Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 62
34 11. september 2008 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 11. september ➜ Tónleikar 21.00 Rokk&Ról, 08‚ Rokka billý- band Reykjavíkur og Vax halda tón- leikar í Mælifelli, Sauðárkróki. ➜ Opnanir 17.00 Áttavitinn, sjálfsnánd og mild mýkingarefni Ólöf Björg Björns dóttir opnar sýningu í Artó- teki, List hlöðu í Borgar bókasafni, Tryggva götu 15. ➜ Fyrirlestrar 12.30 National Human Rights Institutions Málþing um þjóðfestar mannréttindastofnanir, stöðu og horfur á alþjóðavettvangi. Háskólinn á Akureyri, Þ 14, Þingvallastræti 23. 14.00 Jákvæð sálfræði! Málþing í Háskólanum í Reykjavík. Allir vel- komnir og aðgangur ókeypis. 15.00 The Sun Controls it all Fred Goldberg flytur fyrirlestur. Norræna húsið. 17.15 How‘s it going, boy? - Cliona O‘ Carrol flytur fyrirlestur um útvarpsþætti sem byggðir eru á samfélagsdrifinni þjóðfræðasöfnun. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku, aðgangur er ókeypis og öllum heim- ill. Háskóli Íslands, Oddi, stofa 202. 20.00 Tekist á við orðaforðann: Íslenskt orðanet, gerð þess og grund völlur. Jón Hilmar Jónsson heldur fyrirlestur í húsi Sögufélags við Fischersund. Félag íslenskra fræða stendur fyrir fyrirlestrinum. ➜ Námskeið Leik- listar- nám skeið fyrir full- orðna, 16 ára og eldri. Skrán ing er hafin en nám skeiðin hefj- ast 17. sept. Kennarar eru Ólöf Sverrisdóttir, Þórey Sig þórs dóttir og Ásta Sighvats Ólafsdóttir. Leik- listartímar fara fram í Bolholti 3 á 4. hæð. Nánari upplýsingar veitir Ólöf Sverrisdóttir í síma 845-8858 og í iceolof@hotmail.com ➜ Tónlist 21.00 Heimstónlist Hljómsveitin Bardukha heldur tónleika á Cafe Rósenberg þar sem m.a. verður flutt tónlist frá Tyrklandi og Grikklandi. Cafe Rósenberg, Klapparstíg. ➜ Stuttmyndir 12.15 The Story of Stuff Norræna húsið sýnir stuttmynd eftir Annie Leonard sem fjallar um hina hliðina á neyslu og framleiðslu. Þessi við- burður er hluti af Umhverfisvænum dögum í Norræna húsinu. ➜ Síðustu Forvöð Birna Styff sýnir í Gallery Tukt í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5. ➜ Myndlist Hafsteinn Reykja- lín sýnir olíu mál verk í Eden í Hvera gerði. Sýningin stendur til 14. sept. Opið alla daga frá 9.00-19.00. Bjarni Bernharður sýnir 20 akrýlmynd- ir í 12 Tónum, Skólavörðustíg 15. Sýningin stendur til loka september. Opnunartími Mán-föst. 10-18, lau. 10-16 og sun. 13-17. Sigga Björg Sigurðardóttir sýnir í 101 Gallery, Hverfisgötu 18a. Sýningin stendur til 5. október. Gráir veggir samsýning sjö götu- listamanna sem er bland af götulist og myndlist. Sýningin stendur til 24. sept. Opið þri-sun. frá 14.00-17.00. Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30. Gyða Ölvisdóttir er með myndlistar- sýningu á veitingahúsinu Af lífi og sál, Laugavegi 55b. Sýningin stendur til 30. sept. og er opin alla daga frá kl. 11.00-23.00. Dulmögn djúpsins Anna Gunnars- dóttir sýnir verk í Ketilhúsinu, Kaup- vangsstræti 23, Akureyri. Sýningin stendur til 22. sept. Opið alla daga frá 13.00-17.00 nema mánudaga. Sjóndeildarhringir Málverk eftir Bjarna Sigurbjörnsson og höggmynd- ir eftir Svövu Björnsdóttur og Kristin E. Hrafnsson. Sýningin stendur til 21. september. Opið alla daga 11.00- 17.00, nema mánudaga. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn. Listasafn ASÍ sýnir verk eftir lista- konuna Sólveigu Aðalsteinsdóttur. Sýningin mun standa til 21. sept. Safnið er opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 13.00-15.00. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41. Kraftur og mýkt Sigrún Ólafsdóttir er með yfirlitssýn- ingu á teikningum og skúlptúrum í Hafnarborg, Strand- götu 34, Hafnarfirði. Sýningin stendur til 29. sept. Opið alla daga nema þriðju- daga frá 11-17.00. Opið fimmtudaga til kl. 21.00. Á ferð með fuglum Listasafn Árnesinga sýnir verk Höskuldar Björnssonar. Sýningin stendur til 28. september. Opið alla daga frá 12.00- 18.00. Listasafn Árnesinga, Austur- mörk 21, Hveragerði. START ART listamannahús Sex lista- menn sýna verk, Anna Eyjólfsdóttir, Magnús Pálsson, Magnea Ásmunds- dóttir, Ásdís Spanó, Harpa Dögg Kjartansdóttir og Didda Hjartardóttir Leaman. Sýningum lýkur 24. sept. Opið þri. til lau. 13-17. START ART, Laugavegi 12b. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Sýningu lýkur á föstudaginn. Opið alla virka daga frá 12.00-17.00. Sýningin Heima – heiman verður opnuð í Ljósmynda- safni Reykjavíkur á laug- ardag. