Fréttablaðið - 15.09.2008, Side 1

Fréttablaðið - 15.09.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI fasteignir 15. SEPTEMBER 2008 Fasteignasalan Perla Investments og RE/MAX Bær eru með til sölu íbúðir við Punta Prima strönd á Spáni. Í búðirnar eru í blokk við Punta Prima-strönd, sem hefur notið mikilla vinsælda og er bæði í 30 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante-flugvelli og Murcia-flugvelli.Íbúðin á myndinni til hliðar skiptist niður í opið eldhús, stofu/borðstofu, tvö svefnherbergi, baðher-bergi og verönd. Íbúðunum fylgir sameiginlegur garður með tveimur sundlaugum auk sameiginlegs púttvallar. Þær eru í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá ströndinni, þar sem óviðjafnanlegt útsýni er út á Miðjarðarhafið.Þá er öll þjónusta innan seilingar. Hægt er að rölta á nærliggjandi veitingastaði og eins eru kjörbúðir, veitingastaðir, apótek, barir og fleira staðsett í þjónustukjarna í tíu mínútna göngufjarlægð. Að auki er stutt í ýmiss konar afþreyingu fyrir alla fjölskylduna, þar á meðal golf, tívolíferðir, vatnagarð og fleira.Þess skal getið að íbúðirnar kosta frá 201.160 evrum.Þessi eign ásamt fleirum verður kynnt í opnu húsi á Spánareignum hjá Remax Bæ Malarhöfða 2, helg-ina 20. og 21. september á milli klukkan 12 til 16 báða daga.Nánari upplýsingar veitir RE/MAX Bær, um-boðsaðili Perla Investments á Íslandi. Snorri Sig-urfinnsson í síma 864 8090, ss@remax.is. Magnús Ninni Reykdalsson í síma 694 9999, maggi@remaxis. Frekari upplýsingar um feru fá Fyrsta flokks íbúðir fáanlegar á Spáni Íbúðin í blokkinni skiptist í opið eldhús st f / tvö svefnherber i b Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095 www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i Mjög góð 151 fm íbúð á 4. hæð, íbúðin er á tveimur hæðum og skiptist í forstofu, þrjú svefnherbergi, tvær stofur, eldhús og tvö baðherbergi, tvennar svalir eru á íbúðinni. SKIPTI Á MINNI EIGN KOMA TIL GREINA OPIÐ HÚS Í DAG MÁNUDAG MILLI KL. 17:30 OG 18:00FUNALIND 11, EFSTA HÆÐ. ÁHV. 20 MILLJ. GÓÐ LÁN OPIÐ HÚS HÚSIN Í BORGINNI • Klapparstíg 5 • 101 Reykjavík • Sími 511 5005 • www.husin.is Fr u m Telma Róbertsdóttir Löggiltur fasteignasali … það borgar sig! ÞARFT ÞÚ AÐ SELJA?Það kostar þig EKKERT að skrá eignina þína hjá okkur.Löggiltir fasteignasalar með þér alla leið. Sími 511 5005 Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Til að útbúa almennilegan mat og skera kjöt án áreynslu þarf að vera til brýni á hverju heimili, en ekkert pirrar mig meira en bit- lausir hnífar,“ segir hárgreiðslu- maðurinn og X Factor-sigurvegarinn Jógvan Ha Íslendingar hafa flaskað á góðu brýni í eldhús sín til þessa, en Færeyingum þykja brýni ómiss- andi í eldhúsverkunum,“ segir Jógvan. F og við Íslendinga. Auðvitað er alltaf frábært að fara heim því úti er gott, en heima er best o éverð viðþ l Úti er gott en heima best Í Breiðholtinu er tónlistarmaðurinn Jógvan Hansen með íslenskan búskap með færeysku ívafi; hann lumar á kröftugu hnífabrýni og Oxo-kjötkrafti, en hvort tveggja þykir ómissandi á færeyskum heimilum. Jógvan í eldhúsinu heima með brýnið góða og hvassan kuta. Hann segist hafa staðið yfir pottum móður sinnar í Færeyjum til að uppgötva galdurinn við sósugerðina, sem reyndist Oxo-kjötkraftur sem til er á hverju heimili Færeyinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDUNNIN KERTI koma oft vel út en henta kannski ekki vel í alla kertastjaka. Eitt gott ráð við því er að sníða mjóan svamprenning í stjakann, sem styður þá við kertið ef það er í mjórra lagi. Frá þessu er greint í bókinni 500 hollráð – Handbók heimilisins sem er sneisafull af alls kyns fróðleik. • 5 tímar í skvass• 5 tímar í Golf • máltíð á BK Kjúkling• 5 tímar í ljós • frítt í allar ÍTR sundlaugarnar• frír mánuður fyrir vin• tækjakennsla • bolur • brúsi SportKlúbburinn Sími: 512 5000 MÁNUDAGUR 15. september 2008 — 251. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Ég er 100% endurvinnanlegur H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 0 8 – 1 5 4 1 www.americanexpress.is Kortið sem kemur þér út Tvöfaldi r Vildarpu nktar í septem ber Gildir af allri veltu EVRÓPUMÁL Möguleikinn á að Íslendingar geti samið um aukaaðild að myntbandalagi Evrópusambandsins á grundvelli EES-samningsins er mjög langsóttur. Þetta er álit Håkans Jonsson, aðstoðarevr- ópumálaráð- herra Svíþjóð- ar. Jonsson segir jafnframt að Svíar myndu fagna því mjög ef Íslendingar ákveddu að sækja um fulla aðild að ESB. Hann sé þess fullviss að finna megi lausn á hverju því sem upp kunni að koma í aðildarviðræðum. En hann varar við því að hefja slíkar viðræður á kröfum um undanþágur frá gildandi reglum ESB, svo sem á sviði sjávarútvegsmála. - aa / sjá síðu 12 Sænskur aðstoðarráðherra: Evra án ESB mjög langsótt HÅKAN JONSSON Brugðið á leik Menningar- og fjölskylduhátíð Breiðholts hefst í dag með metnaðarfullri dagskrá. TÍMAMÓT 18 FASTEIGNIR Fyrirtaksíbúðir við vinsæla strönd á Spáni Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG JÓGVAN HANSEN Á hnífabrýni sem er sérstöku uppáhaldi • matur • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Ánægðir með Ísland Blaðamaður tímaritsins Musicweek skrifar um tónlistarráðstefnuna You Are in Control og eys íslenska tónlist lofi. FÓLK 22 Kvikmyndahandrit í tískubók Útdrátt úr nýju handriti Þorgríms Þráinssonar má lesa í kynningarbók tískumerkisins Ander- sen&Lauth. FÓLK 30 DÁLÍTIL VÆTA Í dag verða suð- vestan 5-10 m/s. Þurrt að mestu fyrir norðan og austan en annars smá skúrir sunnan- og vestanlands. Hiti verður víða á bilinu 10-16 stig, hlýjast norðaustanlands. VEÐUR 4 11 12 13 12 11 EFNAHAGSMÁL Stórefling krónunnar eða upptaka evru eru þeir kostir sem standa til boða sem gjaldmiðill til framtíðar fyrir íslenska hag- kerfið. Aðrir kostir, svo sem upp- taka svissnesks franka og norskrar krónu, koma ekki til greina. Þetta er meginniðurstaða nýrrar skýrslu gjaldmiðilsnefndar Framsóknar- flokksins. Skýrslan verður kynnt formlega í hádeginu á morgun. Verði sú leið valin að viðhalda krónunni sem framtíðargjaldmiðli myndi það að mati nefndarinnar fela í sér að stórefla yrði gjaldeyr- isvarasjóðinn, með þeim mikla tilkostnaði sem því fylgir fyrir íslenskt hagkerfi. Einnig yrði stjórn peningastefnunnar að taka breyt- ingum. Nefndin telur að upptaka evru sem gjaldmiðils myndi fela í sér umsókn um fulla aðild að peninga- málastefnu Seðlabanka Evrópu. Að mati nefndarinnar er evran sá erlendi gjaldmiðill sem hentar íslensku hagkerfi best. Hún sé stór, alþjóðlegur gjaldmiðill sem endur- spegli utanríkisviðskipti þjóðarinn- ar. Upptaka annarra gjaldmiðla er ekki talin koma til greina af hálfu