Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 24
24 11. september 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Fáar spurningar hafa verið lagðar jafnoft fyrir mig að undanförnu hvar sem ég kem. Danir spyrja: hvaðan komu peningarnir, sem gerðu Íslending- um kleift að kaupa hvert fyrir- tækið á fætur öðru í Danmörku? – Magasin du Nord, Illum, Hotel d‘Angleterre. Finnar spyrja: hvaðan komu peningarnir til að kaupa stóran hlut í Finnair? Bandaríkjamenn spyrja: hvaðan komu peningarnir til að kaupa níu prósenta hlut í American Airlines, stærsta flugfélagi heims í vélum talið (nærri þúsund vélar)? Bretar spurðu sömu spurningar. Ritstjóri Financial Times velti spurning- unni fyrir sér í blaði sínu. Erlendir seðlabankastjórar hafa spurt mig um sama. Út á krít Svarið, sem ég hef getað gefið hingað til, er þetta: Greiðslujafn- aðarbókhald Seðlabanka Íslands fylgir alþjóðlegum reglum og stöðlum og virðist gefa nokkurn veginn rétta mynd af raunveru- leikanum. Bókhaldið sýnir, að Íslendingar keyptu fyrirtæki fyrir erlent lánsfé, það er út á krít, og sumpart fyrir söluhagnað af fyrri viðskiptum og myndar- lega ávöxtun erlends hlutafjár. Viðskiptabankarnir höfðu milligöngu um vænan hluta þessara viðskipta og uxu svo hratt, að eignir þeirra urðu á skömmum tíma mun meiri í hlutfalli við landsframleiðslu hér heima en jafnvel í Sviss, rótgró- inni fjármálamiðstöð, þar sem hlutfallið er næsthæst í heimi. Það er að vísu álitamál, hvort innlend landsframleiðsla er eðlileg viðmiðun, þar eð bankarn- ir sækja um helming tekna sinna til útlanda. Hvað um það, yfirlit Seðlabank- ans hafa sýnt, að viðskiptahallinn – innflutningur á vörum og þjónustu langt umfram útflutn- ingstekjur – hefur verið brúaður með erlendri lántöku, einkum með lántöku bankanna til skamms tíma, langt umfram erlenda eignasöfnun. Bókhaldið virtist stemma. Ofmetnar eignir? Tölur Seðlabankans sýna, að tekjur Íslendinga af ávöxtun erlends hlutafjár tífölduðust frá 2004 til 2007. Seðlabankinn hefur samt verið gagnrýndur fyrir að ýkja viðskiptahallann með því að vanmeta eignamyndun Íslendinga í útlöndum og þá um leið tekjur af þessum eignum. Það er þekkt fyrirbrigði í bankaviðskiptum, að þeir, sem kaupa eignir erlendis, geta haft hag af að ofmeta eignirnar til að geta þá tekið enn meiri lán en ella með ofmetnar eignir að veði, einkum þegar mikið af ódýru lánsfé er í boði. Erlendar skuldir eru á hinn bóginn auðmetnar, því að lánardrottnar hafa hag af að halda útistandandi skuldum til haga; rísi vafi, dugir að spyrja þá. Jafnvel þótt Seðlabankinn kunni að hafa vanmetið erlendar eignir Íslendinga og tekjur af þeim, má grunur um slíkt vanmat ekki byrgja mönnum sýn á þá grafal- varlegu stöðu, sem upp er komin í íslenzku efnahagslífi. Seðlabankinn verður að geta svarað Undangengin ár hafa yfirlit Seðlabankans um greiðslujöfnuð sýnt, hvernig innstreymi erlends lánsfjár hefur brúað bilið milli innflutnings og útflutnings og milli skuldasöfnunar erlendis og eignamyndunar. Nú bregður allt í einu svo við, að talsvert inn- streymi lánsfjár í gegn um viðskiptabankana á fyrsta ársfjórðungi snýst upp í gríðar- legt útstreymi á öðrum ársfjórð- ungi. Með öðrum orðum: við- skiptahallinn er enn sem fyrr mikill að vexti, en Seðlabankinn getur nú ekki lengur gert grein fyrir fjármögnun hans. Ef erlent lánsfé er hætt að brúa bilið, hvað kom í staðinn? Gjaldeyrisforði Seðlabankans rýrnaði verulega á öðrum ársfjórðungi, en rýrnun hans fyllir þó aðeins lítinn hluta eyðunnar. Af þessu leiðir, að liðurinn „skekkjur og vantalið“ í yfirliti Seðlabankans er nú jafnmikill gervöllum innflutningi á vörum og þjónustu þessa þrjá mánuði apríl, maí og júní 2008. Svo stór glufa hefur mér vitan- lega aldrei áður myndazt í yfirliti nokkurs seðlabanka á byggðu bóli um stöðu þjóðarbúsins gagnvart umheiminum. Það er makalaust og með ólíkindum, að Seðlabank- inn skuli láta slíkar tölur frá sér fara, enda eru þær til þess fallnar að grafa undan tiltrú á