Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 11. september 2008 13 MOSFELLSBÆR Gunnlaugur Ólafs- son, formaður Varmársamtakanna, segir alrangt hjá Karli Tómassyni, oddvita Vg í Mosfellsbæ, að umæða um lagningu Helgafellsvegar hafi farið úr böndunum. Karl fullyrti svo í Fréttablaðinu á mánudag. „Vandinn var frekar sá að bæj- arfélagið opnaði ekki nægilega á umræðuna og þáttöku almennings í skipulagsmálum. Nú fáum við öll tækifæri til að vanda til málsmeð- ferðar varðandi Tunguveg, en hann er í skipulagsferli. Það er næsta stóra umræðan um náttúruverndarmál hér í Mosfells- bæ. Varmárósum er ógnað með þeim vegi. Karl ætti frekar að taka þátt í efnislegri umræðu en að vera með útúrsnúninga um Sigur Rós og skurðgröfur,“ segir Gunn- laugur. Þá segir Gunnlaugur misskiln- ings gæta varðandi umfjöllun um göngustíg. „Málið snerist aldrei um hvort stígurinn væri malbikað- ur eða stráður kurli eða möl. Um er að ræða upphækkaðan göngu- stíg meðfram Varmá sem er allt of breiður og mikið uppbyggður og er gríðarlega áberandi. Þá stendur hann núna hálfkaraður.“ Gunnlaugur segir afstöðu Karls hafa verið vonbrigði. „Það voru vonbrigði fyrir Varmársamtökin að fulltrúi Vg í bæjarstjórn skyldi stilla sér upp með hagsmunum verktaka, en ekki útivistar og nátt- úru.“ - kóp Formaður Varmársamtakanna mótmælir oddvita Vinstri grænna í Mosfellsbæ: Segir Karl ekki þora í umræðuna GUNNLAUGUR Segir oddvita umhverf- isflokksins í Mosfellsbæ eiga að standa vörð um náttúruna. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi handtók á mánudaginn karlmann vegna gruns um þjófnað. Við húsleit heima hjá manninum fannst þýfi og við yfirheyrslur viðurkenndi maðurinn að hafa stolið vörum úr verslunum Byko og Bónuss á Selfossi. Þá viðurkenndi maðurinn einnig að hafa reynt að stela tanki með hráolíu úr sumarbú- staðabyggð í Grímsnesi en eigandi tanksins stöðvaði manninn þar sem hann ók með tankinn aftan í bíl sínum. Verðmæti þýfisins er áætlað rúmlega hálf milljón króna. - ovd Stórtækur þjófur á Selfossi: Stal vörum úr Byko og Bónus STJÓRNMÁL Nefnd innan Fram- sóknarflokksins er að leggja lokahönd á skýrslu um valkosti Íslands í peningamálum. Guðni Ágústsson formaður segir nefndina – sem starfað hefur síðan í vor – hafa skoðað stöðu krónunnar, metið framtíð- ina og hvað henti Íslendingum. Leitað hafi verið til færustu sérfræðinga og upplýsinga aflað innan lands og utan. „Það er mikilvægt að leggjast yfir svona verkefni,“ segir Guðni sem telur útgáfu skýrsl- unnar marka viss tímamót. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, fyrrverandi þingmaður Fram- sóknarflokksins, hefur farið fyrir nefndinni sem hugsanlega lýkur störfum í næstu viku. - bþs Framsóknarflokkurinn: Metur kostina í peningamálum STJÓRNMÁL Þar sem ljóst er að þrjú frumvörp umhverfisráð- herra um skipulags- og bygg- ingamál verða ekki að lögum á septemberþingi, segist Þórunn Sveinbjarnar- dóttir umhverf- isráðherra ætla að leggjast undir feld og íhuga stöðu málanna. „Ég tek mér tíma út mánuðinn í þetta og menn verða bara að bíða fram á næsta þing,“ segir hún í samtali við vef Samfylkingarinnar. Ákvæði um landsskipulag í frumvarpi til skipulagslaga stóð í ýmsum, meðal annars sjálf- stæðismönnum og Sambandi sveitarfélaga. Segist Þórunn telja andstöðu sveitarstjórnarmanna sprottna af misskilningi auk þess sem hún litist af brokkgengum samskiptum ríkis og sveitarfé- laga í gegnum tíðina. - bþs Skipulagslög óbreytt um sinn: Þórunn leggst undir feld ÞÓRUNN SVEIN- BJARNARDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við fjölgun innbrota í bifreiðar að undanförnu. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að líkt og jafnan á haustin, hafi nokkuð verið um þjófnaði og innbrot í bifreiðar og úr þeim stolið verðmætum. Fartölvur, myndavélar og töskur er meðal þess sem stolið hefur verið. Af því tilefni telur lögreglan rétt að minna bifreiðaeigendur og umráðamenn bifreiða á að skilja slík verðmæti ekki eftir sýnileg í ökutækjunum. - ovd Verðmæti ekki höfð sýnileg: Innbrotum í bíla fjölgar DÓMSMÁL Tveir reykvískir menn um tvítugt hafa verið ákærðir fyrir að stela gjafakorti og nota það til innkaupa. Annar maðurinn er ákærður fyrir brot og þjófnað í opinberu starfi. Hann er sakaður um að hafa rifið heimildarlaust upp ábyrgðarbréf í póstinum sem rekstrarfélag hafði sent öðrum viðtakanda. Úr því hafi hann tekið ófrjálsri hendi gjafakort að fjárhæð kr. 12.000. Hann keypti fyrir gjafakortið íþróttabuxur, gos og tölvuleik. Hinn maðurinn fékk svo gjafakortið í sínar hendur og notaði það einnig til innkaupa. - jss Þjófnaður í opinberu starfi: Stal gjafakorti í póstsendingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.