Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Rósa Tryggvadóttir, sjúkraþjálfari hjá Eflingu á Akureyri, segist ekki vera dugleg að elda. En þegar hún lætur til sín taka í eldhúsinu bakar hún matarmiklar pitsur, svokallað- ar Rósupitsur. „Grunnurinn að botninum kemur frá mömmu en svo hef ég bætt við hann og breytt. Mér fundust heima- bökuðu pitsurnar hjá mömmu allt- af svo góðar því hún setti alls konar afganga á pitsurnar og þær urðu svo matarmiklar,“ segir Rósa um tildrög þess að hún reyndi fyrir sér með pitsubaksturinn. Hún hefur gaman af því að gera tilraunir með deigið til hollustu og bætir út í það fræjum og kryddi eftir smekk. „Stundum set ég óreganókrydd út í deigið til að gera þetta svolítið ítalskt. Oft set ég sólblómafræ og stundum sesamfræ en fræin gefa mjög gott bragð og gera pitsuna líka aðeins hollari. Það má þó ekki setja mikið af sesamfræjunum því þau geta verið bragðsterk. Ég set líka heilhveiti til helminga við hveitið.“ Þegar botninn er orðinn tiltölu- lega hollur segir Rósa hægt að leyfa sér að bæta matarmiklu áleggi út á. „Ég er hrifin af mozzarella-osti, tómötum og basil- iku en vinsælasta pitsan heima hjá mér er með skinku, pepperóní, sveppum og beikoni og stundum lauk. Hún er bragðmikil og góð en ég reyni þá að nota fituminna beikon. Svo er pitsan rosalega góð í nestið daginn eftir. Þá hefur álegg- ið fengið að setjast í og það er komið meira bragð af pitsunni. Ég baka oft tvær pitsur, svo við getum tekið með okkur í nestið. Annars baka ég pitsurnar á tyllidögum og þær eru vinsælar hjá gestum.“ heida@frettabladid.is Krydd og fræ í botninn Rósa Tryggvadóttir sjúkraþjálfari segir heimabakaðar pitsur bestar. Þær geti einnig verið hollari en skyndibitapitsur, en hún bætir ýmiss konar fræjum og kryddi í botninn til að gera hann hollari. Pitsurnar hennar Rósu með skinku, ananas, gráðosti og beikoni annars vegar og rjómaosti, skinku og sveppum hins vegar eru sérstaklega góðar daginn eftir. MYND/HEIDA.IS BOTNINN Í RÓSU-PITSUNA 3 dl heilhveiti 3 dl hveiti smá salt 4 tsk. þurrger fræ eftir smekk og/eða óreganó- krydd 3 dl volgt vatn Látið hefast meðan áleggið er skorið niður. FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐURINN er kærkominn staður fyrir fjölskylduna um helgar. Þar gefst börnum, unglingum og fullorðnum færi á að komast í snertingu við húsdýr og fá svo útrás í leiktækjum um helgar á meðan veður leyfir. Þar er haft opið frá klukkan 10 til 17 alla daga. Sjá www.husdyragardur.is. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H ri n g b ro t 6.490 kr. 4ra rétta tilboð til 25. september · Léttreyktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Humarsúpa, rjómalöguð með grilluðum humarhölum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu · · Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.990 kr. Banfi kvöldverður 26. september er á ný boðið upp á Banfi kvöldverð í Perlunni, þar sem andi Toscana héraðsins á Ítalíu svífur yfir vötnum. Í boði verður 4ra rétta seðill með eða án víns. Jazztríó Björns Thoroddsen spilar. Sjá nánar á perlan.is. Villibráðarhlaðborðið hefst 16. október. Aftur á dagskrá!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.