Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 42
 11. SEPTEMBER 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● verk að vinna Hin 22 ára Sigrún Bjarnadóttir fer ekki troðnar slóðir þegar kemur að atvinnu. Hún starfar á virkjanasvæðinu norðan Vatnajökuls og stjórnar þar stórum tækjum. Sigrún á heima í Vík en er starfs- maður Ístaks, vinnur við Ufsar- veitu og býr í Kelduárbúðum. „Ég er búin að vera í rúm tvö ár á virkjanasvæðinu nema hvað ég tók sumarfríið í ár í að sinna ferðaþjónustu í Þakgili í Mýrdal sem foreldrar mínir reka.“ Þakgil er nokkuð langt frá al- faraleið og því er ljóst að Sigrún unir sér vel í óbyggðum. En hvað kom til að hún fór á fjöll í upphafi? „Mig langaði bara að prófa og sótti um hjá Arnarfelli, var fyrst á vörubílum og búkollum og svo á mismunandi vinnuvélum enda tók ég bæði meiraprófið og vinnu- vélaprófið áður en ég byrjaði,“ segir hún og bætir við að hefð sé fyrir því í fjölskyldunni að vera með slík réttindi. Mamma hennar sé þó bara með meirapróf. Sigrún kveðst um tíma hafa verið mest á pallbor og borað fyrir sprengjum á yfirborði jarð- ar, meðal annars til að losa grjót í stíflur. „Nú er ég aðallega að ýta jarðvegi við Ufsarstíflu því það á að hleypa vatninu á hana þann 11. þessa mánaðar.“ Hún segir tíðarfarið gott á hálendinu eins og er en hún hafi vissulega kynnst þar vondum veðrum. „Á veturna er hér mikill snjór og stundum rosaleg veður,“ lýsir hún. En hvað líkar henni best við fjalladvölina? „Þetta er betur borgað en mörg störf á láglendinu. Svo er hér skemmtilegur hópur og góður andi. Það er þægilegt að vera hér og ég hef aldrei fundið fyrir heim- þrá.“ - gun Aldrei með heimþrá Sigrún kveðst hoppa dálítið á milli tækja en einna best líkar henni að bora fyrir sprengjum með pallbor. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN Að ýmsu er að huga þegar gengið er frá sumarbústaðnum fyrir veturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ef sumarbústaður er óupphitaður yfir veturinn er nauðsynlegt að koma í veg fyrir frostskemmdir ef vatnssalerni er í bústaðn- um. Þá þarf að tæma niðurföll en af því getur hlotist vond lykt. Til að forðast það er hægt að setja frostlög í vatnslásinn og í vatnskassann. Ekki má setja of hreinan frostlög né heldur of mikið af honum en einnig má nota rauðspritt. Niðurfallinu er því næst lokað með plasti og lími svo að sprittið gufi ekki hratt upp en magnið sem þarf af rauðspritti fer eftir því hversu kalt verður. Heimild: Húsasmiðjan: Verk að vinna. Gengið frá bústaðnum ●SPÁÐ Í GARÐINN Haustið er ágætur tími til að gróðursetja tré og runna og færa til slíkan trjágróður. Þar sem hlýindin eru enn yfir land- inu og ekkert fararsnið á sumrinu enn er þó heldur snemmt að hefjast handa. Þetta er hins vegar rétti tíminn til að spá í skipulag í garðinum því allur gróður er kominn í hámarksvöxt. Við þurfum að átta okkur á hvar við viljum hafa hávax- inn gróður og hvar ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.