Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 25
„Fólki finnst þetta snilldarhug- mynd. Það er mikið um að vinkon- ur og vinir skrái sig og kynjaskipt- ingin er nokkuð jöfn. Ég mun raða til borðs en blanda mér ekkert í hverjir gista saman og gef leyfi til að fólk ráfi milli herbergja. Aldurstakmarkið er 25 ár svo hér er um fullþroskað fólk að ræða,“ segir Óli Jón Ólafsson, hótelstjóri á Hótel Hvolsvelli, þegar hann er inntur eftir fréttum um blint stefnumót sem hótelið efnir til á morgun. Hér er um nýlundu að ræða sem vakið hefur athygli. „Þegar ég var að raða niður dag- skrá haustsins á hótelinu sá ég að þessi helgi var laus og þar sem mér finnst einhleypir vera gleymdur hópur þá ákvað ég að efna til sér- staks kvölds þar sem þeir væru boðnir velkomnir,“ segir Jón og lýsir fyrirkomulaginu. „Fólk getur komið hér upp úr hádeginu á laugar- deginum, slappað af og notað heitu pottana. Klukkan hálf átta um kvöldið verður fordrykkur, síðan er sest við langborð og notið þriggja rétta kvöldverðar og skemmtiatriða. Ég vil ekki gefa meira upp um þau en get fullyrt að ekki verður um dónaskap að ræða. Þetta verður bara rómantískt kósí- kvöld. Fólk er hér í notalegu umhverfi, hótelið er skreytt með kertum og rauðum rósum og lokað fyrir aðra en þennan hóp. Síðan verður ball með hljómsveit síðar um kvöldið.“ Ekki vill Óli Jón viðurkenna að hér sé um hjónabandsmiðlun að ræða. „Nei, þetta er allt á frjálsum nótum,“ segir hann. „Ég er auðvit- að að vona að einn eða tveir finni sér framtíðarmaka um helgina. Það væri gaman að því. Ég er búinn að lofa að ef svo fari fái það par rómantíska helgi hér í brúðargjöf.“ gun@frettabladid.is Rómantískt kósíkvöld Starfsfólk Hótels Hvolsvallar mun leggja sig fram um að skapa skemmtilega stemningu á laugardags- kvöldið þegar þangað er boðið einhleypum einstaklingum af báðum kynjum á stórt blint stefnumót. Hótel Hvolsvöllur er nýlega stækkað og endurbætt. Þar eru 54 herbergi og nýr veitingasalur. MYND/BJÖRGVIN ÓSKARSSON Stefán Ragnarsson matreiðslumeistari, Óli Jón Ólafsson hótelstjóri og Gunnar Már Geirsson veitingastjóri munu gera sitt til að kvöldið verði gestunum eftir- minnilegt. MYND/BJÖRGVIN ÓSKARSSON LASER TAG hentar þeim sem vilja upplifa spennu um helgina, en fyrirtæk- ið Laser Tag sérhæfir sig í þess konar skemmtun. Þátttakendur klæðast vestum með áföstum skotmörkum og er markmiðið að hitta skotmörk andstæðingsins með leiserbendla-byssum. Sjá www.lasertag.is. GLEÐISTUNDIR Í IÐUSÖLUM Fyrsta flokks aðstaða, ljúffengar veitingar, frábær þjónusta og glæsilegt útsýni. Með kveðju Hafsteinn og Níels Iðusalir | Lækjargata 2 a - Iðuhúsinu | s: 517 5020 - idusalir@idusalir.is www.idusalir. is Reykjanesbæ • Hafnargötu 10 • s: 421 4601 • www.rain.is • rain@rain.is Alla laugardaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.