Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 28
Vetrarlínan er hlýleg eins og sjá má á þessum prjónakjól og inniskóm í stíl. „Kammakarlo er hugarfóstur dönsku móðurinnar Christinu Hans- son, sem fannst sárvanta klassísk, falleg og þægileg barnaföt úr gæða- efnum á sín eigin börn. Hún lét því til skarar skríða og hóf hönnun á barnalínu með það fyrir augum að börnum liði vel í fötunum og for- eldrum liði vel með að klæða börn sín í þau. Kammakarlo sló strax í gegn, en fyrirtækið reka þau hjón á bóndabæ sínum í Kokkedal, þar sem sýningarsalur er í hlöðu heima í túni,“ segir Dagmar Blöndal, versl- unarkona í Kammakarlo Copenhagen, um barna- merkið sem er viðlíka virt hönnun í Danaveldi og Polarn og Pyret er í Svíþjóð. „Dönsku og norsku kon- ungsfjölskyldurnar klæða prinsa sína og prinsessur í Kammakarlo, en Mary krónprins- essa er sérstaklega heilluð af merkinu. Á flestum myndum sem birtast af dönsku kóngabörnunum eru þau íklædd Kammakarlo, sem og þau norsku, meðal annars á skíðum í úti- fatnaði frá Kamma- karlo. Þetta hefur vakið athygli því merkið er frem- ur nýtt af nálinni og kóngafólkið vandlátt á klæðnað barna sinna,“ segir Dag- mar, sem selur barnaföt, skó og fylgihluti fyrir börn frá 0 til 10 ára. Kammakarlo Copenhagen er í Bæjarlind 12. Sjá nánar á www. kammakarlo.is. thordis@frettabladid.is Konungleg klæði barna Íslenskir krakkar geta nú notið þess að klæðast klassískum, fallegum og vönduðum fatnaði sem dönsku og norsku konungsfjölskyldurnar klæða sína prinsa og prinsessur í. Systurnar Guðrún og Dagmar Blöndal í yndislegri sérvöruverslun, Kammakarlo Cop- enhagen, sem opnaði nýlega í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LÍFSTYKKI FYRIR KARLMENN gætu orðið vinsæl á næst- unni. Karlfyrirsætan Clint Catalyst sást að minnsta kosti nýlega i sér- hönnuðu lífstykki eftir tískuhönnuðinn Simone frá Exquisite Restraint í tökum á tónlistarmyndbandi rapparans Johnny Dangerous. Hnésokkar koma sterkir inn í haust. Fyrir utan að vera bæði sexí og töff henta þeir vel í hráslagalegu veðrinu. Slíkir sokkar fást meðal annars í versl- uninni Systrunum og Kron Kron. Fáðu ferskar íþróttafréttir á hverjum morgni Fréttablaðið stendur vaktina á hverju kvöldi – líka á laugardögum. Þannig færum við þér nýjustu úrslitin og staðgóða umfjöllun á morgunverðarborðið hvern einasta morgun.* *Sunnudagsútgáfa Morgunblaðsins er prentuð á laugardegi áður en íþróttaúrslit dagsins liggja fyrir og 24 stundir koma hvorki út á sunnudögum né mánudögum. Auk þess fara 24 stundir í prentun aðra daga áður en íþróttaleikjum kvöldsins er lokið. Fréttablaðið er eina dagblaðið sem færir þér ferskar íþróttafréttir alla morgna vikunnar, líka á sunnudögum. Allt sem þú þarft – alla daga NÝTT Fáðu fæturna mjúka og fína á 2 vikum með Flextiol Útsölustaðir: Fótaaðgerðastofurnar og Snyrtistofurnar Eygló, Paradís, Líf, Jóna og Aníta Vestmannaeyjum, Ásdísar í GB. Spar, Þín verslun Kópavogi, Fjarðarkaup HFJ og Lipurtá, Lyfja, Fótaaðgerðastofa Reykjavíkur. Fæst í apótekum, fótaaðgerðastofum, snyrtistofum og öðrum verslunum. Mörkinni 6, Símí 588-5518 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.