Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 22
22 11. september 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 419 3.968 -1,07% Velta: 4.948 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,50 +0,00% ... Atorka 4,75 +0,00% ... Bakkavör 25,00 -2,72% ... Eimskipafélagið 10,25 +8,47% ... Exista 6,48 -3,57% ... Glitnir 14,00 -1,27% ... Icelandair Group 20,45 +0,49% ... Kaupþing 692,00 -0,58% ... Landsbankinn 21,90 -1,79% ... Marel Food Systems 85,00 +0,71% ... SPRON 3,21 -2,73% ... Straumur-Burðarás 8,48 -0,24% ... Össur 94,00 -0,32% MESTA HÆKKUN EIMSKIPAFÉLAGIÐ +8,47% MAREL FOOD SYST. +0,71% ICELANDAIR +0,49% MESTA LÆKKUN EXISTA -3,57% SPRON -2,73% BAKKAVÖR -2,72 Í dag eru sjö ár síðan hryðjuverkamenn rændu fjórum far- þegaþotum og flugu tveimur þeirra á Tvíburaturnana í New York í Banda- ríkjunum. Talið er að tæplega þrjú þús- und manns hafi lát- ist í árásunum. Hryðjuverkin höfðu gríðarlegar afleiðingar í för með sér. Hlutabréfa- mörkuðum vestan- hafs var lokað í viku. Þegar viðskipti hóf- ust aftur mánudag- inn 17. september féll Dow Jones-vísitalan um 7,1 prósent. Fall hennar nam 14 pró- sentum þegar yfir lauk. Gengi bréfa í hótelum og flugfé- lögum lækkaði mest. Áhrifin smituðu út frá sér á alþjóð- lega markaði. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni, þá Verðbréfaþingi Íslands, féll um 2,63 prósent og endaði hún í 1.027 stigum. Gengi Flug- leiða féll um 10,9 prósent. Mest voru viðskipti með bréf Eimskipafélagsins þennan örlagaríka dag, eða upp á 125 milljónir króna. - jab Sjö ár frá árásinni á Tvíburaturnana TURNARNIR HRYNJA Ábyrgð Eimskipafélagsins vegna láns Landsbankans til XL er hærri en sem nemur markaðsvirði félagsins. Björgólfsfeðgar ætla að taka ábyrgðina yfir falli hún á Eimskip. Þeir tengjast mál- inu með ýmsum hætti. Markaðsvirði Eimskipafélagsins er minna en sem nemur ábyrgð félagsins fyrir XL Leisure Group. Við lokun markaða í gær var markaðsvirði Eimskips tæplega 18,4 milljarðar króna.. Ábyrgðin nemur hins vegar 280 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur um 25,5 milljörðum íslenskra króna, miðað við gengi dalsins í gær. Falli hún á Eimskip ætla Björ- gólfsfeðgar og félagar þeirra að kaupa kröfuna, það er ábyrgðina, og fresta gjalddaga hennar. Komið hefur til tals að ábyrgð- inni verði breytt í hlutafé í Eim- skipafélaginu, eftir því sem Mark- aðurinn kemst næst. Stjórnendur XL hafa árangurs- laust reynt að endurfjármagna félagið. Þeir munu hafa rætt við Barclays banka og Straum-Burða- rás. Stjórn Eimskips telur auknar líkur á að ábyrgðin falli á félagið. Eigið fé Eimskips nam tæplega 288 milljónum evra, eða sem nemur um 37 milljörðum króna, um mitt árið. Björgólfsfeðgar ætla að leggja til 207 milljónir evra vegna ábyrgð- arinnar, 26,6 milljarða króna; hátt í þrír fjórðu af eigin fé Eimskips hafa því verið bundnir ábyrgðinni. Landsbankinn lánaði stjórnend- um XL fyrir kaupunum á sínum tíma. Heimildarmenn Markaðarins segja að aðgerðir Björgólfsfeðga virðist eiga að koma í veg fyrir að Landsbankinn tapi á láninu til stjórnenda XL. Það geti haft ýmsar afleiðingar, þyrfti banki að afskrifa milljarða hjá einum skuldara. Björgólfsfeðgar eiga ráðandi hlut