Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 12. september 2008 11 DÓMSMÁL Kaupsýslumaðurinn Jón Ólafsson vill fá tvo verjendur skip- aða í skattabrotamáli ríkislögreglu- stjóra gegn honum. „Þetta er mjög viðamikið mál þar sem reynir á mjög mismunandi álitsefni,“ segir Ragnar Aðalsteins- son, verjandi Jóns í Héraðsdómi Reykjavíkur, um þörfina á því að Jón fái Sigurð G. Guðjónsson einnig skipaðan verjanda við hlið Ragnars sjálfs. Héraðsdómur hafði áður hafnað því að Sigurður yrði verjandi Jóns í ljósi þess að ákæruvaldið kveður Sigurð vera hugsanlegt vitni og þar með vanhæfur sem verjandi. Hæsti- réttur lagði hins vegar fyrir héraðs- dóm að taka málið fyrir að nýju og leyfa þá lögmanni Jóns að vera með munnlegan málflutning. Sagði Ragnar Jón eiga rétt á verjanda að eigin vali. Hann benti á að í þau sex og hálft ár sem skattamál Jóns hefðu verið rannsökuð hefði Sigurður G. Guðjónsson aldrei verið kallaður til sem vitni hjá lögreglu. Helgi Magnús Gunnarsson, yfir- maður efnahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjóra, sagði lögin mjög skýr. Ekki ætti að skipa þá menn verjendur sem kynnu að verða kall- aðir til sem vitni í málinu. Rök fyrir því að víkja þessu til hliðar væru ekki nógu sterk. Jafnvel þótt vitna- listi hefði enn ekki verið útbúinn yrði Sigurður væntanlega leiddur fram sem vitni – ekki síst í ljósi þess að hann hefði um skeið haft stöðu sakbornings og hefði því sterk tengsl við málið. Úrskurðar dómara er að vænta á þriðjudag. - gar Sigurður G. Guðjónsson verji Jón Ólafsson ásamt Ragnari Aðalsteinssyni: Verður væntanlega leiddur sem vitni SAMHERJAR Sigurður G. Guðjónsson og Jón Ólafsson koma af stjórnarfundi hjá Norðurljósum hf. í nóvember 2003. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Ég er virkilega ánægður með komu flótta- mannanna til Akraness,“ segir Rachid um atburði vikunnar. „Þessar konur og börn þeirra hafa búið við hræðilegan aðbúnað í flóttamannabúðum undanfarin ár en fá nú tækifæri á nýju og betra lífi hér á Íslandi. Það gleður mig mjög að Íslendingar skuli taka á móti þeim með þessum hætti. Ég hef fylgst með þessu í fréttum og varð snortinn þegar ég sá myndir af þeim koma til landsins. Ekki síst þar sem nú er Ramadan. Mér finnst þetta því eins og gjöf frá guði, að fólkinu sé hjálpað og þeim gefin ný tækifæri. Þetta snýst samt ekki um uppruna eða trú heldur náungakærleik, hér er verið að hjálpa manneskjum. Stjórnvöld, Rauði krossinn og allir sem komu að þessu eiga hrós skilið.“ Rachid Benguella: Flóttafólki gefin ný tækifæri „Ég fór í brúð- kaup mjög góðs vinar míns á laugar- daginn. Þrátt fyrir að það væri ausandi rigning var dagurinn frábær, með kampavíni, góðum mat og dansi. Ræður brúðgumans og svaramannsins eru mér minnisstæðastar og ég sá nýja, rómantíska hlið á brúðgum- anum sem ég hef ekki séð áður. Á mánudaginn byrjaði ég svo í starfsnámi hjá Petro-Canada sem er alþjóðlegt olíu- og gasfyrirtæki. Það hefur verið nóg að gera í nýju vinnunni en ég er strax búin að læra mjög margt. Það hefur marga kosti í för með sér að búa í Lundúnum. En það er hræðilegt að byrja og enda vinnudaginn í neðanjarðarlestunum, sem ég nota til að komast til og frá vinnu.“ Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier: Í starfsnámi í Lundúnum VIKA 31 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA Junphen fylgist vel með gangi mála í heimalandi sínu Taílandi en þar hafa íbúar höfuð- borgarinnar Bangkok þeyst á götur út til að krefjast afsagnar forsætisráðherrans Sam- aks Sundaravejs sem hefur gerst sekur um stjórnarskrárbrot með því að þiggja greiðslur fyrir kokka- þátt sem hann sinnt meðfram stjórnmálastörfum. „Ég hef svolitlar áhyggjur af því að það sjóði uppúr og þá óttast ég um fjölskyldu mína,“ segir Junphen. „En ég vona að allt fari vel. Svo er ég nú að tína til pappíra því nú fer að styttast í að ég sæki um íslenskan ríkisborgararétt öðru sinni.“ Í fyrra skiptið var henni neitað þar sem hún hafði gerst sek um umferðar- lagabrot. Junphen Sriyoha: Áhyggjur af heimahögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.