Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 4
4 12. september 2008 FÖSTUDAGUR Steindu gluggarnir í Hallgrímskirkju eru ekki eftir Gerði Helgadóttur eins og fram kom í blaðinu á sunnudag. Annar glugginn er eftir Leif Breiðfjörð en hinn Guðmund frá Miðdal. LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 18° 11° 12° 16° 19° 18° 23° 22° 19° 28° 27° 19° 19° 25° 23° 32° 19° Á MORGUN 5-13 m/s, hvassast vestan til og með ströndum SUNNUDAGUR 8-15 m/s, hvassast vestan til. 11 13 15 16 16 12 12 12 12 12 10 5 6 4 4 7 7 5 6 6 6 6 13 14 14 14 16 12 14 15 1613 HORFUR UM HELGINA Horfurnar þessa helgina eru nokkuð skýrar. Suðlægar áttir, nokkuð vindasamar sunnan og vestan til annars hægari. Á morgun má víða búast við rigningu eða skúr- um en á sunnu- daginn verður þurrt og jafnvel nokkuð bjart norðaustan og austan til. Hlý- indi eru í kortun- um. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur VIÐSKIPTI Halli á vöruskiptum í Bandaríkjunum nam 62,2 millj- örðum dala, jafnvirði rúmra 5.600 milljarða króna, í júlí, samkvæmt gögnum bandaríska viðskipta- ráðuneytisins, sem birt voru í gær. Niðurstaðan, sem er 5,7 prósenta aukning á milli mánaða, er nokkuð meiri en gert var ráð fyrir. Mismunurinn skýrist af mikilli verðhækkun á innfluttri olíu í mánuðinum en olíufatið fór þá hæst í rúma 147 dali. Hefðu olíutölurnar verið undanskildar útreikningunum hefðu vöruskipti orðið svo jákvæð að slíkar tölur hefðu ekki sést í tæp sex ár, að sögn Bloomberg. Viðlíka halli á vöruskiptum hefur ekki sést vestanhafs síðan í mars í fyrra. - jab Óvæntur halli á vöruskiptum: Olíuverð skekkir vöruskiptatölur OLÍUBORPALLUR Verð á innfluttri olíu jók viðskiptahallann í Bandaríkjunum í júlí. SAMGÖNGUMÁL Kristján L. Möller samgönguráðherra telur uppbygg- ingu Íslandspósts á samskipta- og flutningamarkaði eðlilega þróun fyrirtækisins til framtíðar, og hafnar því að einkaleyfi fyrir- tækisins sé nýtt til að niðurgreiða samkeppnisrekstur. Hann segir póstþjónustu hafa þróast með þeim hætti að ekki sé undan því komist að breyta þjónustu í dreifð- um byggðum. Íslandspóstur, sem er hlutafélag í eigu ríkisins, hyggur á sókn á flutninga- og sam- skiptamarkaði og hefur endurskil- greint hlutverk sitt og starfsemi frá því að sinna almannaþjónustu að stærstum hluta. „Já, þetta er eðli- legt enda ekkert sem bannar opin- beru hlutafélagi að stunda svona atvinnustarfsemi, enda er hún stunduð á frjálsan og eðlilegan hátt. Einkaleyfishlutan- um er haldið aðskildum frá þessum rekstri,“ segir Kristján spurður hvort eðlilegt sé að hlutafélag í ríkis eigu beiti sér í samkeppni við einkarekin fyrirtæki á flutninga- markaði. Íslandspóstur hefur ráðist í byggingu tíu pósthúsa sem eru sér- hönnuð með þarfir flutningafyrir- tækis í huga, eins og kemur fram í ársskýrslu 2007. Kostnaður er áætlaður rúmlega milljarður króna. Kristján segir ekki um vöru- flutningamiðstöðvar að ræða, eins og er skilningur forsvarsmanna einkarekinna flutningafyrirtækja. „Þetta eru einfaldlega nútímaleg pósthús sem geta tekið við þeim vörum sem fólk flytur með fyrir- tækinu. Þetta er nútíminn; húsin eru glæsileg og leysa úreltar bygg- ingar af hólmi.“ Hann segir upp- byggingu Íslandspósts heldur ekki hamla rekstri einkarekinna fyrir- tækja og hafnar þeirri gagnrýni alfarið að verið sé að nýta skattfé almennings til að niðurgreiða sam- keppni og byggja upp flutninga- fyrirtæki á vegum ríkisins. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-grænna, segir Íslandspóst vera að hverfa frá þjónustuskyld- um sínum úti um land og niður- skurði sé beitt mjög harkalega. „Það er augljóst að verið er að búa fyrirtækið undir sölu. Ég kalla eftir því að samgönguráðherra taki þetta föstum tökum og að þetta verði tekið upp á Alþingi.“ Kristján svarar gagnrýni Vinstri-grænna með því að benda á að póstflutningar hafi breyst svo mikið að útilokað sé að reka þjón- ustustöðvar með sama hætti og undanfarin ár. Í stað þeirra komi landpóstar sem bæti þjónustuna í mörgum tilvikum. Hvað sölu á fyrirtækinu varðar segir hann engar ákvarðanir hafa verið tekn- ar innan ríkisstjórnarinnar um það mál. svavar@frettabladid.is Ráðherra telur uppbyggingu flutningsþjónustu eðlilega Kristján L. Möller telur eðlilegt að Íslandspóstur byggi upp flutningaþjónustu í samkeppni við einkarekin fyrirtæki og verji milljarði til nýrra pósthúsa. Sala fyrirtækisins hefur ekki verið rædd í ríkisstjórn. KRISTJÁN L. MÖLLER PÓSTURINN Kristján hefur mælst til þess að pósthúsum verði ekki lokað fyrr en háhraðatengingar hafa verið settar upp í viðkom- andi byggðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI RÚSSLAND, AP Sergei Lavrov, utan- ríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að íbúar Suður-Ossetíu hefðu ekki í hyggju að láta innlima sig í Rússland. Fyrr um daginn hafði Eduard Kokoity, leiðtogi Suður-Ossetíu, sagt að Suður-Ossetía ætlaði ekki að vera sjálfstætt ríki til frambúðar, heldur verða hluti af Rússlandi. Síðar um daginn dró hann svo þessi orð sín til baka og sagði af og frá að Suður-Ossetía yrði partur af Rúss- landi. „Ég hef sennilega verið misskil- inn,“ sagði hann. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch sögðust í gær hafa fengið það staðfest að um eitt hundrað almennir borgarar hefðu farist í stríði Rússa og Georgíu- manna um Suður-Ossetíu í síðasta mánuði. Tatiana Lokshina, rússneskur fulltrúi samtakanna, segir þetta niðurstöðuna af heimsókn sinni til Suður-Ossetíu, þar sem hún fór á sjúkrahús og í kirkjugarða og ræddi við íbúa. Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, réttlætti í gær hörð við- brögð rússneska hersins við innrás Georgíuhers í Suður-Ossetíu. „Þegar skriðdrekum, eldflauga- vörpum og þungavopnum er beitt gegn okkur, eigum við þá að nota teygjubyssur?“ spurði Pútín. „Hvað er hæfileg beiting valds?“ - gb Suður-Ossetíustríðið kostaði um hundrað almenna borgara lífið: Engin áform um innlimun RÚSSAR Í SUÐUR-OSSETÍU Leiðtogi Suður-Osseta varð tvísaga um áform héraðsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Akureyri handtók þrjá karlmenn og lagði síðan hald á nokkurt magn af fíkniefnum í húsleit sem gerð var skömmu síðar. Handtökurnar áttu sér stað á miðvikudagskvöld. Mennirnir voru handteknir vegna gruns um fíkniefnamisferli. Í framhaldinu var svo gerð húsleit á Akureyri. Þar fundust 160 grömm af kannabisefnum, nokkrar e-töflur og nokkur grömm af amfetamíni. Auk þess voru tæki og tól til fíkniefnaneyslu haldlögð. Mennirnir voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum og telst málið upplýst. - jss Þrír handteknir á Akureyri: Tóku kannabis- efni og e-töflur GENGIÐ 11.09.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 167,6603 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 90,83 91,27 158,84 159,62 126,43 127,13 16,954 17,054 15,629 15,721 13,297 13,375 0,8494 0,8544 139,17 139,99 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.