íslenzku efnahagslífi við erfiðar aðstæður. Bankanum stoðar ekki að skella skuldinni á fyrirtæki og banka, sem telja gjaldeyrisviðskipti sín ekki rétt fram eða tímanlega. Bankastjórninni er ekki heldur sæmandi að vísa málinu til undirmanna í bankanum. Seðlabankinn verður að geta svarað spurningunni: hvaðan koma peningarnir? Hvaðan koma peningarnir? Í DAG | Seðlabankinn ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Drífa Snædal skrifar um nálgunar- bann Ef vilji er fyrir hendi hjá meirihluta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er hægt að bæta stöðu kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi umtalsvert áður en þingi lýkur á föstudag. Fyrir fimm árum síðan lagði Kolbrún Halldórsdóttir í fyrsta sinn fram frum- varp um brottvísun og heimsóknarbann að fyrirmynd austurrískra laga. Töluverðar umræður fóru þá fram um lögin og félagasamtök rómuðu frumvarpið sem skref í átt að auknu öryggi kvenna á heimilum. Með frumvarpinu var lagt til úrræði til að vernda þá sem verða fyrir ofbeldi með því að fjarlægja ofbeldismenn af heimilinu og banna heimsóknir á heimilið og nánasta umhverfi þess í tíu daga til þrjá mánuði. Lögreglan fengi vald til að koma á þessu tímabundna nálgunarbanni. Þrátt fyrir jákvæðar umsagnir og góðar ábend- ingar sem tekið var tillit til við áframhaldandi vinnslu frumvarpsins hefur það ekki enn fengist samþykkt. Síðast var það flutt árið 2006 sem sjálf- stætt frumvarp og í fyrra var málinu vísað til ríkisstjórnarinnar. Síðan hefur ekkert gerst. Frumvarpið hefur verið í fimm ár til umfjöllunar hjá stjórnvöldum en niðurstaðan er sú að engra breytinga er að vænta af hálfu rík- isstjórnarinnar. Ég er ekki viss um að þær konur hverra öryggi er ógnað dag hvern og fylla þröngt húsnæði Kvennaathvarfs- ins á meðan ofbeldismennirnir geta um frjálst höfuð strokið séu sammála þessu. Né þær konur sem hafa nægan styrk til að sækja um nálgunarbann og fá höfnun frá dómstólum af því það er „of íþyngjandi“ fyrir ofbeldismennina að mega ekki halda áfram að beita ofbeldi. Nú liggur tæknilegt frumvarp dómsmálaráð- herra fyrir þinginu og Kolbrún Halldórsdóttir leggur til austurrísku leiðina í breytingatillögu við það frumvarp. Enn og aftur fær þingið tæki- færi til að leiða austurrísku leiðina í lög hér á landi. Málið hefur verið til umfjöllunar í fimm ár og tæknilegar afsakanir ekki lengur teknar til greina. Höfundur er framkvæmdastýra. Fimm ára þrautaganga DRÍFA SNÆDAL Fjötrar Agnesar? Það verður seint sagt um Árna John- sen að hann sé fastur í klisjunum, eins og aflátsbréfið sem hann sendi Agnesi Bragadóttur blaðamanni í fyrradag er vitni um. Þingmaðurinn kynnti þar til sögunnar hvorki fleiri né færri en þrjú nýyrði: linfrómur, skíthroði og munnhálka. Sjálfsagt vonast hann til að þessi orðsins völundarsmíð nægi til að beisla vélbyssukjaftinn Agn- esi fyrir fullt og allt. Deila þeirra skötuhjúa er farin að draga dám af frásögn- um úr goðafræðinni, æsirnir þurftu jú líka þrjá fjötra til að binda Fenrisúlf; Læðing, Dróma og Gleipni. Vonandi þarf Árni þó ekki að fórna handleggnum áður en hann nær taumhaldi á sínum vargi. Sjálfkjörið í Heimdalli Talandi um goðafræðina. Aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, verður haldinn í kvöld, þar sem nýr formaður og stjórn verða kjörin. Einn býður sig fram til formanns og ellefu til stjórnarsetu, sem þýðir að ný stjórn verður sjálfkjörin. Það er af sem áður var þegar Geirs- og Davíðsarmur ungliðahreyfingar- innar tókust á um Heimdall, stundum hat- rammlega. BSRBVG Sigurður Kári Kristjánsson alþing- ismaður hefur tekið eftir merkilega miklum samhljómi í málflutningi Vinstri grænna og Bandalags starfs- manna ríkis og bæja. Þingflokks- formaður VG og formaður BSRB eru einn og sami maðurinn, Ögmundur Jónasson. Segir Sigurður Kári að sér misbjóði hvernig Ögmundur hafi markvisst beitt BSRB í þágu stjórn- málabaráttu VG og segist ekki trúa að félagsmenn í BSRB sem ekki fylgja VG að málum sætti við það. Það má vera rétt hjá Sigurði Kára, en að hinu er að gá að frá þeim hefur þó hvorki heyrst hósti né stuna hingað til. bergsteinn@frettabladid.is í Norð-Austur kjördæmi Framsöguerindi ytja: Erna Bjarnadór hagfræðingur Bændasamtaka Íslands Jón Þór Sturluson hagfræðingur og aðstoðarm. Viðskiptaráðherra Reinhard Reynisson framkvstj. Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga Smári Geirsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð Ingibjörg Sólrún Gísladór utanríkisráðherra ávarpar málþingið og Svanfríður Jónasdór bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð stýrir umræðum. Evrópusambandið & landsbyggðin Málþing um áhrif aðildar að Evrópusambandinu á hinar dreifðu byggðir landsins fer fram á Fosshótel Húsavík, Laugardaginn 13. september klukkan 14:00. Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Þ að er út af fyrir sig gleðiefni að nú glittir í að reglur um skráningu eigna þingmanna líti dagsins ljós. Svo virðist þó sem reglur þessar verði í nokkru skötulíki þegar upp verður staðið. Í reglunum er gert ráð fyrir að þingmenn gefi upp eignir sínar. Sömuleiðis er gert ráð fyrir að eignir maka verði gefnar upp, telji hjón fram saman til skatts. Hins vegar virðast reglurnar ekki taka til skulda þingmanna, né heldur er gert ráð fyrir að þeir greini frá hagsmunatengslum, svo sem stjórnarsetu í fyrirtækjum. Þetta eru of miklir gallar til að við verði unað. Það sem einnig stingur í augun er að svo virðist sem gert sé ráð fyrir að reglurnar verði valkvæðar, þ.e. að hverjum og einum þingmanni verði í raun í sjálfsvald sett hvort hann gefi yfir höfuð upp eignir sínar eða ekki. Ef þetta er raunin er ekki annað hægt en að spyrja hinnar augljósu spurningar: Við hvað eru menn hrædd- ir? Og til hvers að setja reglur um hluti sem hver og einn sóma- kær þingmaður ætti að geta gert kjósendum sínum grein fyrir með glöðu geði, ef þær skylda ekki þingmennina til þess arna? Vitanlega má gera ráð fyrir að reglurnar skapi ákveðinn þrýst- ing þannig að ef þingmenn skorist undan að gefa upp um eigna- tengsl sín þá sé líklegt að þeir hafi eitthvað að fela. Það breyt- ir því ekki að langeðlilegast væri að þeim sem kjörnir eru til að gegna trúnaðarstörfum sé skylt að gefa upp um eignatengsl sín, hagsmunatengsl, skuldir og skuldunauta. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Fram- sóknarflokks hafa þegar riðið á vaðið og birt upplýsingar um eignir sínar og tengsl. Þetta er til eftirbreytni og í raun ættu aðrir þingmenn að taka framsóknarmenn og Vinstri græna sér til fyrir- myndar strax og bíða ekki eftir að reglurnar verði settar. Það ætti að vera sjálfsagður réttur kjósenda að vita um hags- munatengsl þess fólks sem það kýs til setu á Alþingi. Í raun ættu sambærilegar reglur að ná til allra kjörinna fulltrúa, sveitar- stjórnarmanna og forseta Íslands. Það verður þó að segjast að það er galli við reglurnar að skuldir þingmannanna skuli ekki eiga að vera uppi á borðinu, eins og eign- ir. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur bent á að prófkjörsbarátta verðandi þingmanna verði stöðugt dýrari og nemi jafnvel nokkrum milljónum. Því sé nauðsynlegt að kjósend- ur viti hverjir bakhjarlar þingmannanna séu. Hagsmunatengsl svo sem stjórnarseta í fyrirtækjum hlýtur einnig að þurfa að vera uppi á borðinu. Ljóst er að slík tengsl hafa í sumum tilvikum ekki minna að segja en bein eignatengsl. Rök sem snúa að því að um einkamál þingmannanna sé að ræða halda ekki. Kjörnir fulltrúar verða að standa skil á þessum hlut- um gagnvart kjósendum sínum. Þegar upp er staðið hlýtur krafan að vera að settar verði bind- andi reglur um að eignir, skuldir og hagsmunatengsl kjörinna fulltrúa verði settar. Hér verður allt að vera uppi á borðinu. Erfitt er að koma auga á rök gegn því, nema að menn hafi raunverulega eitthvað að fela. Reglur um skráningu eigna þingmanna í sjónmáli. Við hvað eru menn hræddir? STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.