Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 2
2 15. september 2008 MÁNUDAGUR REYKJANESBÆR Kínverskur maður er í haldi lögreglunnar í Reykja- nesbæ vegna gruns um mansal. Hann var handtekinn í Leifsstöð á fimmtudag með vegabréf handa ungri kínverskri konu. Konan er í hópi þeirra hælisleitenda sem hús- leit var gerð hjá í Njarðvík á fimmtudag. Maðurinn, sem er búsettur í Amsterdam. var handtekinn á fimmtudag með vegabréfið, sem hann gat ekki gefið skýringar á. Í ljós kom að vegabréfið var ætlað ungri, hælisleitandi kínverskri konu sem kom hingað til lands í sumar. Maðurinn og konan áttu svo pantað flug til Evrópulands í dag. Lögregla telur að hefði kon- unni verið veitt hæli hér á landi hefði hún verið skuldbundin til að greiða glæpamönnum af launum sínum. Samkvæmt Jóhanni R. Benediktssyni, sýslumanni í Kefla- vík, mun algeng upphæð fyrir flutninga af þessu tagi vera um 50.000 til 60.000 Bandaríkja dalir, eða um fimm milljónir króna. Lögreglu er heimilt að halda manninum í sjö daga, eða fram til næsta fimmtudags. Að þeim tíma liðnum verður að leggja fram umsókn um gæsluvarðhald. Jóhann segir málið enn í rann- sókn, en það hafi á sér allt yfir- bragð mansals. - kg Veldu létt ... og mundu eftir www.ostur.is ostinum! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 2 9 1 SUÐUR-KÓREA, AP Margar fjöl- skyldur frá Suður-Kóreu vonast til að alvarleg veikindi Kims Jong Il, leiðtoga Norður-Kóreu, verði til þess að þær geti styrkt tengsl sín við skyldmenni sín handan landamæranna. „Ég klappaði af gleði þegar ég horfði á sjónvarpsfréttir af veikindum Kim,“ sagði hinn 75 ára Jung Hwa-Ja, sem er fæddur í Norður-Kóreu en býr í Suður- Kóreu. „Ég vona að Kim Jong Il deyi fljótlega svo ég geti heimsótt heimabæ minn í norðrinu.“ Jung tilheyrir fjölskyldu sem safnast saman á hverju ári við banka árinnar sem skilur Suður- og Norður-Kóreu að til að minnast skyldmenna sinna sem búa handan landamæranna. - fb Fjölskyldur frá S-Kóreu hittast: Veikindi Kims vekja upp vonir KIM JONG IL Maður var handtekinn í Leifsstöð með vegabréf handa hælisleitanda: Kínverji grunaður um mansal RÚSSLAND, AP Nærri níutíu manns fórust þegar farþegaþota hrapaði í útjaðri bæjarins Perm í Rússlandi. Svo virðist sem bilun í hreyfli hafi valdið slysinu, en í fyrstu vaknaði grunur um hryðjuverk. Farþegaþotan, sem var af gerðinni Boeing 737-500, var á leiðinni frá Moskvu til Perm, sem er borg við Úralfjöll. Hún var að lækka flug til lendingar í lélegu skyggni þegar hún hrapaði á óbyggðu svæði í borginni, skammt frá íbúðabyggð. Aðeins þrjár vikur eru síðan farþegaþota af sömu gerð hrapaði í Kirgisistan skömmu eftir flugtak. - gb Flugslysið í Rússlandi: Vélarbilun lík- legasta orsökin Á VETTVANGI Brak úr vélinni dreifðist um stórt svæði. