Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 6
6 15. september 2008 MÁNUDAGUR Þér er boðið að sitja þing Neytendasamtakanna 2008 Taktu þátt og hafðu áhrif Þing Neytendasamtakanna 2008 verður haldið á Hótel Hilton Suðurlandsbraut 2, Reykjavík daganna 19. og 20. september nk. Fyrri dagurinn er opin öllum. Dagskráin hefst föstudaginn 19. sept. kl. 14 með ávarpi Forseta Íslands, viðskiptaráðherra og heilbrigðis- ráðherra. Þá eru eftirfarandi liðir á dagskrá: • Felast hagsmunir neytenda í Evrópusambandsaðild? • Hvernig má styrkja stöðu neytendamála hér á landi? • Tryggingamarkaðurinn á Íslandi. • Stefna Neytendasamtakanna 2008-2010. Á síðari deginum fara fram hefðbundin þingstörf og er hann eingöngu opinn skráðum þátttakendum sem eru félagsmenn í Ney- tendasamtökunum. Ertu félagsmaður - taktu þátt í starfi nu! Ef þú ert ekki félagsmaður getur þú skráð þig í samtökin og á þingið fyrir fi mmtudaginn 18. september. Skráning á opna dagskrá fyrir alla eða sem félagsmaður fer fram í síma 545 1200 eða á ns@ns.is AKUREYRI Oddur Helgi Halldórs- son, áheyrnarfulltrúi L-listans í bæjarráði Akureyrar, segir furðulegt að bærinn skuli auglýsa eftir fram- kvæmdastjóra fyrir menning- arhúsið í bænum. „Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrarkaup- staðar sagði það eitt af megin- rökum fyrir að setja rekstur menningarhúss undir sjálfseignar- félag að við það öðlaðist húsið sjálfstæði og ekki væri hætta á íhlutun bæjaryfirvalda,“ bókaði Oddur. Hann telur það gjörsam- lega á skjön við röksemdarfærsl- una fyrir því að setja rekstur menningarhússins í hendur sjálfseignarfélags að bærinn ákveði hver verður framkvæmda- stjóri þar. - gar Fulltrúi í bæjaráði Akureyrar: Menningarhús ráði sér sjálft ODDUR HELGI HALLDÓRSSON BANDARÍKIN, AP Fellibylurinn Ike hefur kostað að minnsta kosti sjö manns lífið í Texas og Louisiana, en óttast er að sú tala eigi eftir að hækka. Víða er fólk einangrað á heimilum sínum vegna flóða. Borgaryfirvöld í Houston, fjórðu stærstu borg Bandaríkj- anna, ákváðu í gær að setja á útgöngubann sem gilda á í eina viku. Íbúum borgarinnar er bann- að að vera á ferð utandyra frá klukkan 18 síðdegis til klukkan 9 að morgni. Þetta er gert af öryggisástæð- um, vegna þess að borgin er að mestu rafmagnslaus og þar með ljóslaus, og verður það væntanlega að miklu leyti næstu vikurnar. Talið er að um 140 þúsund manns hafi haldið sig heima við á verstu hamfarasvæðunum, þrátt fyrir að yfirvöld hafi hvatt alla til að forða sér áður en fellibylurinn skall á. Í gær unnu hópar björgunarfólks að því að koma aðstoð og nauðsynj- um til þeirra, sem komust hvergi að heiman vegna flóða og skemmda. Aðrir, sem höfðu flúið að heim- an, hafa víða ekki fengið að snúa aftur heim til sín vegna ástands- ins, sem þykir hættulegt heilsu fólks. „Þetta vekur töluverða reiði hjá íbúunum, ég skil það svo sem,“ sagði Charlie Skinner, lögreglu- þjónn í Seabrook, litlu bæjarfélagi við ströndina, þar sem hann stóð við vegartálma og skipaði fólki að snúa aftur til baka. Brown Claybar, bæjarstjóri í Orange, 19 þúsund manna bæ á Galveston-skaga, segir að um þriðjungur bæjarlandsins sé undir flóðavatni, sem er allt upp í tveggja metra djúpt. Hann segir að hátt í 400 manns hafi haldið sig heima við, og þurfi nú á aðstoð að halda. Ástandið var einna verst á Galv eston-skaga, þar sem stórir bátar höfðu meðal annars slitnað upp og þeyst á íbúðabyggðina. Gríðarlegar skemmdir urðu á húsum og sums staðar mátti sjá að hús höfðu hrunið saman, þannig að efri hæð með þaki var komin niður á jörðina þar sem neðri hæðin var. Brak úr skemmdum húsum lá eins og hráviði út um allt. George W. Bush forseti ætlar til Texas á morgun til að sýna samúð sína með íbúum hamfarasvæð- anna. gudsteinn@frettabladid.is Útgöngubann í eina viku Fellibylurinn Ike hefur að mestu lognast út af en skilur eftir sig gríðarlega eyðileggingu, rafmagnsleysi og flóð sem torveldar björgunarstarf. Hamfarasvæðin verða lömuð næstu vikur og útgöngubann er í Houston. ALLT Á TJÁ OG TUNDRI Íbúi í Galveston í Texas gengur hjá spýtnabraki á strand- götu í bænum. Eyðileggingin af völdum fellibylsins var gríðarleg í bænum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Stjórnmálaflokkar fá hækkun Stjórnsýslunefnd Akureyrar leggur til við bæjarstjórn að fjárhagstuðningur bæjarsjóðs við stjórnmálasamtaka og frambjóðenda