Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 14
14 12. september 2008 FÖSTUDAGUR UMHVERFISMÁL Ekki hefur tekist að staðfesta að sæsteinsuga sé tekin að hrygna á Íslandi, þrátt fyrir að ummerki eftir þetta sníkjudýr hafi fundist á sjóbirtingi veiddum á Suðurlandi um þriggja ára skeið. Veiðimálastofnun gekkst fyrir sérstakri rannsókn með styrk frá Fiskræktarsjóði til að leita að lirfum sæstein- sugunnar, án árangurs. Nýverið kom út skýrsla hjá Veiðimálastofn- un um þessar rannsóknir á landnámi sæstein- sugu á Íslandi. Gerð var sérstök leit að sæ steinsugulirfum í Vestur Skaftafellssýslu, því grunur leikur á að sæsteinsugan sé tekin til við að hrygna í íslensku ferskvatni. Leitað var á allnokkrum stöðum á vatnasvæði Kúðafljóts, Skaftár og Grenlækjar. Engar lirfur fundust við leitina. Veiðimenn urðu varir við torkenni- leg sár á sjóbirtingum úr Kúðafljóti árið 2006 og var hlutfall særðra fiska í afla veiðimanna allt að áttatíu prósent. Sjúkdóma- og vefjarann- sókn á Rannsóknadeild fisksjúkdóma á Keldum staðfesti að ekki var um neinn þekktan sjúkdóm að ræða og beindust fljótlega grunsemdir að sæsteinsugunni. Vitað er að sæsteinssuga getur valdið dauða hýsils síns og getur hún einnig valdið miklum usla í stofnum laxfiska. Því eru veiðimenn hvattir til að senda myndir og upplýsingar til Suðurlandsdeildar Veiðimálastofnunar sjáist merki eftir þennan vágest. - shá Engar sannanir um hvort sæsteinsuga hrygnir í íslensku ferskvatni: Landnám vágests er enn óstaðfest UMMERKI Særðir fiskar hafa djúp hringlaga sár á kviði milli eyrugga og kviðugga eða framarlega á baki. MYND/VEIÐIMÁLASTOFNUN SÆSTEINSUGA Kvikindið er frumstæð fisktegund af flokki hringmunna. Hún er sníkjudýr sem festir sig á fiska í sjó með sogmunni sínum og nærist á líkams- vökva fórnarlambsins. MYND/VEIÐIMÁLASTOFNUN UMFERÐ Sjá má umtalsverða fækkun umferðar- lagabrota meðal ungra óreyndra ökumanna með bráðabirgðaskírteini eftir að lög um akstursbann og sérstök námskeið tóku gildi 27. apríl 2007. Þetta kom fram í fyrirlestri Holgers Torp, verkefnastjóra hjá Umferðarstofu, á morgun- verðarfundi í fyrradag um áhættuhegðun ungra ökumanna. Breytingar á lögunum höfðu það í för með sér að hægt er að taka unga ökumenn með bráðabirgðaskírteini úr umferð ef hegðun þeirra er á skjön við lög og reglur. Ökumenn eru með bráðabirgðaskírteini fyrstu tvö árin en hægt er að setja ökumann í akstursbann ef hann fær fjóra refsipunkta. Ökuréttindi fær hann ekki aftur fyrr en að loknu sérstöku námskeiði og endurteknu ökuprófi. Áhrif nýju laganna eru að um 55 prósent færri ökumenn hafa framið svo alvarleg umferðarlagabrot að ákvæði um akstursbann eða sviptingu taki gildi. Hins vegar vekur það athygli að fækkunin er minnst í ölvunarakstursbrotum eða samtals 21 prósents fækkun. Á sex mánaða tímabili áður en lögin tóku gildi voru 214 ökumenn með bráðabirgðaskírteini sviptir ökurréttindum fyrir að hafa fjóra refsipunkta í ökuferilsskrá. Á sex mánaða samanburðartímabili eftir gildistöku laganna hafði þeim fækkað í 73 ökumenn. Þá fækkaði hraðasviptingum úr 39 í nítján eða um 51 prósent. - ovd Lög um akstursbann virðast hafa áhrif á ökumenn með bráðabirgðaskírteini: Ungir ökumenn löghlýðnari en áður UMFERÐIN Á undanförnu ári hafa um tuttugu sérstök námskeið verið haldin fyrir um 200 unga ökumenn en áttatíu prósent þeirra eru karlar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HOLGER TORP HLÆJA Í RIGNINGUNNI Þessar tvær indversku meyjar hlógu dátt í úrhellinu í Hyderabad í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKIPULAGSMÁL „Við erum að byrja algerlega upp á nýtt,“ segir Svandís Svavarsdóttir borgarfull- trúi um forsögn að deiliskipu- lagsbreytingum fyrir Keilu- granda 1 sem samþykktar hafa verið í skipulagsráði. „Við erum ekki farin að vinna skipulag- ið sjálft en til að samráðið sé öflugt er forsögnin send til kynningar sem er ekki endilega venjan í ferli af þessu tagi. Það er því meira samráð við umhverfið en venjulega,“ segir Svandís. Hún segir uppbygging- una ekki eins yfirgengilega og talað hafi verið um í fyrstu. - ovd Skipulag við Keilugranda: Hófleg upp- bygging SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR FJÖLSKYLDUBÍLLINN SEM EYÐIR SVO MIKLU MIKLU MINNA. Skoda Octavia 1,9 TDI® - 4,9 lítrar á hundraðið Skoda Octavia er vandaður og ríkulega útbúinn verðlaunabíll í fullri stærð með pláss fyrir alla fjölskylduna og rúmgott farangursrými. Nýja TDI® dísilvélin, skilar miklu og jöfnu afli og býr yfir frábærum aksturseiginleikum (einnig fáanlegur með bensínvél). Skoðaðu Skoda Octavia - bílinn sem eyðir svo miklu miklu minna. Allir kaupendur Skoda Octavia fá frítt fyrir fjölskyldu sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í eitt ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.