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP „Við ætlum að hrista upp í hlutunum,“ sagði Sarah Palin, varaforsetaefni repúblikana í Bandaríkjunum, á kosningafundi í Carson City í Nevada um helgina. Hún boðar miklar umbætur í Washington og stærir sig af því að hafa útrýmt spillingu í Alaska síðan hún tók við sem ríkisstjóri þar fyrir tveimur árum. Sjálf hefur hún hins vegar verið sökuð um að hafa misnotað völd sín, bæði í ríkisstjóraembættinu og einnig þegar hún var bæjarstjóri í Wasilla. Palin er sögð óspart hafa rekið hvern þann sem henni þókn- aðist ekki, en í staðinn ráðið vini sína og kunningja í æðstu embætti. Ríkisþingið í Alaska er meðal annars að rannsaka hvort hún hafi með ólögmætum hætti rekið Walt Monegan, almannavarnafulltrúa ríkisins, eftir að hann neitaði að reka Mike Wooten, lögreglumann sem var þá nýskilin við systur Palin. Hún hefur einnig orðið uppvís að því að gera meira úr utanlandsferð- um sínum, en efni standa til. Aðstoð- armaður hennar fullyrti til dæmis á laugardaginn að hún hefði komið til Íraks, þegar hún heimsótti bandaríska hermenn í Kúvæt og Þýskalandi á síðasta ári. Sannleik- urinn mun vera sá að hún fór aldrei lengra en að landamærum Íraks og Kúvæts. - gb Sarah Palin varaforsetaefni sökuð um spillingu og misnotkun valds: Ræður vini sína í embætti SARAH PALIN Kom í fyrsta sinn fram ein á kosningafundi á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Forsetakosningar 2008 BANDARÍKIN Íslamskir öfgamenn hafa verið að spá í það hvernig eitra megi neysluvatn í Evrópu- ríkjum, meðal annars í Danmörku og Bretlandi. Þetta kemur fram í skýrslu frá bandarísku stofnuninni James- town Foundation, sem fylgist með starfsemi hryðjuverkamanna um heim allan. Í skýrslunni er sagt frá hug myndum um hryðjuverk, sem íslamskir öfgamenn hafa verið að senda sín á milli á netinu, meðal annars um hvaða aðferðir dugi til að eitra vatnsból, meðal annars í hefndarskyni fyrir dönsku skopmyndirnar af Múhameð spámanni. - gb Íslamskir öfgamenn: Vilja eitra vatn í Danmörku VIÐSKIPTI „Það er auðvitað graf- alvarlegt ef það er verið að villa um fyrir fjárfestum,“ segir Þórð- ur Friðjónsson, forstjóri Kaup- hallar Íslands um fullyrðingar í Sunday Times að bókhald bresku ferðaskrifstofunnar XL Leisure hafi verið fegrað til að láta móð- urfélagið Avion Group líta betur út á hlutabréfamarkaði heima á Íslandi. Þórður tekur skýrt fram að Kauphöllin hafi ekki kynnt sér þær ásakanir sem fram koma í Sunday Times og vísa til atburða á árinu 2006. „Ég kannast ekki við þetta mál en við munum kíkja á þetta á morgun [í dag],“ sagði Þórður er rætt var við hann undir kvöld í gær. Avion sameinaðist Eimskip með yfirtöku á árinu 2005. Félag- ið var skráð í Kauphöll Íslands í janúar 2006. Í nóvember á því ári tók Avion upp nafn Eimskips. Gengi hlutabréfa félagins var um 40 í ársbyrjun 2006. Við lokun Kauphallarinnar á föstudag var gengið aðeins 8 og hafði þá fallið um fimmtung þannig daginn í kjölfar frétta af gjaldþrota XL Leisure. Eins og komið hefur fram er Eimskip í ábyrgð fyrir XL Leis- ure sem nemur jafnvirði 26 millj- arða króna sem Landsbankinn hafði lánað til kaupa á félaginu með því skilyrði að Eimskip geng- ist í ábyrgð fyrir upphæðinni. Þórður Friðjónsson bendir á að Fjármálaeftirlitið hafi málefni Eimskips nú þegar til skoðunar. „Við skoðum að sjálfsögðu hvort um er að ræða einhver brot á okkar reglum en auðvitað er lang- best