Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 18
18 12. september 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is UMRÆÐAN Guðmundur Oddsson Það er með ólíkindum hvernig umræðan hefur verið um þær breytingar sem Íslandspóstur hefur boðað í sambandi við lokun póstafgreiðslustaða og fækkun póstburðardaga á landsbyggðinni. Einkum eru það félagar í VG sem farið hafa mikinn og gildir þá einu hvaða forsendur liggja á bak við þessar ákvarðanir Íslandspósts, því tilgangurinn helgar meðalið hjá félögum í VG. Íslandspóstur fækkar ekki póst burðar- dögum eða lokar póstafgreiðslustöðum að gamni sínu. Það er mikill misskilningur að halda því fram að einhver skerðing á þjónustu felist í því að fækka póstburðardögum úr 5 í 3 á viku ef enginn póstur er til flutninga. Það getur tæpast verið mikil þjónusta fólgin í því að láta póstbíla aka tóma hundruð kílómetra á dag út um allt land. Á þeim afgreiðslu- stöðum sem hefur verið og mun verða lokað á næstu misserum hafa verið sárafáar afhendingar á dag og að mati Íslandspósts munu landpóstar auðveldlega geta haldið uppi sama þjónustustigi og í flestum tilvikum verður það betra. Allt frá stofnun Íslandspósts 1997 hefur það verið stefna að gera fyrirtækið að alhliða sterku flutn- ingafyrirtæki. Á fyrstu árunum eftir aðskilnaðinn við Símann þurfti að breyta rekstrinum mjög og treysta fyrirtækið og skapa því góð rekstrarskil- yrði. Það var erfitt en tókst og þegar á árinu 2004 samþykkti stjórnin að treysta stöðu Íslandspósts á landsbyggðinni með því að byggja 10 ný pósthús. Sú ákvörðun stjórnar grundvallaðist að sjálfsögðu á þeirri stefnu að auka enn betur alla þjónustu við landsbyggðina. Það eru því örgustu öfugmæli oað lesa það í dagblöðum sí og æ að Íslandspóstur sé að draga úr þjónustu sinni við landsbyggðina eins og feðgarnir Jón Bjarnason þingmaður VG og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfull- trúi í Skagafirði, hafa gert. Mér finnst raunar afstaða þeirra feðga mjög í anda VG og hafa þann eina tilgang að vera á móti öllu og öllum. Í grein Bjarna Jónssonar í Fréttablaðinu 10. september kemur raunar fram að tilgangurinn með greininni er eingöngu að koma höggi á samgönguráð- herra og Samfylkinguna, en hefur ekkert með póstdreifingu að gera. Sem stjórnarmanni í Íslandspósti til margra ára gremst mér að lesa stöðugt þær fullyrðingar sjálfskipaðra talsmanna landsbyggðarinnar úr VG, að við séum alltaf að vinna skemmdarverk gagnvart landsbyggðinni. Að sjálfsögðu ber stjórn fyrirtækisins fulla ábyrgð á stefnunni og sam- gönguráðherra hverju sinni kemur þar ekkert nærri. Okkur ber að reka fyrirtækið sem best og bera hag þess fyrir brjósti. Mér er ekki kunnugt um einhver lög um póstþjónustu, sem kveða á um lágmarksfjölda póstafgreiðslna á landinu, enda væri slíkt út í hött. Það eru hins vegar skýr áform Íslandspósts að tryggja öllum landsmönnum góða og örugga þjónustu og búa fyrirtækið undir breytt rekstrarumhverfi. Í ársbyrjun 2011 fellur einka- réttur Íslandspósts á dreifingu bréfa niður og þá verður fyrirtækið að vera tilbúið að keppa við samkeppnisaðila á jafnréttisgrunni. Ef Íslands- póstur nær ekki þeim markmiðum sínum, gæti ég trúað, að þá fyrst mætti landsbyggðin hafa áhyggjur af þjónustunni. Höfundur er varaformaður stjórnar Íslandspósts. Eru berin alltaf súr? GUÐMUNDUR ODDSSON SPOTTIÐ M esti trúverðugleikavandi ríkisstjórnarinnar á rætur í ólíkum viðhorfum stjórnarflokkanna til þess hvernig skipa eigi peningamálastjórninni til frambúðar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki alfarið horfið frá því mati að krónan geti dugað. Samfylkingin vill þar á móti taka upp evru. Upptaka evru er háð aðild að Evrópska myntbandalaginu og líklegast einnig Evrópusambandinu. Stjórnarflokkarnir sömdu um að hún væri ekki á dagskrá þetta kjörtímabil. Þeir bera jafna ábyrgð á því ákvæði. Þegar stjórnin var mynduð voru aðstæður með þeim hætti að ekki var útilokað að skjóta mætti því uppgjöri á frest. Þær aðstæður hafa breyst. Heita má óumdeilt að ríkjandi stefna í peningamálum hafi beðið skipbrot. Það eitt þarf þó ekki sjálfkrafa að þýða að krónan sé úr sögunni. Að því leyti eru tveir kostir enn fyrir hendi: Evra eða króna. Vandinn er hins vegar sá að enginn hefur komið fram með hugmynd að nýrri aðferðafræði við stjórnun krónunnar sem líkleg er til að skapa trú á að Ísland geti búið við sambærilegan stöðug- leika og viðskiptaþjóðirnar