Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 74
46 11. september 2008 FIMMTUDAGUR Laugardalsv., áhorf.: 9.400 Ísland Skotland TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13-5 (3-4) Varin skot Kjartan 2 – Gordon 2 Horn 6-5 Aukaspyrnur fengnar 18-17 Rangstöður 1-3 0-1 Kirk Broadfoot (18.), 0-2 Barry Robson (60.), 1-2 Eiður Smári Guðjohnsen (77.). Rautt spjald: Stephen McManus (76). 1-2 Serge Gummienny (4) BYRJUNARLIÐIÐ Kjartan Sturluson markvörður 6 Gat ekkert gert í fyrra markinu og varði víti. Á stundum óöruggur og fullfastur á línunni. Grétar Rafn Steinsson, hægri bakvörður 5 Stóð vaktina ágætlega í vörninni en hefði að ósekju mátt láta meira til sín taka í sókninni. Kristján Örn Sigurðsson miðvörður 6 Sterkur í vörninni en braut afar klaufalega af sér í vítinu og það kostaði dýrmætt mark. Hermann Hreiðarsson miðvörður 7 Traustur sem fyrr í hjarta varnarinnar. Brá sér í sóknina undir lokin en án árangurs. Bjarni Ólafur Eiríksson, vinstri bakvörður 3 Arfaslakur. Óöruggur í nánast öllum sínum aðgerðum og réttilega tekinn af velli í hálfleik. Birkir Már Sævarsson, hægri kantur 4 Komst aldrei í takt við leikinn, ógnaði lítið og hefði mátt fara fyrr af velli. Stefán Gíslason, tengiliður 6 Mjög öflugur framan af en leikur hans dalaði eftir því sem leið á. Átti of margar slakar sendingar. Aron Einar Gunnarsson, tengiliður 7 Byrjaði vel, barðist allan tímann sem hann var inn á. Vann bolta og lét finna fyrir sér. Fín frammistaða. Eiður Smári Guðjohnsen sóknartengiliður 5 Komst ekki í takt við leikinn en var duglegur. Hefði þó mátt vera duglegri að koma sér í boltann og fór illa með gott færi. Emil Hallfreðsson, vinstri kantur 7 Duglegur og áræðinn. Náði að brjótast nokkrum sinnum í gegn. Er á uppleið eftir dapra leiki á síðasta ári. Heiðar Helguson, sóknarmaður 5 Duglegur og ósérhlífinn. Var allt of mikið að fá boltann í fæturnar þegar hann átti að vera í teignum. Fór illa með gott færi. INN AF BEKKNUM 46. mín., Indriði Sigurðsso fyrir Bjarna Ólaf 6 Kom sterkur inn og lokaði fyrir lekann sem var í fyrri hálfleik. 64. mín., Pálmi Rafn Pálmason fyrir Aron Einar 6 Mjög grimmur en framlag hans dugði ekki til að breyta leiknum. 78. mín., Veigar Páll Gunnarsson fyrir Birki Má - EINKUNNIR ÍSLENSKU LEIKMANNANNA FÓTBOLTI Íslenska landsliðið sótti ekki gull í greipar Skota í gær. Þrátt fyrir að vera betra liðið lengstum gekk Íslandi illa að skapa sér færi. Skynsamir Skotar nýttu aftur á móti sín færi vel, refsuðu fyrir einbeitingarleysi og flugu heim með öll stigin. Byrjun leiksins lofaði góðu. Íslenska liðið geislaði af sjálfs- trausti. Strákarnir yfirvegaðir og rólegir á boltanum. Spiluðu honum með jörðinni og reyndu að nýta kantana og þá aðallega vinstra megin þar sem Emil Hallfreðsson var líflegur og gerði linnulaust árás á nýliðann Kirk Broadfoot. Aron Einar Gunnarsson byrjaði geysilega vel á miðjunni og keyrði liðið áfram á milli þess sem hann keyrði Skotana niður. Strákarnir náðu að byggja upp nokkrar álit- legar sóknir og áhorfendur öðluð- ust trú á því að íslenskt mark lægi í loftinu. Ekki síst þegar Eiður Smári fékk algert dauðafæri á teignum á 16. mínútu en skot hans sveif yfir markið. Ísland átti algjörlega leik- inn á þessum tíma og það var því afar blóðugt þegar áðurnefndur Broadfoot skallaði boltann í íslenska markið tveim mínútum síðar. Góður skalli hjá Broadfoot en dekkningin í teignum var ekki til útflutnings. Þetta var fyrsta líf Skota í leiknum og mark. Afar sárt. Íslenska liðið var eðlilega nokk- uð slegið við markið og mesta púðrið fór úr leik liðsins í kjölfar- ið. Það var minni hreyfing á mönn- um og ekki sami broddur í sókn- inni og fyrr í leiknum. Skotarnir að sama skapi voru ekki að gera merkilega hluti, sókn- arleikurinn enginn hjá þeim og íslenska liðið hefði að ósekju mátt færa sig framar á völlinn gegn varnarsinnuðum Skotum. Íslenska liðið mætti mjög ákveð- ið til síðari hálfleiks og ætlaði aug- ljóslega að leggja allt í sölurnar til þess að jafna leikinn. Mesti móð- urinn rann af Íslendingum fljót- lega og þegar rúmur hálftími lifði leiks var dæmt víti á Kristján Örn fyrir afar klaufalegt brot. Kjartan gerði sér lítið fyrir og varði vítið en meðvitundarlausir Íslendingar fylgdust síðan með eins og þeir væru áhorfendur á meðan þrír Skotar kepptust um að skora markið. Barry Robson var maður- inn sem kom boltanum að lokum yfir línuna. Þegar tæpur stundarfjórðungur lifði leiks kom loks vonarneisti fyrir Ísland. Stephen McManus sló boltann með hendinni viljandi. Víti dæmt og McManus réttilega hent af velli. Eiður Smári skoraði örugglega úr