Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 6
6 12. september 2008 FÖSTUDAGUR KJARABARÁTTA Á kvennadeild Land- spítalans er vart þverfótað fyrir þreyttu fólki. Á göngum sængur- kvennadeildarinnar sitja þreyttar mæður með hvítvoðunga sína nýkomna í heiminn eftir erfiða ferð. Við hlið þeirra sitja svo lerk- aðir feður og reyna að verða móður og barni hjálplegir. Úr andlitum þeirra má þó greina hamingju sem aðeins má finna í andlitum nýbak- aðra foreldra. Hrefna Ósk Þórsdóttir kennari og Þórður Rafn Þórðarson lög- reglunemi eru ung hjón búsett á Blönduósi. Þau hafa þrisvar sinn- um upplifað þá tilfinningu að fá nýfætt barn í fangið og eiga nú von á því fjórða. Það barn átti að vera tekið með keisaraskurði í gær en sakir plássleysis reyndist það ekki unnt. Þórður segir stöðuna reyna mjög á enda hafi þau Hrefna þurft að vera inni á bróður hennar sem býr í Reykjavík í um hálfan mánuð ásamt drengjunum sínum þremur, sem eru tveggja, fimm og átta ára gamlir. Því fylgi mjög mikið álag, þá ekki síst fyrir elsta drenginn sem ekki hafi getað verið í skólan- um en fengið heimakennslu hjá móður sinni. Ekki hafi þó verið hægt að skilja börnin eftir á Blönduósi. Ástæðan fyrir því að þau verða að vera á höfuðborgarsvæðinu svo lengi er varúðarráðstafanir. Hrefna hefur þurft að gangast undir keisaraskurð í lok hverrar meðgöngu og vegna öranna sem hafa myndast við aðgerðirnar hefur hættan á legrofi aukist mjög og það er lífshættulegt ástand fyrir móður og barn. Það er því ekki réttlætanlegt að hún sé stödd fjarri þeirri takmörkuðu fæðingar- hjálp sem veitt er í landinu vegna kjarabaráttu ljósmæðra. Þórður segir að þegar þau hafi komið upp á spítala hafi kona sín verið búin að fasta, hann búinn að fá frí í skólanum og bróðir konunn- ar búinn að gera ráðstafanir svo hægt væri að sjá um börnin á heimilinu. Allir hafi verið fullir til- hlökkunar að fá nýja barnið og komast aftur heim. Því hafi þau orðið miður sín þegar í ljós kom að aðgerðina var ekki hægt að gera fyrr en eftir helgi. „Það kom upp í okkur mikil reiði og hana létum við bitna á röngu fólki. Konan mín er kennari og sjálfur er ég að verða lögreglumaður þannig að við skilj- um þörfina á kjarabaráttu mjög vel og vitum að það er ekki við ljósmæður að sakast. Yfirvöld verða að bregðast við stöðunni. Þetta er ekki hægt lengur,“ segir Þórður. karen@frettabladid.is Á hrakhólum vegna ljósmæðradeilunnar Hjón frá Blönduósi áttu von á að fjórða barn þeirra yrði tekið með keisara- skurði í gær. Það var ekki unnt vegna verkfalls ljósmæðra. Konan er í áhættu- hópi og hefur fjölskyldan þurft að dvelja fjarri heimili sínu í hálfan mánuð. VILJA AÐ YFIRVÖLD GRÍPI INN Í Hrefna hefur þrisvar áður þurft að fara í keisaraskurð. Vegna öranna sem hafa myndast eftir keisaraskurðina hefur hættan á legrofi aukist mjög og það er lífshættulegt ástand fyrir móður og barn. Fjölskyldan hefur því ekki getað dvalið á heimili sínu á Blönduósi og elsti drengurinn verið í heimakennslu hjá móður sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ALZHEIMER dagurinn 2008 Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma Sími: 533 1088 - www.alzheimer.is Hátíðarfundur á Grand Hótel Reykjavík sunnudaginn 14. september. Kl. 12.30 Húsið opnað Kl. 13.00 Fundur settur – María Th. Jónsdóttir Kl. 13.10 Erindi – Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra Kl. 13.30 Erindi – Jón Snædal öldrunarlæknir, “Meðferð við Alzheimer sjúkdómnum í dag – horfur til framtíðar.” Kl. 14.00 Söngur - Björk Jónsdóttir við undirleik Kjartans Valdimarssonar Kl. 14.15 Maríuhús – ný