þegar til lengri tíma er horft. Við svo búið er evran því eini raunhæfi kosturinn. Það sjónarmið er uppi að bíða megi með mótun framtíðarstefnunnar í peningamálum þar til þjóðin er komin í gegnum þá djúpu lægð sem hún er nú stödd í. Annars vegar er það rökstutt með því að fólk muni hætta að kalla á evru þegar alþjóðalánsfjárkreppunni lýkur og hins vegar á þann veg að ekki megi bregða fæti fyrir Seðlabankann í miðju straumvatninu. Tvennt mælir gegn þessum kenningum. Í fyrsta lagi hefur Seðlabankinn þegar misst fótanna í straumnum. Ástæðan verður ekki alfarið rakin til mistaka stjórn- enda bankans. Það eru einfaldlega leikreglur laganna sem ekki ganga upp. Þeim veruleika verður ekki breytt með því að loka augunum. Trúverðugleika sem er farinn verður ekki viðhaldið. Í annan stað er dagljóst að það ræðst af viðbrögðum á vinnu- markaðnum hvort verðbólgan verður tímabundin eða varanleg. Byrji víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags breytist skammvinn kreppa í vísan varanlegan voða. Eigi forystumenn launafólks að geta varið kjaraskerðingu um stund þurfa þeir að sjá ljós í myrkrinu. Trúverðug peningastefna sem tryggir Íslandi sambæri- legan stöðugleika og aðrar þjóðir njóta er lykilatriði í því efni. Þar af leiðir að ekki er unnt að bíða í tvö til þrjú ár með að sýna það ljós. Varanlegur stöðugleiki og hagvöxtur ráða því hvort lífs- kjörin fara batnandi á ný. Forystumenn launafólksins og atvinnu- fyrirtækjanna þurfa að hafa vissu fyrir því að sú langtímastefna hafi verið mótuð sem gerir þetta mögulegt. Mikilvægt er að hafa í huga að evra leysir þjóðina ekki undan tímabundinni kjaraskerðingu. Hún leysir stjórnarflokkana ekki heldur frá þeirri ábyrgð að koma fram með verulega aðhalds- samar fjárlagaráðstafanir. Evran er með öðrum orðum ekki sjálfkrafa lausn á vanda. Á hana ber miklu fremur að líta sem annað efnahags umhverfi sem gerir mönnum auðveldara að ná óumdeildum stöðugleika markmiðum. Eftir sem áður geta menn farið vel eða illa að ráði sínu. Ólíklegt er að þjóðin fallist á að stjórnarsáttmálinn hindri að fara megi greiðfærustu leiðina til að ná tökum á þessu lykilatriði í efna- hagsstjórninni. Svarið við þeirri spurningu hvort bíða megi með framtíðarstefnumótun í peningamálum er að þessu virtu: Nei. Má ný stefnumótun í peningamálum bíða? Nei ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Úrval af skólavörum 60-80% afsláttur Skeifunni • Smáralind • Hafnarfirði • Selfossi • Vestmannaeyjum • Egilsstöðum • Akureyri • Ísafirði Var eitthvað sem þú áttir eftir að versla fyrir skólann? Ókyrrð Einhver ókyrrð er hlaupin í Frjáls- lynda flokkinn, miðað við fréttir undan farna daga. Fyrr í vikunni varpaði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður flokksins, þeirri bombu að það ætti að bjóða flóttamenn vel- komna til Íslands og taka vel á móti þeim. Þetta túlkaði varaformaður flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, sem grófa árás á sig og sakaði Kristin um fordóma (gegn hverju fylgdi reyndar ekki sögunni). Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, var ekki fyrr byrjað- ur að bera vopn á klæðin en Sigurjón Þórðarson, fyrrver- andi þingmaður frjáls- lyndra, lýsti yfir að ef til vill væri það góð hugmynd að Guðjón Arnar viki sem formaður flokksins og Sigurjón sjálfur tæki við, eins og félag frjálslyndra í Eyjafirði hefur lagt til. Hraustleikamerki Ljóst er að það yrði á brattann að sækja fyrir Sigurjón, enginn af þing- mönnum flokksins né varaformaður- inn styðja hann til starfans. Sigurjón yrði fyrst og fremst að afla sér stuðnings í grasrótinni. Með þessu fylgjast áhugamenn um stjórnmál auðvitað spenntir næstu mánuði. Hvað sem því líður er ljóst að ekkert stjórnmála- afl iðar jafn mikið af lífi og Frjálslyndi flokkurinn um þessar mundir, sem er auðvitað fyrst og fremst hraustleikamerki. Síðasta framfaramálið Guðmundur Steingrímsson, þing- maður Samfylkingarinnar, rakti á Alþingi í gær aðdragandann að stofn- un umhverfisráðuneytisins árið 1990 og þeim litla skilningi sem það mætti á sínum tíma. Var það hins vegar mat Guðmundar að stofnun umhverfisráðu- neytisins væri eitt síðasta framfaramálið sem þakka mætti Framsóknarflokknum. Bíddu, hver var aftur for- maður Framsóknarflokks- ins og forsætisráðherra árið 1990? bergsteinn@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefándsóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.