um leið nokkrum orðum um skyldur stjórnmálamanna í málefnum inn- flytjenda. Með því skaut hann föstum skotum á Magnús Þór sem svaraði fyrir sig í Fréttablaðinu í gær. Sagði hann skrifin byggjast á fáfræði og fordómum og að ekki kæmi á óvart að Kristinn kæmi í bakið á samherjum sínum. Jón Magnússon segir Kristin stöðugt leita að ágreiningsefnum og að slíkt sé ekki til að styrkja Frjálslynda flokkinn. Spurður hvort líklegt sé að komi til ein- hvers konar uppgjörs í flokknum vegna þessa segir Jón að í stjórn- málum komi stöðugt til uppgjöra með einum eða öðrum hætti. Guðjón A. Kristjánsson formað- ur sagðist í Fréttablaðinu ætla að reyna að miðla málum í deilu Kristins og Magnúsar. „Það væri ánægjulegt ef hann gerði það,“ sagði Jón Magnússon. „Auðvitað bjóðum við fólk vel- komið,“ segir Grétar Mar Jónsson þingmaður sem kveðst ekki skilja það mat Magnúsar að fordómar felist í skrifum Kristins. Hins vegar þurfi að halda til haga að andstaða Magnúsar við komu flóttamanna til Akraness á sínum tíma hafi byggst á áhyggjum af heimafólki sem ætti í félagsleg- um vandræðum. „Auðvitað þarf að hugsa um það,“ segir hann. Grétar segir slæmt fyrir flokk- inn að varaformaður hans og þing- flokksformaður deili, samstaða og samhugur séu hans sterkustu vopn. Á þriðjudag hvatti stjórn Félags Frjálslynda flokksins í Eyjafirði Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmann, til að gefa kost á sér í embætti formanns á landsfundi í janúar. Grétari hugnast hugmyndin illa. „Mér líst ekkert á Sigurjón. Við erum með frábæran formann og það er engin ástæða til að hrinda honum af stalli.“ bjorn@frettabladid.is Segir Kristin H. leita að ágreiningsefnum Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir eðlilegt að Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður svari Kristni H. Gunnarssyni þingflokksformanni. Kristinn hafi ákveðið að fara gegn Magnúsi í umræðum um innflytjendur. JÓN MAGNÚSSON MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON KRISTINN H. GUNNARSSON GRÉTAR MAR JÓNSSON 36% afsláttur Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Akureyri - Höfn - Grindavík Helgarveisla! TILBOÐIN GILDA 11. - 14. SEPTEMBER w w w .m ar kh on nu n. is 40% afsláttur DÖNSK OFNSTEIK 1.199 kr/kg 1.989 kr/kg FRAMHRYGGJASNEIÐAR FROSNAR 489 kr/kg LAMBALÆRI FROSIÐ 899 kr/kg FERSKUR KJÚKLINGUR HEILL 499 kr/kg 782 kr/kg • Orkuveita Reykjavíkur hlaut umhverfisverðlaun Umhverfisráðuneytisins 2005. www.or.is Orkuveita Reykjavíkur auglýsir styrk til konu sem stundar eða hyggst hefja nám í einum af eftirfarandi greinum: Vélfræði (vélstjórnun), rafvirkjun, vélvirkjun, múraraiðn eða pípu- lögnum. Styrkurinn verður veittur í september og verður það auglýst á vef OR þegar nær dregur. Umsóknum, með upplýsingum um náms- og starfsferil ásamt staðfestingu á skráningu í nám, ber að skila með rafrænum hætti á vef Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is fyrir 19. september. ÍS L E N S K A S IA .I S O R K 4 36 21 0 9. 2 0 0 8 Styrkur til iðnnáms eða vélfræði (vélstjórnun)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.