Fréttablaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 13. september 2008 — 249. tölublað — 8. árgangur SMÁR VÖXTUR ER LEYNIVOPNIÐ MITT Leikkonan Anita Briem segir frá uppvextinum, korselettum í Tudors og ástinni á bardaga- listum. VIÐTAL 26 LÖGREGLUMÁL Fjöldi lögreglumanna sem nú starfa á höfuðborgarsvæðinu er 311, að sögn Harðar Jóhannessonar, aðstoðarlögreglustjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Það þýðir að þeir hafa ekki verið færri frá því fyrir 1990, en á sama tíma hefur íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um rúmlega 40 þúsund. Ef lögreglunemar eru taldir með var starfslið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 21 manni fámennara í ár en í fyrra. „Við auglýstum eftir 25 lögreglumönnum í sumar en náðum aðeins átján,“ segir Hörður. „Þetta er ekkert neyðarástand en vissulega þýðir þetta meira álag á þá sem eru á vakt.“ Hann segir einnig hugsanlegt að aukin harka í ofbeldismálum sem lögreglan þarf að takast á við valdi því að fólki hugnist síður að leggja lögreglustörf fyrir sig. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuð- borgarsvæðinu, sagði í samtali við Fréttablað- ið að á góðum degi ættu 20 til 25 lögreglumenn að vera við eftirlit. En samkvæmt heimildum blaðsins voru 11 lögreglumenn úr almennri deild á vakt á hádegi í gær. „Við erum búnir að vera að vekja athygli á þessu lengi,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna. „Það sem ég heyri frá lögreglumönnum gefur ástæðu til að álykta að menn vilji ekki vinna við lögreglustörf á höfuðborgarsvæðinu miðað við það álag sem þar er og þau lágu laun sem í boði eru.“ Hann segir grunnlaun lögreglu- manns vera 181.202 krónur og litlir möguleik- ar séu á að hækka þau fyrstu fimm árin. Hann segir enn fremur: „Auðvitað er það óviðunandi að lögreglumenn séu færri nú en árið 1990. Á sama tíma hefur íbúum fjölgað, bílum fjölgað og erlendum íbúum fjölgað, en mál er varða þá taka yfirleitt lengri tíma og eru þyngri í vöfum, og svo tel ég alveg víst að málum hafi fjölgað og harkan aukist.“ - jse Lögreglumönnum fækkar á meðan íbúum fjölgar Í árslok 1990 voru lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu 327 en nú eru þeir 311. Á sama tíma hefur íbúum á svæðinu fjölgað um rúmlega 40 þúsund. Ekki tókst að ráða í 25 lögreglustörf sem auglýst voru í sumar. VIÐSKIPTI Björgólfsfeðgar ráða meira en tveimur þriðju af Eim- skipafélaginu. Þeir velta fyrir sér að taka félagið yfir í heild sinni, samkvæmt heimildum Markaðar- ins, vegna ábyrgðar sem fellur á félagið vegna gjaldþrots XL Leis- ure Grop í gær. Gengi hlutabréfa í Eimskipafé- laginu féll enn á ný þegar fréttist af gjaldþrotinu. Lán Eimskipafé- lagins nema 150 milljörðum króna. Markaðsvirði Eimskipafé- lagsins er hins vegar ríflega tíu sinnum minna. Gengi hlutabréfa í félaginu hefur fallið um 77 prósent frá ára- mótum. Þá var markaðsvirði félagsins tæplega 70 milljarðar króna, en var komið í niður í rúma fjórtán milljarða við lokun mark- aðar í gær. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eim- skips, segir að unnið sé að sölu eigna sem ekki tengjast flutninga- starfsemi. Mikið grynnki á skuld- um og fjármagnskostnaði félags- ins eftir nokkra mánuði, þegar það sé um garð gengið. Um helm- ingur skulda Eimskips nú sé vegna kanadíska félagsins Versa- cold Atlas. - ikh / sjá síður 16 og 17 Björgólfsfeðgar eiga í raun yfir tvo þriðju Eimskips og gætu tekið félagið yfir að fullu: Virði Eimskips tíund af skuldum ´80 ´85 ´90 ´95 ´00 ´05 301 327 360 336 311 Heimild: Ársskýrslur lögregluembætt- anna og aðstoðarlögreglustjóri FJÖLDI LÖGREGLUMANNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ´08 TÍSKUVIKAN Í NEW YORK Marc Jacobs og Rodarte slá í gegn með vorlínum sínum ALLIR BÍLAR Á EINUM STAÐ - Á KLETTHÁLSI VÍÐA VÆTA Í dag verða suðaustan 5-13 m/s, hvassast með ströndum sunnan til og austan. Mikil rigning suðaustan til, annars víða skúrir en þó þurrt að kalla norðaustan til fram á kvöld. Hiti víðast 12-17 stig. VEÐUR 4 14 13 15 14 13 SAMGÖNGUR Þórunn Sveinbjarnar- dóttir umhverfisráðherra er þeirrar skoðunar að skoða beri hvort ríkisvaldið eigi að taka upp beinan stuðning við almennings- samgöngur. „Við verðum að skoða möguleikann á niðurfellingu þeirra gjalda sem nú eru lögð á almenningssamgöngur. Þá er hægt að horfa til skattaívilnana eða jafnvel beinna ríkisstyrkja. Allt þetta þarf að skoða og ég er tilbúin til þess. Almenningssam- göngur eru tæki til að draga úr mengandi útblæstri,“ segir Þórunn. Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra segir enga ákvörðun hafa verið tekna um beinan stuðning. Almenningssamgöngur verði þó efldar, enda kveði á um það í stjórnarsáttmálanum. - kóp / sjá síðu 12 Umhverfisráðherra: Skoða á stuðn- ing við strætó ÍSLAND ER MITT LAND NÚNA Lena Mazar kom til nýrra heimkynna sína á Akranesi aðfaranótt þriðjudags, ásamt sonum sínum Abdhulla og Mohammed, og dótturinni Nadiu. Hún er staðráðin í að samlagast samfélaginu á Skaganum og strákarnir eru strax byrjaðir í boltanum. sjá síðu 28 FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM McCain vann forsetakosningarnar Atli Bollason og Anna Ólafsdóttir Björnsson ræða bíómenningu, tann- lækningar og bandaríska pólitík 30 44 heimili&hönnunLAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 ● BÖRN Hugmyndafl ug og leikur● HÖNNUN Með tímann um hálsin FY LG IR Í D A G VEÐRIÐ Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.