Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 12.09.2008, Blaðsíða 50
 12. september 2008 FÖSTUDAGUR Um síðustu helgi hófst mikil myndlistarveisla í Kaupmannahöfn: U-TURN – myndlistarhátíð, sem haldin er á fjögurra ára fresti og tileinkuð er sam- tímalist, hófst 5. september og varir í tvo mánuði. Samtímis U-TURN var um opnunar- helgina listamessan Copenhagen Contemporary og voru ýmis gall- erí í borginni opin lengur þá helgi með samstilltum opnunum á nýjum sýningum, meðal annars hins þekkta danska málara Michael Kvium. Henni má ekki rugla saman við þriðju messuna Art Copenhag- en sem er haldin um næstu helgi, 19. til 21. september í Forum-sýn- ingarhöllinni. U-TURN býður andstætt hinum messunum tveimur upp á samtíma- list og samanstendur af sýningum í gömlu Nikulásar-kirkjunni og stórri sýningu á Kunsthallen og víðar: á landi Carlsberg í Valby er stór sýn- ing og fleiri lóköl eru lögð undir smærri sýningar: Camp X, Kvik- myndasafnið í Gothersgötu, Ny Carlsberg Glyptotek og Takkelloft- et í nýju Óperunni. Meðal verka sem sett upp verða á U-TURN er nýr skúlptúr eftir Ólaf Elíasson. Á Norðurbryggju var um siðustu helgi opnuð sýning á málverkum eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Frumkvæði að sýningunni sem er í menningarsetrinu á Íslandsbryggju átti íslenski sendiherrann Svavar Gestsson. „Eðli mannsins – að segja sannleikann“ kallar listamaðurinn sýninguna, en hún er unnin í sam- vinnu við Sendiráð Íslands, með veglegum styrk frá Skiptum hf. Til hliðar við Art Copenhagen verður haldin messan Alternative Copenhagen, sem er sýning og ráð- stefna sýningarstaða og gallería af Norðurlöndunum. Kling & Bang gallerí verður fulltrúi Íslands á þessari ráðstefnu. Kling & Bang verður með sérsvæði á viðburðin- um, þar sem ýmsir listamenn verða kynntir sem og glæný mynd eftir íslenska og pólska listamenn verð- ur sýnd. Það er 36 mínútna löng mynd er heitir Exquisite Corpse í Nikisialka, sem var unnin af sextán íslenskum og pólskum listamönn- um í sumar í Póllandi. Alternativ Copenhagen stendur yfir daganna 19.-21.september og fer fram í Fabrikken for Kunst og Design á Sundholmsvej 46 í Kaup- mannahöfn. Íslensk list í Höfn HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 12. september ➜ Viðburður 18.00 Fallegi, viðkvæmi, konung- dómur þinn Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýnir performans í Kling og Bang galleríi, Hverfisgötu 42. ➜ Opnanir 16.00 Flæði Guðný Svava Strand- berg opnar sýningu á pennateikn- ing um og vatnslitamyndum í Bog- anum í Gerðubergi. Sýningin stend- ur til 10. nóvember Menningar mið- stöðin Gerðuberg, Gerðubergi 3-5. 18.00 Heim Birta Guðjónsdóttir opnar einkasýningu í Gallery Turpentine, Ingólfsstræti 5. Sýningin stendur til 27. september. 19.30 Pétur Þór Gunnarsson opnar sýningu í Gallery Borg, Skip- holti 35. Pleinairism i8 gallery opnar sýn- ingu á verkum 38 myndlistamanna frá ýmsum löndum. i8 gallery, Klapparstíg 33. ➜ Fyrirlestrar Jákvæð sálfræði Málþing á Há skóla- torgi Háskóla Íslands kl. 8.30-11.30. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Vinnustofa fyrir fagfólk í jákvæðri sálfræði Háskólatorg Háskóla Íslands kl. 13-16. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. ➜ Myndlist Sólveig Eggertz Pétursdóttir sýnir akrýlmálverk í Menningarsalnum í Hrafnistu. Sýningin stendur yfir til 10. nóvember og er opin alla daga. Hrafnista, Laugarási. Bíttar ekki máli og Generosa Sýn ingum Sigga Eggertssonar og Raquel Mendes lýkur á mánudaginn. GalleríBOX, Kaupvangsstræti 10, Akur eyri. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Það stendur mikið til í Salnum í kvöld kl. 20, en þá mun einn af þekktustu flautuleikurum heims, William Bennett, koma þar fram á tónleikum ásamt píanóleikaranum Ingunni Hildi Hauks dóttur og landsliði íslenskra flautuleikara. Íslenski flautukórinn stendur fyrir komu Bennetts hingað til lands. Á tónleikunum í Salnum leikur William Bennett einleiksverk eftir Johann Sebastian Bach, Saint- Saëns og Doppler, og samleiksverk með íslenskum flautuleikurum. Bernharður Wilkinson, sem starfaði hér á landi um áratuga- skeið og ól upp tvær kynslóðir íslenskra flautuleikara, var nem- andi Bennetts og verður Bernharð- ur sérstakur gestur hátíðarinnar. Í lok tónleikanna leikur svo allur Íslenski flautukórinn með William Bennett. - vþ Fjórar kynslóðir á flautu WILLIAM BENNETT Kemur fram á spenn- andi flaututónleikum í Salnum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gunnhildur Þórðardóttir opnar sýninguna Svartir þræðir á morg- un kl. 14 í Grafíksafni Íslands, hafnarmegin í Hafnarhúsinu. Að sögn Gunnhildar var hugmyndin á bakvið sýninguna sú að vinna grafíkverk og skúlptúra með aðeins tveimur litum, svörtum og hvítum, til þess að ná fram full- komnum andstæðum. Þetta er önnur einkasýning Gunnhildar á Íslandi; sú fyrri var sýningin Sam- ræmi í SuðSuðVestur í Keflavík árið 2006. Áður hefur Gunnhildur haldið einkasýningar í Cambridge og Kaupmannahöfn. Hún hefur að auki tekið þátt í mörgum samsýningum bæði á Íslandi og erlendis. Sýningin Svartir þræðir stendur til 28. september og eru allir velkomnir. - vþ Tveir andstæðir litir MYNDLIST Helga Hjörvar, framkvæmdastjóri Norðurbryggju, Helgi Þorgils Friðjóns- son, Hreinn Loftsson, fyrir hönd Skipta hf., og Svavar Gestsson sendiherra. MYND/MARTIN HILKER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.