Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 12. september 2008 15 VIÐSKIPTI Verðlaun fyrir ársskýrslu ársins 2007 féllu að þessu sinni í skaut Landsbanka Íslands. Við val á ársskýrslunni var sér- sök áhersla lögð á stjórnarhætti fyrirtækja og umfjöllun um launa- kjör stjórnenda samkvæmt regl- um fyrir útgefendur verðbréfa í Kauphöllinni. Stjórnvísi og NAS- DAQ OMX á Íslandi (Kauphöllin) veittu verðlaunin í fjórða sinn við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni í Kópavogi síðdegis í gær. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra afhenti verðlaunin og Svafa Grön- feldt, rektor Háskólans í Reykja- vík, flutti ávarp. Auk Landsbankans hlutu Kaup- þing banki og Bakkavör Group viðurkenningu fyrir sínar ársskýrslur. Bakkavör vann í fyrra, en Glitnir og Kaupþing árin þar áður. Þátttakendur í valinu eru hlutafélög sem skráð eru í Kaup- höllinni. Í áliti dómnefndar kemur fram að ársskýrsla Landsbankans sé „stílhrein og vönduð að allri gerð“. Þá er framsetning texta sögð skýr og myndefni styðja vel við texta. „Skýrslan gefur greinargóða mynd af stöðu bankans og starf- semi rekstrarsviða, fjármögnun og áhættustýringu. Umfjöllun um mannauðsmál, stjórnarhætti og samfélagslega ábyrgð er góð. Reikningar bankans eru skýrir og vel fram settir.“ - óká AFHENDINGIN Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra afhendir Sigurjóni Þ. Árnasyni bankastjóra verðlaun fyrir ársskýrslu ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Stjórnvísi og Kauphöll Íslands verðlauna í fjórða sinn fyrir ársskýrslugerð: Ársskýrsla Landsbankans sú besta SKIPULAGSMÁL Eigandi Laufásveg- ar 73 hefur nú fengið leyfi til að stækka hús sitt verulega. Áður hafði Þorsteini Jóns- syni í Vífilfelli verið synjað um leyfi fyrir stækkun húss- ins á grundvelli mótmæla emb- ættis forseta Íslands sem vís- aði til álits ríkis- lögreglustjóra um öryggi gesta í gestahúsi forsetans gegnt húsi Þorsteins. Eftir að úrskurðarnefnd skipu- lags- og byggingarmála felldi úr gildi synjun borgaryfirvalda á umsókn Þorsteins um byggingar- leyfi sótti hann um að nýju. Athugasemdir bárust þá frá nokkrum öðrum nágrönnum Þor- steins en forsetaembættinu. Skipulagsráð samþykkti þó leyfi fyrir 278 fermetra stækkun. Samkvæmt umsögn skipulags- stjóra verður að fjarlægja 400 rúmmetra af klöpp. Nágrannar hafi áhyggjur af ónæði og skemmdum. Kveður skipulags- stjóri þeim áhyggjum svarað með bréfi arkitekts Þorsteins sem segi það aðeins munu taka tíu virka daga að fleyga og fjarlægja klöppina af lóðinni. Ekki sé talin hætta á sprungumyndun í næstu húsum. Viðbótin við hús Þorsteins er að mestu neðanjarðar og því ekki sjáan leg frá götunni, fullyrðir skipulagsstjóri. „Sýnilegar breyt- ingar sem hafa áhrif á umhverfið eru stækkanir á anddyri og eld- húsi, þær breytingar hafa óveru- leg áhrif,“ segir í umsögninni. - gar Eigandi Vífilfells fær sitt fram eftir ágreining við borgina og forsetembættið: Sprengir fyrir jarðhýsi við hús sitt á Laufásvegi ÞORSTEINN JÓNSSON LAUFÁSVEGUR Ágreiningi um stækkun hússins á Laufásvegi 73 um 278 fermetra virðist lokið með samþykkt byggingarleyfis. SVÍÞJÓÐ Svíar ætla að breyta klæðnaði kvenna, sem sitja inni í sænskum fangelsum, þannig að þær klæðast bleikum kjólum sem eru einfaldir í sniðinu í staðinn fyrir hefðbundin fangaföt. Bleiki kjóllinn verður sýndur föngunum á sérstakri tískusýningu sem haldin verður í Stokkhólmi á næstunni. „Þetta er mikið áfall,“ hefur Aftonbladet eftir Jönu Grohn, fyrrverandi fanga. „Fyrir þá sem sitja inni hefur lífið ekki verið dans á rósum. Við sem höfum verið í neyslu höfum lifað erfiðu lífi,“ segir hún. - ghs Sænsk fangelsi: Konur í bleik- um kjólum SKIPULAGSMÁL Listaháskóli Íslands stendur fyrir tveimur opnum kynningarfundum næstkomandi laugardag í Regnboganum þar sem starfsemin sem og vinnings- tillaga í samkeppni um nýtt hús skólans verða kynnt. Sá fyrri hefst klukkan ellefu og hinn síðari klukkan eitt og verða þeir í sal tvö. Kynningarfundirnir eru öllum opnir og engin þörf er að skrá sig á þá. Húsið sem til stendur að reisa hefur verið mikið í umfjöllun að undanförnu og segir í fréttatilkynningu frá skólanum að markmið fundanna að auka þekkingu almennings á nýja húsinu. - jse Listaháskóli Íslands: Kynna nýtt hús á opnum fundi FJÖLMIÐLAR Mexíkóski auðkýfing- urinn Carlos Slim Helú keypti í gær 6,4 prósenta hlut í útgáfu- félagi bandaríska blaðsins New York Times og er þriðji stærsti hluthafi þess, samkvæmt flöggun bandaríska fjármálaeftirlitsins. Slim situr í öðru sæti á lista bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes yfir auðugustu einstakl- inga í heimi á eftir Warren Buffett, sem hefur átt hlut í bandaríska dagblaðinu Washing- ton Post um árabil. Slim Helú lýsti því yfir fyrr á árinu að hann hefði áhuga á að bæta fjölmiðlafyrirtæki við eignasafn sitt, sem samanstendur mestmegnis af farsíma- og tóbaksfyrirtækjum. Skömmu síðar keypti hann eitt prósent í útgáfufélagi breska blaðsins Telegraph. - jab Þeir ríkustu kaupa í fjölmiðlum: Slim þriðji stærstur í NYT SIMPLY CLEVER Verð frá kr. 2.890.000 Mánaðarleg afborgun: 34.500 kr.* *Miðað er við gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða, 30% útborgun eða 867.000 kr. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 11,9%. Skoda Octavia 1,9 TDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.