Fréttablaðið - 12.09.2008, Page 1

Fréttablaðið - 12.09.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Rósa Tryggvadóttir, sjúkraþjálfari hjá Eflingu á Akureyri, segist ekki vera dugleg að elda. En þegar hún lætur til sín taka í eldhúsinu bakar hún matarmiklar pitsur, svokallað- ar Rósupitsur. „Grunnurinn að botninum kemur frá mömmu en svo hef ég bætt við hann og breytt. Mér fundust heimabökuðu pitsu út í deigið til að gera þetta svolítið ítalskt. Oft set ég sólblómafræ og stundum sesamfræ en fræin gefa mjög gott bragð og gera pitsuna líka aðeins hollari. Það má þó ekki setja mikið af sesamfræjunum því þau geta verið bragðsterk. Ég setlíka heilhveiti til h lh Krydd og fræ í botninnRósa Tryggvadóttir sjúkraþjálfari segir heimabakaðar pitsur bestar. Þær geti einnig verið hollari en skyndibitapitsur, en hún bætir ýmiss konar fræjum og kryddi í botninn til að gera hann hollari. Pitsurnar hennar Rósu með skinku, ananas, gráðosti og beikoni annars vegar og rjómaosti, skinku og sveppum hins vegar eru sérstaklega góðar daginn eftir. MYND/HEIDA.IS BOTNINN Í RÓSU-PITSUNA 3 dl heilhveiti 3 dl hveiti smá salt 4 tsk þurrger krydd 3 dl volgt vatn FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐURINN er kærkominn staður fyrir fjölskylduna um helgar. Þar gefst börnum, unglingum og fullorðnum færi á að komast í snertingu við húsdýr og fá svo útrás í leiktækjum um helgar á meðan veður leyfir. Þar er haft opið frá klukkan 10 til 17 alla daga. Sjá www.husdyragardur.is. 6.490 kr. 4ra rétta tilboðtil 25. september · Léttreyktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Humarsúpa, rjómalöguð með grilluðum humarhölum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu ·· Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.990 kr. Banfi kvöldverður26. september er á ný boðið upp á Banfi kvöldverð í Perlunni, þar sem andi Toscana héraðsins á Ítalíu svífur yfir vötnum. Í boði verður 4ra rétta seðill með eða án víns. Jazztríó Björns Thoroddsen spilar.Sjá nánar á perlan.is. Villibráðarhlaðborðið hefst 16. október. Aftur á dagskrá! föstudagur ELSKAR FALLEGA HLUTI Manúela Ósk Harðardóttir nýtur lífsins í Manchester FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 12. september 2008 Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 12. september 2008 — 248. tölublað — 8. árgangur MANÚELA ÓSK HARÐARDÓTTIR Nautnalíf í Manchester FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG EFNAHAGSMÁL „Samningarnir ná til áramóta,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra um tæplega 200 milljarða króna gjaldeyrisskipta- samninga sem Seðlabankinn gerði í vor við seðlabanka Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Litið er á samningana sem hluta af gjaldeyrisforða þjóðarinnar, sem í heild nemur um 500 millj- örðum króna. Geir segir tímamörkin eðlileg; ekki megi ætlast til ótímabund- inna skuldbindinga af öðrum. Hann bendir líka á að samningana megi framlengja. Viðræður um það séu ekki hafnar. „Ég hygg að þeir séu ekki með bindingu ef ég man rétt,“ sagði Davíð Oddsson Seðlabankastjóri á stýrivaxtafundi í gær, þegar hann var spurður um málið. „Sjálfsagt geta okkar góðu kollegar óskað eftir breytingum á því ef það verður,“ sagði Davíð og minntist þess ekki að klukkur gengju. Ingimundur Friðriksson Seðla- bankastjóri sagði á fundinum að ekki hefði staðið til að upplýsa frekar um samkomulagið en þegar hefði komið fram, en sagði rétt munað, þegar Davíð innti hann eftir því. Ólafur Ísleifsson lektor segir að það kæmi á óvart ef samningarnir yrðu ekki endurnýjaðir. - ikh Forsætisráðherra og Seðlabankastjórum ber ekki saman um gjaldeyrisskiptasaming: Skiptasamningur gildir til áramóta RÓSA TRYGGVADÓTTIR Gerir alls kyns tilraunir á pitsum í eldhúsinu • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS SARA MARÍA EYÞÓRSDÓTTIR Með apavörur til London Gerir boli fyrir London Airwaves í samstarfi við Jóns- son & Le‘Maacks FÓLK 42 Kvartað yfir Kynlífsbiblíu Auglýsingar vegna Kynlífsbiblíunnar valda uppnámi. FÓLK 42 Búinn að slíta barnsskónum Borgaskóli fagnar tíu ára afmæli í dag með karni- valstemningu. TÍMAMÓT 24 Óskiljanleg gagnrýni Leikmenn og þjálfari landsliðsins skilja ekkert hvað Grétar Rafn