nefndarinnar. Gjaldmiðilsnefnd Framsóknar- flokksins vann skýrsluna undir for- ystu Jóhannesar Geirs Sigurgeirs- sonar, fyrrverandi alþingismanns. Nefndin, sem í sitja fulltrúar úr öllum kjördæmum, fékk sérfræð- inga og hagsmunaaðila í lið með sér til að greina stöðuna í gjaldmiðils- málum. Efni skýrslunnar hefur verið kynnt þingmönnum flokksins, og verður kynnt formlega á opnum fundi á morgun. Nefndin kemst auk þess að þeirri niðurstöðu að mistök hafi verið gerð í hagstjórn landsins á uppgangstíma síðustu ára. - kg Króna eða evra einu raunhæfu kostirnir Upptaka svissnesks franka og norskrar krónu koma ekki til greina að mati gjaldmiðilsnefndar Framsóknarflokksins. Nefndin skilar skýrslu á morgun þar sem segir að króna með stórum gjaldeyrisvarasjóði eða evra henti best. FERÐAIÐNAÐUR Tveggja manna kaf- bátur verður leigður til Dalvíkur frá US Submarines í Bandaríkj- unum næsta sumar. Tveir sér- fræðingar koma með bátinn til að meta hvort raunhæft sé að bjóða upp á neðansjávar-skoðunar ferðir fyrir ferðamenn í Eyjafirði. Þetta kom fram á hugmyndaþingi sem Samtök atvinnulífsins, SA, stóðu fyrir á Hofsósi nýlega. Hugmyndin er að starfrækja kafbát fyrir 36 farþega og sigla um Eyjafjörð á tólf sjómílna hraða ofansjávar og fimm sjó- mílna hraða neðansjávar, skoða undur hafsins og elta hvali. Haft er eftir Frey Antonssyni, upplýsingafulltrúa Dalvíkur- byggðar, á vef Samtaka atvinnu- lífsins, að hugmyndin sé bæði djörf og áhættusöm en hún sé einstök á heimsvísu á tvennan hátt. „Í fyrsta lagi er hvergi í heim- inum boðið upp á hvalaskoðun neðansjávar. Í öðru lagi er hvergi boðið upp á kafbátaferðir fyrir ferðamenn á kafbát sem gengur hraðar en þrjár til fjórar sjómílur ofan- eða neðansjávar,“ segir á sa.is. Kafbáturinn kostar 400 milljón- ir króna og leitar Freyr að stuðn- ingi við innflutninginn. Hug- myndin hefur þegar fengið stuðning frá opinberum aðilum en meira vantar til að hægt sé að ljúka forathugun á rekstrarmögu- leikum kafbátsins. - ghs KAFBÁTUR Dalvíkingar og nágrannar hafa hug á því að flytja inn kafbát og bjóða upp á kafbátaferðir fyrir ferða- menn um Eyjafjörð. Upplýsingafulltrúi á Dalvík með söfnun fyrir 400 milljóna króna kafbáti: Skoðunarferðir í kafbát um Eyjafjörð Allt um mörkin 100 Tryggvi Guðmundsson er kominn í góðan en fámennan hóp mestu markaskorara Íslands. ÍÞRÓTTIR 25 BANDARÍKIN, AP Hundur að nafni Buddy reyndist eiganda sínum, Joe Stalnaker, harla vel þegar í harðbakkann sló. Þegar Stalnaker fékk alvarlegt flogakast gerði Buddy sér lítið fyrir og hringdi í neyðarlínuna. Á símsvörunarstöð neyðarlín- unnar í Phoenix í Arizona heyrðist hundurinn væla og gelta í símann. „Halló, þetta er 911. Halló, heyrirðu í mér?“ sagði sá, sem svaraði kallinu. Lögregla var strax send á heimilisfangið, og Stalnaker var fluttur á sjúkrahús þar sem hann dvaldi í tvo daga. Buddy er reyndar þjálfaður til að hringja í neyðarlínuna þegar Stalnaker fær flog, og hefur gert það tvisvar áður. - gb Besti vinur mannsins: Hundurinn hringdi á hjálp BETUR FÓR EN Á HORFÐIST Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Laugavegi, gegnt Fíladelfíusafnaðarhúsinu, um hálfsexleytið í gærdag. Bíllinn fór eina veltu og skall utan í tvo aðra bíla. Engin slys urðu á fólki, en bíllinn sem valt er töluvert skemmdur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.