í Eimskipafélaginu, Lands- bankanum og Straumi-Burðarási. Landsbankinn lánaði fyrir XL og Eimskip ábyrgðist lánið, þar til feðgarnir tóku sjálfir við. Þá er XL helsti stuðningsaðili knattspyrnufélagsins West Ham. Þar er Björgólfur Guðmundsson stjórnarformaður. Verð á hlutabréfum í Eimskipa- félaginu hríðféll fyrr í vikunni en hækkaði í gær eftir að feðgarnir tóku við ábyrgðinni. Kauphöllin stöðvaði viðskipti með hlutabréf í Eimskipafélaginu í fyrradag, vegna þess að einhverjir kynnu að hafa vitað meira en aðrir um stöðu mála. Samkvæmt heim- ildum Markaðarins hefur Fjár- málaeftirlitinu verið bent á það. ingimar@markadurinn.is Markaðsvirði Eimskips minna en XL ábyrgðin TÍMI TIL AÐ FAGNA? Björgólfsfeðgar ábyrgjast lán Landsbankans til XL í stað Eimskipafélagsins. XL auglýsir á búningum West Ham. Björgólfur Guðmundsson stýrir bæði bankanum og knattspyrnufélaginu. Feðgarnir eiga ráðandi hlut í Eimskipafélaginu. 20. febrúar 2004 - Air Atlanta kaupir 40,5 prósent í Excel Airways. Kaup- verð nam 29,9 milljónum punda, 3,8 milljörðum króna að þávirði. 15. október 2004 - Avion Group tekur til starfa. Í Avion Group eru Air Atlanta Icelandic, Íslandsflug, Air Atlanta Europe og Excel Airways. 10. apríl 2006 - Excel Airways kaupir breska ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í ferðum til Grikklands. 10. júlí 2006 - Stjórnendaskipti hjá Excel Airways. Magnús Steph en- sen tekur við forstjórastólnum í september. 5. september 2006 - Magnús Þorsteinsson, starfandi stjórnar- formaður Avion Group, sest í stól stjórnarformanns hjá Excel. 30. október 2006 - Avion Group selur XL Leisure Group. Bókfærður hagnaður fyrir skatta nam 7,3 millj- örðum. Avion Group tekur á sig bakábyrgð vegna kaupanna upp á 280 milljónir dala. Ábyrgðin gilti til 1. mars á þessu ári. STIKLAÐ Á STÓRU Ný lög um leikskóla, grunnskóla, fram- haldsskóla og menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda skapa nýja umgjörð um skólastarf hér á landi. Framundan er mikilvægt starf við að móta áherslur í framkvæmd nýrrar menntastefnu og hvetur menntamála- ráðuneytið alla til að leggja þar sitt af mörkum. Þátttaka er ókeypis og öllum opin en óskað er eftir að þátttakendur skrái sig á vefsíðunni www.nymenntastefna.is. Þar er einnig að finna frekari upplýsing- ar um Menntaþingið og kynningarfundi haustsins. www.nymenntastefna.is NÝ MENNTASTEFNA - NÁM ALLA ÆVI HVAÐA TÆKIFÆRI FELAST Í NÝRRI MENNTASTEFNU? Þátttaka í Menntaþinginu er ókeypis. Skráningu og frekari upplýsingar má finna á www.nymenntastefna.is 8:30 - 9:00 Móttaka ráðstefnugesta 9:00 - 9:50 Ný menntastefna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra Umræður 9:50 - 10:10 Kaffi 10:10 - 11:10 Hlutverk kennarans á 21. öldinni - Catherine Lewis Umræður 11:10 - 11:25 Kaffi 11:25 - 12:20 Framkvæmd nýrrar menntastefnu Málstofur 12:20 - 13:00 Hádegisverðarhlé 13:00 - 14:05 Ný menntastefna í alþjóðlegu samhengi - Jens Bjornavold Umræður 14:05 - 14:30 Kaffi 14:30 - 15:30 Málstofur 15:30 - 16:00 Ráðstefnuslit - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra 16:00 - 16:30 Léttar veitingar DAGSKRÁ MENNTAÞING 12. SEPTEMBER Í HÁSKÓLABÍÓI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.