Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 64
36 11. september 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Journey to the Center of the Earth er loksins sýnd í kvik- myndahúsum um helgina. Myndin hefst á Íslandi, þar sem Hannah, sem Anita Briem leikur, ferðast um hálendið með Trevor, (Brendan Fraser), og Sean, (Josh Hut- cherson). Óvænt falla þau niður helli og finna miðju jarðar þar sem ýmsar furðuverur búa. Á síðunni Them- ovieguy.com kemur fram að Anita hafi verið vel undirbúin fyrir hlutverk sitt í myndinni. „Frá unga aldri hef ég haft mikinn áhuga á bardögum,“ sagði Anita. „Ég stundaði skylmingar og æfði með alls- konar vopnum, frá langs- verðum til hnífa. Það kom sér vel við gerð myndarinn- ar og ég staðsetti Hönnuh að miklu leyti á þeim stað í mér. Með mér í þessari för eru annars vegar nördalegur vís- indamaður og hins vegar mér yngri strákur. Þannig að það kemur í minn hlut að bjarga okkur undan hættun- um sem leynast á leiðinni.“ Brendan Fraser segist uppnuminn af möguleikum 3-D kvikmyndagerðar, en Journey to the Center of the Earth er fyrsta 3-D myndin í fullri lengd. „Allt erfiðið meðan á tökum stóð skilar sér þegar áhorfendur horfa á þessa mynd. Það er gaman að sjá krakka og fullorðna teygja sig til að snerta fugla eða þegar þeim bregður hrikalega þegar risaeðla mætir á svæðið. Áhorfandinn er stjarna kvikmyndarinn- ar. Hún er hans upplif- un.“ - kbs Upplifunin áhorfandans í 3-D Færri myndir eru í boði í íslenskum kvikmyndahús- um en áður var þrátt fyrir að bíósölum hafi fjölgað. Samþjöppun á markaði, svokallaðri „Blockbuster“- væðingu, er kennt um. Ef þú vildir fara í bíó í gærkvöldi á höfuðborgarsvæðinu hefðu þér staðið til boða þrettán myndir á sýningu kl. 20 eða 21, ellefu Holly- wood-myndir og tvær íslenskar. Aldrei hafa verið jafn margir bíósalir í borginni, 28 samtals, en samt er úrvalið ekki meira en þetta. Þrjár myndanna þrettán – Step Brothers, Tropic Thunder og Death Race – eru sýndar í fjórum sölum hver mynd. „Þetta er orðinn samanþjappaðri markaður og líftími mynda í bíóum er styttri,“ segir Ísleifur B. Þór- hallsson hjá Græna ljósinu. Hann hefur fylgst vel með bíóbransanum síðustu árin. „Það varð til „block- busters“-stemming fyrir nokkrum árum, oft er talað um að Jaws hafi verið fyrsta „blockbusters“-mynd- in. Þessi stemming hefur breiðst út um allt og út um allan heim er verið að sýna sömu myndirnar.“ Á íslenska bíómarkaðnum keppa þrjú fyrirtæki, Sambíóin, Sena og Laugarásbíó. Fyrir leik- mann er skrítið að sjá að bíóin bjóða stundum allar upp á sömu myndirnar. „Það skýrist af því að hér eru fyrirtækin bæði dreifing- araðilar og með kvikmyndahús, en úti er þetta aðskilið,“ segir Ísleifur. „Oft er það krafa að utan að myndir opni í eins mörgum sölum og hægt er. Eftirspurnin er oft það mikil fyrstu sýningarhelg- ina að þetta þarf bara einfaldlega að vera svona.“ Þegar teknar eru stikkprufur á tíu ára fresti kemur í ljós að úrval bíómynda hefur dregist saman þótt það sé reyndar meira en áður en fjölsala-bíóhús hófu göngu sína árið 1980 með opnun Regn- bogans. Í gær voru 13 myndir í boði, fyrir 10 árum voru þær átján og fyrir 20 árum nítján. Ísleifur er þó síður en svo svart- sýnn fyrir hönd þeirra sem vilja sjá „eitthvað annað“ en Holly- wood-stórmyndirnar. „Umræðan er mjög á villigötum þegar menn fara að tala um „vondu bíókarl- ana“ sem halda góðu myndunum frá fólki,“ segir hann. „Það er fyrst og fremst fólkið í landinu sem ræður úrvalinu. Það getur enginn boðið upp á myndir sem enginn vill sjá og það má ekki gleyma að Ísland er pínkulítill markaður.“ Ísleifur sér líka fram á bjartari tíð. „Þetta er náttúrlega búið að vera algjör „blockbusters“-geð- veiki í sumar, en nú fer þetta að breytast. Græna ljósið er að koma úr sumarfríi og svo byrjar Alþjóð- lega kvikmyndahátíðin í Reykja- vík 25. september. Úrvalið verður vaxandi því nú fara myndir sem eru líklegar til að keppa um Ósk- arsverðlaunin næst að birtast í bíó – „Óskars-seasonið“ er að byrja. Á endanum held ég að allir hafi tækifæri til að sjá það sem þá langar til.“ drgunni@frettabladid.is Samþjöppun og styttri líftími mynda í bíóhúsum FÆRRI MYNDIR Í BÍÓ Stórmyndir á borð við Tropic Thunder einoka íslensk kvikmyndahús. Hún er nú sýnd í fjórum sölum en hefði bara verið sýnd í einum fyrir tuttugu árum. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Græna ljósinu er bjartsýnn fyrir hönd bíósins á ís- lenska örmark- aðnum. Hann segir lögmál markaðarins ráða úrvali kvik- myndahúsanna. Hin 21 árs gamla Ellen Page hefur tekið að sér ímynd hinnar gáfuðu og sjálfstæðu unglingsstúlku, nú síðast í Smart People sem frum- sýnd er hér á landi um helgina. Page, sem er ættuð frá Halifax í Kanada, hefur að mestu leikið í myndum sjálfstæða kvikmynda- geirans, en ekki látið glepjast af Hollywood. Hún segist finna til með slúðurstjörnum á hennar aldri eins og Lindsay Lohan. „Mér finnst margar þeirra hafa verið ofboðslega kyngerðar og það mjög ungar. Það hlýtur að vera erfitt að fóta sig þegar öllu lífi þínu er snúið upp í hór í fjölmiðlum.“ Page hefur tekist á við hlutverk klárra stúlkna á borð við Vanessu í Smart People sem og öfgakennd- ari rullur. Í Hard Candy frá 2005 leikur hún vægðarlausa stelpu sem pintar barnaníðinga. Í An American Crime leikur hún stelpu sem er gróflega misþyrmt og svelt, en myndin er byggð á sönn- um atburðum. Kaldhæðni örlaganna er hins vegar sú að flestir þekkja hana sem stelpuna úr þriðju X-Men myndinni. Eða gerðu það áður en hún lék óléttu unglingsstúlkuna Juno. Blaðamenn virðast aldrei þreyt- ast á því að spyrja Page hvort hún líkist Juno. „Ég segi óviðeigandi hluti, eins og Sarah Silverman á spítti. En ég er kannski aðeins minna rasísk. Ég meina, auðvitað er ég ekki fokking rasisti. Mér er almennt sama hvað fólki finnst um mig.“ Page virðist fyrirlíta hina hefð- bundnu ímynd unglingsstúlkna í kvikmyndum og er þreytt á mynd- um þar sem stelpan þarf að breyta sér til að öðlast vinsældir. Hún minnist þess hvernig strákastelp- an, leikin af Ally Sheedy, í Break- fast Club fær nýtt Barbie-bleikt útlit til að ganga í augun á sæta stráknum. „Í alvöru? Þið hljótið að vera að grínast! Hugsið um alla aumingjans krakkana sem horfðu á þetta. Svona kvikmyndir láta strákastelpur eins og mig efast um réttmæti þess að vera maður sjálfur. Bara af því að mann lang- ar frekar að klifra í trjám en að totta stráka.“ - kbs Kjaftfor strákastelpa STRÁKASTELPA Page vorkennir kyngerð- um leikkonum en segist sjálf „tomboy“ eða strákastelpa. NORDICPHOTOS/GETTY REDDAR MÁLUNUM Hannah, leikin af Anitu Briem, drífur söguna áfram í Journey to the Center of the Earth. > ENGIN MÖRGÆSIN Philip Seymour Hoffman segir sér ekki hafa verið boðið hlutverk Mör- gæsarinnar í nýju Batman-mynd- inni. „Ég man þegar ég las mynda- sögurnar sem barn, þannig að það er gaman að fylgjast með þeim vakna aftur til lífsins sem þessi ofboðslega myrka saga. Auðvitað myndi ég ekki segja nei, en ég veit ekkert hver staðan er og get ekki sagt já við blöðin.“ Speglar eru miðpunktur nýrrar spennumyndar með Keifer Suth- erland sem frumsýnd er hérlendis um helgina. Í Mirrors segir frá Ben Carson, löggu, sem nýbúið er að reka, og tekur að sér nætur- vörslu í rústum gamallar verslun- ar. Í speglum hússins fer Ben að sjá óhugnað fortíðarinnar, sjálfs- mynd sína pyntaða og sína innri djöfla. Áður en langt um líður þarf hann að vernda fjölskyldu sína frá hinu illa sem laumast inn í húsa- kynni þeirra og sýnir þau í sinni hræðilegustu mynd. „Speglar ögra okkur til að líta í eigin barm. Það er erfitt að horfa á sjálfan sig, hversu fallegur sem maður er. Speglar geta verið mjög skelfilegir,“ er haft eftir Keifer Sutherland. Myndin er endurgerð af suður- kóreskri mynd, Geoul sokeuro (Into the Mirror). Alexandre Aja leikstjóri segir alla eiga sér sam- band við spegilmynd sína. „Spegl- ar geta sýnt okkur það sem undir- meðvitund okkar felur og býður þess að fljóta upp á yfirborðið. Með myndinni vildum við láta áhorfendur takast á við sig sjálfa og eigin hræðslu.“ - kbs Speglar sálarinnar DÓMAR UM MIRR ORS IMDB 6,1/10 Rotten Tomatoes 16% - rotin 09.09.2008: 13 myndir í 28 sölum í 6 bíóum. 09.09.1998: 18 myndir í 26 sölum í 7 bíóum. 09.09.1988: 19 myndir í 19 sölum í 6 bíóum. 09.09.1978: 9 myndir í 9 sölum í 9 bíóum. 09.09.1968: 11 myndir í 11 sölum í 11 bíóum. ÚRVAL Í BÍÓ Á HÖFUÐBORG- ARSVÆÐINU KL. 20-21 Frumsýnd 5. sept! Geggjaðir aukavinn ingar BÓ NUSVINNING U R Sá sem svarar hraðast tveimur spurningum vinnur Guitar Hero kit ásamt öllumleikjunum! 10. hv er vinnu r! *Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum þann 3. okt 2008. Vinningar verða afhentir í BT Sm áralind, Kópavogi. M eð því að taka þátt ertu kom inn í SM S klúbb. 99 kr/skeytið. Þú fæ rð 5.m ín til að svara spurningu. Leik líkur 3. okt 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.