að málið sé bara í skoðun á einum stað í einu þannig að það sé ekki tvíverknaður. Ég geri ráð fyrir því að að forminu til þá yrði málið meira hjá fjármálaeftirlit- inu,“ segir Þórður. Forsvarsmenn Eimskips vildu tjá sig um þetta mál í gær en stjórn félagsins sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hún gangist nú fyrir eigin rannsókn á tilteknum atrið- um sem tengist rekstri félagsins frá fyrri tíð. Eimskip muni ekki fjalla um þessi atriði opinber- lega fyrr en nið- urstaða rann- sóknarinnar liggi fyrir. Í yfirlýsing- unni er einnig vikið að stefnu Baldurs Guðna- sonar, fyrrver- andi forstjóra félagsins, á hendur Eimskip vegna vanefnda á starfsloka- samningi. Telur Baldur Eimskip skulda sér jafnvirði 140 milljóna króna. Segir stjórnin að félagið muni ekki fjalla um það mál á meðan það sé til meðferðar hjá dómstólum en staðfestir þó að allar greiðslur til Baldurs hafi verið stöðvaðar í maí í vor. gar@frettabladid.is Grafalvarlegt að villa um fyrir fjárfestum Forstjóri Kauphallarinnar segir grafalvarlegt að blekkja fjárfesta eins og Sunday Times telur að hafi verið gert með bókhaldsbrotum hjá ferðaskrifstofunni XL Leisure til að móðurfélagið á Íslandi liti betur út. Eimskip rannsakar fortíðina. BALDUR GUÐNASON EXCEL AIRWAY XL Leisure hét Exel Airways þegar Avion Group festi kaup á félaginu. Við skoðum að sjálfsögðu hvort um er að ræða ein- hver brot á okkar reglum. ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON FORSTJÓRI KAUPHALLARINNAR Nýjar árásir á Darfúr Fyrrverandi uppreisnarmenn í Darfúr- héraði, sem undirrituðu friðarsamn- ing við súdönsk stjórnvöld fyrir tveim- ur árum, segja að stjórnarherinn, sem á í átökum við aðra uppreisnarhópa norðarlega í héraðinu, hafi nú í fyrsta sinn í langan tíma gert árásir sunnar- lega í héraðinu. SÚDAN Temmilega bjartsýn Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist vera temmilega bjartsýn fyrir næsta samn- ingafund í kjaradeilu ljósmæðra, sem haldinn verður á morgun. KJARAMÁL TAÍLAND, AP Stjórnvöld í Taílandi hafa aflýst neyðarástandi sem var tilkynnt fyrir tæpum tveimur vikum í landinu. Telja þau að ástandið hafi fælt ferðamenn frá því að heimsækja landið. Átök milli stjórnarandstæðinga og stjórnarsinna hafa geisað í Taílandi að undanförnu og var tilkynnt um neyðarástandið eftir að einn lést og tveir særðust hinn 2. september. Forsætisráðherra Taílands hvatti í gær deiluaðila til að ná sáttum. „Ef neyðarástand verður áfram í gildi gæti það skaðað efnahag landsins. Þess vegna aflýsi ég neyðarástandinu,“ sagði forsætisráðherrann. - fb Neyðarástandi aflýst í Taílandi: Fældi ferða- menn í burtu LEIFSSTÖÐ Maðurinn var handtekinn með vegabréf handa ungri kínverskri konu í fórum sínum. Hann er nú í vörslu lögreglu. SPURNING DAGSINS Stefán Karl, ertu að hætta í Latabæ vegna eineltis? „Nei, en að gefnu tilefni vil ég benda á samtökin mín Regnboga- börn.“ Stefán Karl Stefánsson leikari hefur sagt upp störfum í Latabæ eftir níu ára starf. Hann er stofnandi Regnbogabarna, sam- taka um varnir gegn einelti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.