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur af flóttamönn- um og hælisleitendum á Íslandi, ásamt textabrotum og hljóðverki sem unnið er upp úr viðtölum Sigrúnar Sigurðardóttur menningar- fræðings við fólkið. Á sýningunni er veitt innsýn í líf flóttamanna og hælisleitenda sem komið hafa til Íslands á síðustu árum og áratugum. Fólkið á sýn- ingunni er um flest ólíkt, en á það þó sameiginlegt að hafa þurft að flýja heimkynni sín og að hafa komið til Íslands og búið sér hér nýtt heimili. Katrín segir hugmyndina að sýn- ingunni hafa kviknað fyrir nokkr- um árum þegar þær Sigrún voru báðar nýfluttar heim að utan og langaði til að vinna að verkefni saman. „Það reyndist nokkuð erfitt að hrinda þessarri hugmynd okkar í framkvæmd,“ útskýrir Katrín. „Fyrir það fyrsta var erfitt að hafa uppi á fólki sem var flóttafólk eða hælisleitendur og var reiðubúið að leyfa okkur að mynda sig og segja okkur frá reynslu sinni. Einnig var erfitt að útvega fjármögnun fyrir verkefnið og sýningarstað og því höfum við verið að vinna í þessu hægt og rólega um nokkuð skeið. Það komst reyndar skriður á verk- efnið eftir að við fengum inni hjá Ljósmyndasafninu.“ Katrín tók tvær myndir af hverri manneskju; portrettmynd og mynd af fólkinu með hlut sem hefur fylgt þeim í gegn um flutningsferlið og hefur mikið tilfinningagildi. „Það var athyglisvert að sjá hvað fólk valdi ólíka hluti; sumir völdu hluti sem höfðu fylgt þeim frá heima- landinu og aðrir völdu hluti sem táknuðu hið nýja líf þeirra á Íslandi,“ segir Katrín. Viðföng sýn- ingarinnar eru ellefu talsins og spanna breitt aldursbil. Þannig er elsta fyrirsætan flóttamaður sem kom til landsins frá Ungverjalandi árið 1956, en einnig má sjá á sýn- ingunni myndir af ungu fólki sem kom til landsins í sumar og leitaði hér hælis, en enn er óljóst hvort það fær að dvelja hér. Athygli vekur að sýningin er opnuð í sömu viku og hópur af flóttafólki frá Pal- estínu kom til landsins og málefni flóttafólks og hælisleitenda því óhjákvæmilega mikið í umræð- unni. Katrín segir tímasetninguna þó algera tilviljun. „Við vorum búnar að ákveða þennan sýningar- tíma löngu áður en koma flótta- fólksins var gerð opinber. En þetta er skemmtileg tilviljun sem verður vonandi til þess að vekja fólk enn fremur til umhugsunar um málefni flóttafólks og hælisleitenda.“ Sýningin Heima – heiman stend- ur til 23. nóvember. Rétt er að vekja athygli á því að um þessar mundir og fram til 27. september er einnig hægt að sjá ljósmyndir eftir Katrínu á sýningunni Marg- saga í Gallerí Ágúst, Baldursgötu 12. vigdis@frettabladid.is Saga flóttamanna og hælisleitenda SYLVIA KITHOLE MOUDI Fædd í Keníu 1975, kom til Íslands árið 2006. MYND/KATRÍN ELVARSDÓTTIR Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Nýja sviði Borgar- leikhússins nýtt íslenskt verk, Fýsn eftir Þórdísi Elvu Þorvalds- dóttur Bachmann. Leikritið vann leikritasamkeppnina „Sakamál á svið“ sem LR stóð fyrir árið 2006. Var valið úr hópi rúmlega þrjátíu aðsendra leikrita í keppninni. Er þetta fyrsta verk Þórdísar sem Leikfélagið sýnir og þriðja verkið í þríleik eftir Þórdísi sem óhætt er að kalla eitt af athyglisverðustu leikskáldum af yngri kynslóðinni. Fyrsta verk þríleiksins, Brotið, var sýnt í Hafnarfjarðarleikhús- inu 2005, og í kjölfarið kom Hung- ur, sem var sýnt á litla sviði Borg- arleikhússins 2006. Og nú lýkur þríleiknum með Fýsn. Marta Nordal, leikkona hjá Leikfélaginu, þreytir hér frum- raun sína sem leikstjóri en þær Þórdís hafa unnið að uppsetning- unni um nokkurt skeið. Að auki hefur Þórdís unnið að þróun verks- ins í samstarfi við leikhús í Ástral- íu og Bretlandi. Til stóð að sýna verkið á síðasta leikári en því var frestað vegna þrengsla á Nýja sviðinu. Lífið virðist dans á rósum hjá ungum nýgiftum hjónum en fyrr en varir þurfa þau að horfast í augu við ógnvekjandi leyndarmál, segir í tilkynningu frá Leikfélag- inu um efni verksins. Hversu vel þekkir maður maka sinn í raun? Leikmynd og búninga vinnur Rebekka A. Ingimundardóttir, tón- mynd er eftir Elísabetu Indru Ragnarsdóttur, en lýsing er í hönd- um Þórðar Orra Péturssonar. Fjór- ir leikarar koma fram í verkinu: Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Víðir Guðmunds- son, og Theodór Júlíusson. pbb@frettabladid.is Fýsn frumsýnd í kvöld LEIKLIST Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann leikskáld. HENSON LAGERSALA AÐEINS Í ÖRFÁ A DAGA OPNAR FIMMT UDAGINN 4. SEPTEMBER SKIPHOLTI 19/ NÓATÚNS MEG IN. OPIÐ 12-18, LA UGARDAG 11-1 6. Lokadagur 13. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.