Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 4
4 15. september 2008 MÁNUDAGUR Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Tækifærisbæklingurinn kominn út. Skoðið tilboðin á heimasíðu Smith & Norland: www.sminor.is Tæki færi í september A T A R N A SJÁVARÚTVEGUR Hönnun á íslensku umhverfismerki fyrir fiskafurðir lítur dagsins ljós í byrjun næsta mánaðar. Um er að ræða merki sem vísar til íslensks uppruna afurða með tilliti til ábyrgra fisk- veiða. Á sama tíma hafa norskir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi ákveðið að taka upp útbreiddustu umhverfismerkingu sjávarafurða í heiminum. Því merki hefur íslenskur sjávarútvegur alfarið hafnað. Íslenskt merki hefur því verið í undirbúningi um nokkurt skeið á vettvangi Fiskifélags Íslands. Kristján Þórarinsson, stofnvist- fræðingur hjá LÍÚ, er einn þeirra sem hafa haft veg og vanda að undirbúningnum. Um íslenska merkið segir hann nauðsynlegt að gera greinarmun á vottun og umhverfismerki og fiskveiði- stjórnun. Fiskveiðistjórnun sé verkefni stjórnvalda en vottunin sé markaðstól fyrst og fremst. „Þetta vinnur þó saman því vottun og merki virkar ekki nema á for- sendum góðrar fiskveiðistjórnun- ar.“ Heyrst hafa gagnrýnisraddir erlendra kaupenda á íslenskum fiski um þá stefnu að treysta á sér- íslenskt merki á þeim forsendum að léttara væri að taka upp þekkt- ari vottun eins og MSC, sem er útbreiddasta umhverfismerkið í sjávarútvegi. Það myndi spara háar fjárhæðir við kynningu sem auk þess tekur mikinn tíma. „Vott- un er miklu meira en merkið,“ segir Kristján. „Fyrir okkur snýst þetta ekki um merkið eitt og sér. Markaðssetning þess gerist sjálf- krafa í viðskiptum og öllu skiptir að þeir sem kaupa okkar fisk viti að þeir séu að kaupa fisk sem veiddur er á ábyrgan hátt. Okkur hefur ekki hugnast að setja þessa ábyrgð í annarra hendur því við vitum ekkert í hvaða átt þessi mál munu þróast.“ Helstu gagnrýnendur MSC til skamms tíma voru Norðmenn og var gagnrýni þeirra samhljóma gagnrýni LÍÚ og annarra hags- munaaðila hér á landi. Nú hafa þó helstu hagsmunasamtök norsks sjávarútvegs ákveðið að taka upp MSC-vottun á mörgum af helstu nytjategundum sínum. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra segir að farið hafi verið rækilega í gegnum málið og niðurstaðan sé einróma hjá grein- inni. „Ástæðan er einfaldlega sú að menn telja að út frá hagsmun- um íslensks sjávarútvegs sé þetta fyrirkomulag betra en að taka upp erlent merki. MSC er eitt þeirra í hópi fjölmargra.“ svavar@frettabladid.is Veðjað á séríslenska umhverfisvottun Íslenskt umhverfismerki fyrir sjávarafurðir lítur dagsins ljós í næsta mánuði. Norðmenn hafa á sama tíma tekið upp alþjóðlegt merki sem er hafnað hér. Hagsmunum betur borgið með séríslensku merki, segir sjávarútvegsráðherra. ÚR FISKBORÐINU Málið snýst um sönnunarbyrði þess að fiskafurðir séu veiddar á sjálfbæran hátt sem er talið munu hafa mikið markaðsgildi á næstu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Okkur hefur ekki hugnast að setja þessa ábyrgð í annarra hendur því við vitum ekkert í hvaða átt þessi mál munu þróast. KRISTJÁN ÞÓRARINSSON STOFNVISTFRÆÐINGUR HJÁ LÍÚ HÚSAVÍK Fyrirhugað sex íbúða fjölbýlishús á Höfðavegi á Húsavík veldur deilum í skipu- lags- og byggingarnefnd Norður- þings. „Það hefur hvergi komið fram opinberlega að íbúðirnar séu ætlaðar geðfötluðum, þó að flestum sem um málið hafa fjallað sé það ljóst,“ bókuðu fulltrúar minnihlutans sem telja álitamál hvort farið sé á svig við lög og reglur varðandi úrræði í málefnum geðfatlaðra. Þótt byggingin sé í óþökk margra nágranna hafni minnihlutinn þó ekki útgáfu byggingarleyfis. Fulltrúar meirihlutans sögðu aðeins tvo af fjórtán nágrönnum hafa gert athugasemd. Það væri ekki málefni nefndarinnar hverjir byggju í íbúðunum. - gar Skipulagsnefnd Norðurþings: Deilt um íbúðir fyrir geðfatlaða HÚSAVÍK Fjölbýlishús fyrir geðfatlaða veldur orðahnippingum. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 16° 16° 15° 17° 18° 18° 16° 14° 18° 27° 27° 13° 17° 24° 32° 33° 22° Á MORGUN 10-20 m/s, stífastur vestan til. MIÐVIKUDAGUR Víða hvassviðri fyrri part dags. 11 11 11 12 12 13 13 12 12 12 7 8 7 6 6 7 6 5 7 9 6 7 13 14 14 13 12 12 15 14 12 11 BREYTINGAR FRAMUNDAN Síð- degis á morgun fer að hvessa um land- ið vestanvert þegar kröpp lægð nálgast landið. Búast má við allhvössu veðri víða um land að- faranótt miðviku- dags og rigningu í öllum landshlutum á miðvikudag. Fremur milt verður í veðri. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður Eldur við Ingunnarskóla Eldur kom upp í blaðagámi við Ingunnarskóla í Grafarholti rétt eftir miðnætti í fyrrinótt. Að sögn slökkvi- liðsins á höfuðborgarsvæðinu er talið að um íkveikju hafi verið að ræða. Grunaður um ölvun Átján ára piltur var handtekinn grunaður um ölvunarakstur á leið frá Flateyri til Ísafjarðar. Atburðurinn átti sér stað klukkan rúmlega þrjú í fyrrinótt. LÖGREGLUFRÉTTIR AFGANISTAN, AP Bandaríkjaher hafði fengið rangar upplýsingar þegar árás var gerð á bæinn Azizabad í Herat þann 22. ágúst síðastliðinn. Árásin kostaði allt að níutíu almenna borgara í þorpinu lífið, en ekki einn einasti talibani eða annar uppreisnarmaður féll. Þetta fullyrðir Humayun Hamidzada, talsmaður Hamids Karzais forseta, sem lengi hefur gagnrýnt harðlega loftárásir Bandaríkja- hers á afgönsk þorp. Upplýsingarnar sem Bandaríkjamenn byggðu árás sína á komu frá afgönskum andstæðingum þorpsbúanna í Azizabad. Þorpsbúarnir segja að maður að nafni Nader Tawakil, sem er af öðrum ættbálki, hafi komið þeim upplýsingum til Bandaríkjamanna að herskáir uppreisnarmenn talibana hafi verið í þorpinu. Reyndin er þó sögð sú, að árásinni hafi verið beint að afgönskum starfsmönnum bresks öryggisfyrirtækis og fjölskyldum þeirra. Það sé ástæða þess að Bandaríkjaher hafi fundið vopn í þorpinu að árásinni lokinni. Bandaríkjaher neitaði því strax að almennir borgarar hefðu fallið í árásinni, en hélt því fram að 30 uppreisnarmenn hefðu fallið. Síðar var bandarísk rannsókn sögð hafa leitt í ljós að 35 uppreisnarmenn og sjö almennir borgarar hefðu fallið. „Ekki einn einasti talibani var drepinn,“ sagði Hamidzada, „þannig að þetta var algjör hörmung, og svo gerði illt verra að öllu var neitað.“ - gb Engir uppreisnarmenn féllu í afdrifaríkri árás á afganskt þorp í ágúst: Bandaríkjaher lét ljúga að sér SÝNIR MYNDIR AF LÁTNUM ÆTTINGJUM Þessi afganska kona missti nokkra ættingja sína í árásinni á Azizabad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVEITARSTJÓRNIR „Straumrof með tilheyrandi tjóni fyrir fram- leiðslufyrirtæki og alla aðra starfsemi þykja vera of tíð og eigi sér ekki eðlilegar skýringar í ófyrirséðum bilunum,“ segir á vef Grundarfjarðar þar sem fram kemur að bæjarstjórnin krefjist betri þjónustu af Landsneti og RARIK. „Bæjarstjórn Grundarfjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af afhendingaröryggi rafmagns í Grundarfirði í ljósi síendurtekins rafmagnsleysis. Bæjarstjórn krefst þess að RARIK ohf. og Landsnet hf. láti nú þegar gera úttekt á flutnings- og dreifikerfi rafmagns í Grundarfirði og geri viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja afhendingaröryggi raf- magns í bæjarfélaginu,“ segir í áskorun bæjarstjórnar Grundar- fjarðar. - gar Langþreyttir á straumrofum: Rafmagnsleysi ekki eðlilegt BRASILÍA, AP Luiz Inacio Lula da Silva Brasilíuforseti vakti ekki mikla hrifningu meðal lands- manna þegar hann sagðist telja að leyfa ætti reykingar alls staðar. Reykingar eru bannaðar innandyra víðast hvar í Brasilíu, og almennt virðist ánægja með þetta fyrirkomulag. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru 77 prósent íbúa óánægðir með þetta nýjasta útspil forsetans, sem hugðist koma reykingafólki til varnar. Þrátt fyrir þetta eru Brasilíu- búar almennt ánægðir með forseta sinn. Hann nýtur stuðnings 64 prósenta lands- manna. - gb Silva vill leyfa reykingar: Brasilíuforseti vekur óánægju GENGIÐ 12.09.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 168,4152 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 90,42 90,86 160,10 160,88 127,52 128,24 17,107 17,207 15,713 15,805 13,399 13,477 0,8418 0,8468 139,32 140,16 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.