Steinsson meinar er hann gagnrýnir KSÍ fyrir umgjörð- ina í kringum landsliðið. ÍÞRÓTTIR 38 VEÐRIÐ Í DAG Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 GEBERIT Innbyggður kassi og upphengt salerni Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá10 -15 Nýir tímar fyrir neytendur „Fólk sem lendir í efnahagsáföllum þarf að fá rýmri möguleika til að koma undir sig fótunum á ný,“ skrifar Björgvin G. Sigurðsson. UMRÆÐAN 22 ÞURRT NORÐAUSTAN TIL Í dag verða sunnan 3-10 m/s en suðaustan 8-13 m/s syðra með kvöldinu. Þurrt norðaustan til, annars skýjað og smáskúrir. Rigning sunnan til í kvöld. Milt í veðri. VEÐUR 4 11 15 16 12 12 KJARAMÁL Eina útspil ríkisins í kjarasamningum við ljósmæður síðustu tvær vikur var þegar þeim var stefnt fyrir ólöglegar fjöldauppsagnir fyrir helgi, segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Félags ljósmæðra. Hún undrast að fjármálaráð- herra kæri viðsemjendur sína. Ljósmæður funduðu í gærkvöldi með lögmanni vegna þessa. Verkfall ljósmæðra er skollið á að nýju og á sængurkvenna- deild Landspítala eru foreldrar með nýfædd börn sín úti á göngum. Herbergi eru einnig þéttsetin. Álag á starfsfólk og skjólstæðinga deildarinnar hefur verið sérlega mikið. Fæðingar hafa verið óvenju margar á spítalanum upp á síðkastið því landsbyggðarfólk hefur þurft að sækja þangað. - kóþ, kdk / sjá síðu 6 Kjaradeilan komin í hart: Ríkið stefnir ljósmæðrum Á GÖNGUM LANDSPÍTALANS Lárus Gunnarsson og Sonja Viðarsdóttir reyndu að hvílast ásamt um það bil sjö klukkustunda gamalli dóttur sinni á göngum Landspítalans í gær. Lárus sagði það hafa tekið mjög á að vera vísað frá sjúkrahúsinu í Reykja- nesbæ um miðnætti. Fæðingin hefði gengið hratt og förin um Reykjanesbrautina reynt mjög á taugarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Gjaldþrot blasti við bresku ferða- skrifstofunni XL Leisure Group, fyrrum dóttur félagi Eimskips, í gærkvöld og er óvíst hvort söluskrifstofur fyrirtækisins verði opn- aðar í dag. Stærstu lánardrottnar eru Straumur og Barclays. Eimskip seldi félagið í október 2006 til stjórnenda þess og hóps fjárfesta fyrir um 40 milljarða. Við söluna gekk Eimskip í ábyrgð fyrir láni að upphæð 26 milljarða, en eins og fram hefur komið er sú ábyrgð enn í fullu gildi og tilkynntu Björgólfsfeðgar í vikunni að þeir hygðust veita Eimskip víkjandi lán, kæmi til þess að krafan félli á fyrirtækið. Tap Eimskips nam rúmum tuttugu milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum rekstrarársins. Á þriðja ársfjórðungi nam tap Eimskips 19,9 milljónum evra, eða hálfum þriðja milljarði króna, samkvæmt uppgjöri sem birt var í gærkvöldi. Formlegt söluferli á kanadíska fyrirtækinu Versacold Atlas er hafið undir stjórn kanad- ískra banka. Það er stærsta félag sinnar tegundar í heiminum og starfrækir meðal ann- ars um 120 kæli- og frystigeymslur víða um heim. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, segir að markmið Björgólfsfeðga með því að segjast ábyrgjast kröfuna virðist frekar hafa verið að bjarga Landsbankanum og Straumi en að bjarga Eimskip. „Þessi krafa hefði á endanum fallið á Landsbankann og Straum og örugglega valdið þeim erfiðleik- um,“ segir Vilhjálmur. Hann gagnrýnir að Kauphöllin hafi fært bréf í Eimskip af athug- unarlista, þar sem mörgum spurningum sé enn ósvarað. „Yfirlýsing aðila um þeir hyggist gera eitt og annað getur ekki verið nóg ein og sér. Í því er engin skuldbinding falin,“ segir hann. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs- feðga, segir ekki ákveðið hvort láninu verði breytt í hlutafé. Hann segir málin munu skýr- ast fljótt. XL Leisure er þriðja stærsta ferðaskrifstofa Bretlands. Félagið var áður leiguflugs- og ferðaþjónustuhluti Avion Group, en stjórnar- formaður þess var Magnús Þorsteinsson. XL hefur verið helsti bakhjarl enska knattspyrnu- félagsins West Ham í London, en það er ein- mitt í eigu Björgólfs Guðmundssonar. - bih Gjaldþrot blasir við ferða- skrifstofunni XL og Atlas selt Aðjúnkt segir Björgólfsfeðga fremur vera að bjarga Landsbankanum og Straumi en Eimskip. Söluferli hafið á kæligeymslufyrirtækinu Versacold Atlas. Ábyrgðir geta fallið vegna gjaldþrots XL Leisure Group.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.