vítinu og allt í einu eygði Ísland von um stig. Veigar Páll Gunnarsson kom beint inn af bekknum en hann hefði mátt leysa Birki mikið fyrr af. Hermann fór fram og Ísland lagði allt í sölurnar til þess að jafna leikinn á lokamínútunum. Sem fyrr gekk íslenska liðinu afar illa að skapa sér færi og það var ekki fyrr en á lokamínútu venjulegs leiktíma sem Heiðar Helguson fékk dauðafæri en skot hans var mjög slakt. Þar með fór síðasta von Íslands um stig í leikn- um og Skotar fögnuðu innilega stigunum þremur þegar slakur belgískur dómari leiksins flautaði leikinn af. Niðurstaðan mikil vonbrigði enda leikur Íslands ágætur á köfl- um. Leikmenn gerðu sig aftur á móti seka um klaufamistök og ein- beitingarleysi og fyrir það var refsað grimmilega. Á sama tíma nýtti íslenska liðið ekki færin sín og þá er ekki að sökum að spyrja. Þess utan lá íslenska liðið lengst- um allt of aftarlega og miðjumenn liðsins hefðu mátt styðja mikið betur við sóknarleikinn. Fyrir- gjafir oft líka daprar og nær und- antekningalaust of fáir menn í baráttunni í teignum. Batamerkin á leik liðsins eru aftur á móti mikil og ljóst að Ólaf- ur Jóhannesson stendur sig ágæt- lega við að blása lífi í brunarúst- irnar sem hann tók við á sínum tíma. Það er miklu meiri vilji, bar- átta, andi og sjálfstraust í liðinu en í síðustu keppni. Ofan á þetta verður Ólafur að halda áfram að byggja því efniviðurinn er svo sannarlega til staðar. henry@frettablaðið Sárt tap gegn Skotum í Dalnum Skotar unnu sætan sigur á Íslandi, 1-2, á Laugardalsvelli í gær. Einbeitingarleysi og klaufaskapur kostaði íslenska liðið stig í leiknum. Batamerkin eru þó mikil á leik liðsins. BULLULÆTI Þessi stuðningsmaður Skota réð sér ekki fyrir kæti er Skotar komust í 2-0. Stökk úr stúkunni og var handtekinn í kjölfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MEÐVITUNDARLAUSIR Barry Robson skorar hér annað mark Skota. Fylgdi eftir vítaspyrnu sem Kjartan varði. Íslensku leikmennirn- ir stóðu meðvitundarlausir álengdar og horfðu á Robson skora. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn á vinstri kantinum og var auðvitað ekki ánægður með úrslit leiksins. „Þetta eru vonbrigði fyrir okkur og byrjunina okkar. Við vonuð- umst auðvitað eftir betri úrslitum í dag þannig að þetta eru gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við byrja betur og vorum að spila vel og boltinn gekk ágætlega. Svo feng- um við á okkur þetta aulamark úr horninu en þeir voru ekkert að geta af viti. Það kannski datt aðeins niður eftir að þeir komust í 1-0 og ég veit ekki hvort við höfum verið of varfærnir,“ sagði Emil og bætti við að þeir hefðu ekkert gefið upp von í hálfleik þrátt fyrir að vera marki undir. „Óli peppaði okkur upp í hálf- leik og við vorum með stuðninginn hérna á heimavelli. Við kannski náðum ekki nægilega mikilli pressu fyrr en þeir skoruðu annað markið. Þá náðum við að halda boltanum og þeir duttu aðeins niður. Eftir að við náðum að minnka muninn þá fáum við færi sem hefði verið frábært að nýta og þá hefðum við verið sáttir við niðurstöðuna,“ sagði Emil í sam- tali við Fréttablaðið. - sjj Emil Hallfreðsson átti fínan leik en var afar svekktur í leikslok: Þetta eru gríðarleg vonbrigði SPRÆKUR Emil Hallfreðsson átti fínan leik í gær. Hann brunar hér fram hjá Darren Fletcher, miðjumanni Skota. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI „Við þurftum að hafa fyrir þessu eftir mark Íslands til að tryggja stigin þrjú. Ég er mjög ánægður með stigin. Þetta var erfitt eins og allir útileikir en mínir menn gáfu sig alla í leikinn. Þetta var erfitt og það verður að hrósa Íslandi fyrir þeirra leik. „Nú snúum við okkur að næsta leik sem er við Norðmenn sem verður annar erfiður leikur eins og allir landsleikir,“ sagði George Burley, landsliðþjálfari Skot- lands, sem vildi ekkert segja um vangaveltur skoskra blaðamanna um pressu eftir tap gegn Make- dóníu í fyrsta leik. - gmi George Burley: Ánægður með stigin þrjú FÓTBOLTI Kristján Örn Sigurðsson gaf Skotum vítaspyrnu á klaufa- legan hátt og var alls ekki sáttur við dómara leiksins. „Ég er ekki sammála dómaran- um að þetta hafi verið víti en ég gef honum samt séns á því að flauta á hann. Ég á að standa í stað þess að fara niður í þessari stöðu. Við megum ekki tapa þeim leikjum sem við erum betri í ef við ætlum að komast áfram úr þessum riðli þannig að þetta var hrikalega slæmt hjá okkur. Ég er alls ekki sáttur við leikinn, við töpum 2-1,“ sagði Kristján. - gmi Kristján Örn Sigurðsson: Var ekki víti KRISTJÁN ÖRN Ósáttur við vítaspyrnu- dóminn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.