dagþjálfun, Sólborg Sumarliðadóttir hjúkrunarfræðingur segir frá. Kl. 14.35 Kaffiveitingar Kl. 15.15 Söngur - Oddur Arnþór Jónsson Kl. 15.30 Gamanmál – Bjarni Harðarson alþingismaður Kl. 15.50 Söngur Kl. 16.10 “Minningavinna með þeim sem hafa skert minni” – Sigrún Huld Þorgrímsdóttir hjúkrunarfræðingur Kl. 16.45 Fundarslit Fundarstjóri - Soffía Egilsdóttir Allir eru velkomnir. – með þér alla leið VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR V ö ru m er ki S h el l e ru n o tu ð m eð le yf i S h el l B ra n d s In te rn at io n al A G Telur þú að sameina ætti sveitar félög á Vestfjörðum í eitt? Já 64,4% Nei 35,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að vera frítt í strætó? Segðu skoðun þína á visir.is SUÐUR-KÓREA, AP Stjórnvöld í Suður-Kóreu segjast hafa áreiðanlegar upplýsingar um að Kim Jong-il, leiðtogi kommúnistastjórnar- innar í Norður-Kóreu, hafi gengist undir heilaskurðaðgerð eftir að hann fékk heilablóð- fall í síðasta mánuði. Hann gæti verið lamaður að hluta öðrum megin í líkamanum, en er þó ekki sagður drafandi í tali, eins og oft vill verða eftir að fólk fær heilablóðfall. Hann er sagður vera á góðum batavegi. Fullyrt er að erlendir læknar, hugsanlega frá Kína eða Frakklandi, hafi framkvæmt aðgerðina. Heilablóðfallið er Kim sagður hafa fengið 15. ágúst. Það eru tvö suður-kóresk dagblöð, Dong-a Ilbo og JoongAng Ilbo, sem skýrðu frá þessu í gær, og vitna í ónefnda embættismenn. Reynist Kim vera ófær um að stjórna landinu gæti það sett alþjóðlegar samninga- viðræður um kjarnorkuafvopnun Norður- Kóreu í uppnám. Nú síðast hljóp snurða á þráðinn í þeim viðræðum þegar fulltrúar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna deildu um hvernig staðfesta mætti aðgerðir Norður- Kóreumanna. Einnig voru fulltrúar Norður-Kóreu ósáttir við að Bandaríkjamenn hefðu ekki staðið við loforð um að fjarlægja Norður-Kóreu af lista yfir ríki sem styðja hryðjuverkamenn. - gb Suður-kóresk dagblöð segja að leiðtogi Norður-Kóreu hafi gengist undir heilaskurðaðgerð: Kim Jong-il hugsanlega lamaður að hluta AÐALFRÉTT DAGSINS Íbúar í Suður-Kóreu gleyptu í sig fréttir dagblaðanna af leiðtoganum í Norður-Kóreu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á mánudaginn greindum við frá lélegri þjónustu hjá verkstæði Símans og almennt í þjóðfélag- inu. Í kjölfarið hafa okkur borist ótal ábendingar um lélega þjón- ustu. Þó kviknaði dauft ljós í neytendamyrkrinu þegar Elsa Jónsdóttir skrifaði til að segja okkur frá góðri þjónustu hjá Brimborg: „Sonur minn, 21 árs, keypti notaðan bíl hjá Brim- borg seinni part árs þegar tilboð var í gangi,“ skrifar hún. „Tekið var sérstak- lega fram að það væri búið að skipta um tíma- reim. Í síðasta mánuði, á leið heim úr vinnu, fór tímareimin. Hann var miður sín, sá fram á mikinn kostnað sem hann átti ekki fyrir. Þar sem bíllinn er enn í ábyrgð fór hann samt í Brimborg til að athuga hver staða hans væri. Samtalið tók fimm mínútur. Bíllinn var sóttur, farið með hann á verkstæði í viðgerð og hann fékk bíl til umráða á meðan. Strákurinn hafði áhyggjur af skemmdum sem koma þegar tímareim fer og hvernig viðgerðar- kostnaðurinn mundi skiptast. Nei, hann fær bílinn aftur í full- komnu standi og án kostnaðar. Hann er búinn að fá bílinn og er í skýjunum. Hann er staðráðinn í að næsti bíll verður keyptur hjá Brimborg.“ Dauft ljós kviknar í neytendamyrkrinu: Góð þjónusta hjá Brimborg Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is AÐ SLÍTA TÍMAREIM ER EKKERT GRÍN Sonur Elsu slapp með skrekkinn. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.