hækki um 50 prósent á næsta ári og verði samtals þrjár milljónir króna í stað tveggja milljóna eins og styrkurinn er í ár. AKUREYRI LÖGREGLUMÁL Pólskur karlmaður á þrítugsaldri hlaut alvarlega áverka eftir að ráðist var á hann með eggvopni í Þorlákshöfn í fyrrinótt. Að sögn lögregl- unnar á Selfossi var árásin mjög alvarleg en líðan mannsins í gær var þokkaleg og var hann ekki lengur í lífshættu. Lögreglan var kölluð á vettvang að fjölbýlishúsi laust fyrir klukkan þrjú vegna hávaða og brothljóðs sem heyrðist þaðan. Er komið var á vettvang var karlmaðurinn þar utandyra ásamt löndum sínum og hafði hann verið skorinn og stunginn með eggvopni. Hann var fluttur á sjúkrahús á Selfossi þar sem læknir gerði að sárum hans. Svo virðist sem til átaka hafi komið inni í íbúð í fjölbýlishúsinu. Réttarlæknir frá rannsóknarstofu Háskóla Íslands rannsakaði í gær þolandann og þá fimm sem í íbúðinni voru. Gert var ráð fyrir að yfirheyrslur yfir þeim myndu standa fram á nótt. - fb Fimm manns í haldi lögreglu eftir hrottalega líkamsárás í Þorlákshöfn: Illa særður eftir alvarlega árás BANDARÍKIN, AP Barack Obama, forsetaefni demókrata í Bandaríkjun- um, heldur áfram að raka inn fé til kosningabar- áttu sinnar. Í ágúst síðast- liðnum söfnuð- ust 66 milljónir dala í sjóði hans. Þetta er nýtt met, en fyrra metið var febrúarmánuður þegar 55 milljónir dala söfnuðust í sjóði Obama. Obama hafnaði því að fá fé úr opinberum sjóðum til kosningabaráttu sinnar. Mótfram- bjóðandinn John McCain náði að safna 47 milljónum í ágúst, en hann ákvað að þiggja fé úr opinberum sjóðum og stendur að því leyti betur að vígi. - gb Obama halar inn fé: Metinnkoma í ágústmánuði BARACK OBAMA ÞORLÁKSHÖFN Atvikið í fyrrinótt átti sér stað í heimahúsi í Þorlákshöfn. Forsetakosningar 2008 NOREGUR Slökkviliðið í Björgvin í Noregi hefur haft í nógu að snúast síðustu daga. Gömul sögufræg hús hafa orðið eldinum að bráð og grunur er um að kveikt hafi verið í viljandi. Á laugardaginn tókst að slökkva eld áður en illa fór, og í gær var tilkynnt um eld í kjöllurum sem þó tókst að slökkva fljótlega. Á föstudaginn brann sjóbúð frá átjándu öld, og sást til mannaferða á staðnum skömmu áður en eldsvoðinn braust út. Fyrir viku brunnu einnig fjórar sjóbúðir, og er skaðinn ómetanlegur. - gb Daglegir eldar í Noregi: Grunur um brennuvarg SAMGÖNGUR Um sex þúsund náms- menn í framhalds- og háskólum á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið nemakort frá Strætó bs., en þau gefa frítt í strætó. Þá hafa fjögur þúsund námsmenn sótt um að auki. Um 30 þúsund eru í framhalds- og háskólum á svæðinu. Reynir Jónasson, forstjóri Strætó bs., segir viðtökurnar í takt við væntingar. Gert hafi verið ráð fyrir að á bilinu 12 til 14 þúsund náms- menn nýttu sér kortið. Von sé á hol- skeflu um áramótin. „Þetta er svip- að og á síðasta skólaári. Þá bættust um 2.000 við í janúar og ætli það verði ekki svipað uppi á teningnum nú,“ segir Reynir. Reynir segir að námsmenn séu um 37 til 38 prósent notenda stræt- isvagna. Á síðasta skólaári jukust innstig í vagnana um 700.000, en óvíst er hver raunveruleg farþega- þróun var. „Kannanir sýna að þeir sem not- uðu strætó fyrir hafi notað hann meira vegna kortanna. Við þurfum að ná betur til þeirra sem nota hann sjaldan eða aldrei.“ Þetta er í annað árið í röð sem námsmenn fá frítt í strætó á höfuð- borgarsvæðinu. Reykjavík, Kópa- vogur, Hafnarfjörður, Álftanes, Seltjarnarnes og Mosfellsbær standa að nemakortinu í ár. Garða- bær, sem var með í verkefninu í fyrra, tekur ekki þátt núna. - kóp Um þriðjungur nemenda hefur sótt um náms: Námsmannakortin vinsæl STRÆTÓ Um þriðjungur námsmanna í framhalds- og háskólum á höfuðborgarsvæð- inu kominn með nemakort. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Harður tveggja bíla árekstur Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Breiðholtsbraut í fyrrakvöld laust fyrir klukkan tíu. Tveimur bifreiðum var ekið hvorri framan á aðra og voru fjórir fluttir á slysadeild. Meiðsl þeirra eru talin óveruleg. Bílarnir eru báðir gjörónýtir og voru þeir fluttir í burtu með kranabifreið. SLYS Gætir þú hugsað þér að starfa sem lögregluþjónn? Já 29,4% Nei 70,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Býst þú við áframhaldandi mót- vindi í efnahagslífinu? Segðu þína skoðun á Vísir.is. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.