Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 34
Í amstri dagsins er ekki ama- legt ef einhver í fjölskyldunni kann að nudda úr mannskapn- um stressið en það er hægt að læra hjá Gufubaðsstofu Jónasar. Hjá Gufubaðsstofu Jónasar verð- ur í vetur boðið upp átján kennslu- stunda námskeið í svæðanuddi annars vegar og vöðvanuddi hins vegar og eru námskeiðin tilvalin fyrir þá sem vilja læra að nudda sína nánustu. Gunnar L. Friðriksson, eigandi Gufubaðsstofunnar, segir nám- skeiðin hafa verið í boði undanfar- in ár en að í ár verði auk þess boðið upp á framhaldsnámskeið fyrir þá sem vilji bæta enn frekar við kunnáttu sína. Hann segir marga hafa áhuga á nuddi en að oft skorti fólk sjálfstraust og þekkingu til að hefjast handa. Á svæðanuddnámskeiðinu er farið inn á öll kerfi líkamans í gegnum iljar, rist og ökkla, auk þess sem nemendum er kynnt hug- myndafræði og saga svæðanudds- ins. „Kennslan fer þannig fram að ég sýni handtökin og síðan taka nemendurnir við og nudda hver annan. Í fyrsta tímanum nudda þeir iljar, í næsta iljar og rist og síðan iljar, rist og ökkla en lær- dómurinn verður dýpri við endur- tekninguna,“ segir Gunnar. „Þá er mikilvægt að nemendurnir haldi sér við og æfi sig á milli tíma til að ná góðum tökum á aðferðunum.“ Í vöðvanuddinu er nemendum kennt að nudda bak, háls og höfuð og fer kennslan fram með svip- uðum hætti og á svæðanuddnám- skeiðinu. Þá verður boðið upp á framhaldsnámskeið fyrir þá sem vilja læra að nudda fætur, hendur, kvið og brjóstkassa. Gunnar segir nemendurna nýta sér lærdóminn með ýmsum hætti. „Stundum koma pör sem geta þá nuddað hvort annað heima fyrir en auk þess getur fólk nuddað aðra fjölskyldumeðlimi og vini. „Ég mæli auk þess sérstaklega með því að fólk nuddi börnin sín. Það skapar góð tengsl og getur veitt þeim mikilvæga slökun fyrir svefninn. Ég segi það fyrir mig að börnin mín sækja mikið í að fá nudd og lyppast hreinlega niður í sófanum.“ - ve 11. SEPTEMBER 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll Að nudda sína nánustu Gunnar segir marga hafa áhuga á nuddi en skorta sjálfstraust og þekkingu til að hefjast handa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Allir þurfa tíma til að vera með eigin hugsunum. Dagleg íhugun, þótt hún vari aðeins litla stund, breytir lífi okkar til hins betra. Flestir þrá innri frið og hugarró í veganesti á lífsins tölti og vildu glaðir losna við áhyggjur og vandamál, en hvað er hugarró? Það er hugarástand þar sem kyrrð, ró og frelsi ríkir og streita, spenna og ótti fyrirfinnst ekki. Með ástundun æfinga í einbeitingu, íhugun og fleiru má öðlast hugarró, en hér eru einföld ráð til innri friðar og góðr- ar andlegrar heilsu: ● Minnkaðu tímann sem fer í lestur dagblaða og fréttaáhorf á sjón- varpsstöðvum. ● Forðastu neikvæða umræðu og neikvætt fólk. ● Ekki sóa dýrmætum tíma í fýlu. Reyndu að gleyma og fyrirgefa; að ala á slæmum tilfinningum veldur sársauka og rænir mann svefni. ● Ekki eyða orku í afbrýðisemi. Afbrýðisemi er merki um lítið sjálfsálit og að þú teljir þig óæðri öðru fólki. Slíkt rænir mann friði. ● Sættu þig við það sem ekki verður breytt. Það sparar mikinn tíma, orku og áhyggjur. ● Lærðu að sætta þig við að á hverjum degi mæta okkur óþægindi, pirringur og aðstæður sem við fáum ekki ráðið við. ● Reyndu að vera þolinmóðari og umburðarlyndari við annað fólk og aðstæður. ● Taktu ekki hlutum of persónulega. Reyndu að mæta lífinu og öðrum með minni aðild og meira hlutleysi. Hlutleysi er ekki merki um áhugaleysi né fálæti, heldur hæfileika til að hugsa og dæma af óhlut- drægni og rökvísi. ● Láttu liðna tíð eiga sig. Gleymdu fortíðinni en einbeittu þér að líðandi stund. ● Þjálfaðu einbeitingu þína. Það hjálpar við að hrinda burt óþægilegum hugsunum og áhyggj- um. ● Lærðu íhugun. Aðeins fáeinar mínútur á dag munu breyta lífi þínu til batnaðar. ● Innri friður leiðir til ytri friðar. Með því að skapa með okkur innri ró höfum við góð áhrif á fólk í kringum okkur. Innri friður og hugarró HEILBRIGÐ MELTING ER UNDIRSTAÐA GÓÐRAR HEILSU Adult‘s Blend – Fyrir yngri en 65 ára Inniheldur 12 billjónir vinveittra gerla til að viðhalda eðlilegri flóru hjá fullorðnu fólki. Bætir frásog næringarefna, eflir meltinguna, takmarkar virkni örvera, sýkla og sjúkdómsvaldandi baktería. Infant´s Blend – Fyrir ungabörn og smábörn Inniheldur 7 tegunda sérhæfðan gerlahóp sem viðheldur eðlilegri flóru í ungum börnum. Inniheldur B.infantis, mikilvægustu örverurnar í meltingarvegi ungbarna og smábarna. Advanced Adult‘s Blend – Fyrir 60 ára og eldri Inniheldur sérhæfðan gerlahóp sem er sérstaklega ætlaður eldra fólki og valdir með tilliti til lakrar starfsemi ristilsins og lífaldurs. Bætir meltingu próteina kolvetna og fitu. Super 8 – Gegn sveppasýkingu Inniheldur 8 tegundir vinveittra baktería sem koma jafnvægi á gersveppinn og óþéttan meltingarveg. Einnig góð gegn sýkingu í leggöngum og þvagfærum. Super 5 – Fyrir munnheilsuna Inniheldur fimm tegundir vinveittra gerla sem eru gagnlegir fyrir munnhirðu. Vernda gegn þrusku, særindum í gómi, tannskemmdum, vefjaskemmdum og andfýlu. Probiotic blöndurnar eru sérstaklega hannaðar með tilliti til viðhalds og endurnýjunar heilbrigðrar meltingar sem aftur leiðir til betri heilsu! Probiotics fæst í Lyfju, Heilsuhúsinu, Heilsuhorninu Akureyri, Samkaup Úrval Njarðvík og Blómaval. Góðu gerlarnir til höfuðs þeim vondu Probiotic eru nákvæmar samsetningar sérhæfðra gerlahópa fyrir mismunandi aldursskeið, lífsstíl og ástand. Regluleg inntaka Probiotic kemur m.a. jafnvægi á gerla- gróðurinn, jafnar ástand meltingarvegarins og eykur hæfni hans við upptöku á næringarefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.