Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 15. september 2008 3 Eldhúsið - Kaffi, te og krydd Kaffi, te og krydd eru þurrkaðar afurðir ýmissa jurta. Líkt og með lifandi plöntur gildir að ræktun sé sem hreinust og náttúrulegust til að tryggja gæði. Einnig ráðast gæðin af því hvernig þurrkun, geymsla og pökkun á sér stað. Lífræn vottun eða umhverfisvott- un snýst um allt ferlið frá fram- leiðslu til pökkunar og tryggir að hvergi hafa verið notuð skaðleg efni og að unnið sé með gæði og umhverfisvernd í huga, sam- kvæmt ströngum reglum. Stund- um er rotvarnarefnum eða jafn- vel MSG bætt í kryddblöndur til að auka bragð eða endingu. Kaffi er framleitt með því að brenna baunir kaffiplöntunnar. Framleiðsla plöntunnar er eins og önnur ræktun ýmist með eða án tilbúinna efna, s.s. áburðar eða skordýraeiturs. Með því að kaupa lífrænt ræktað kaffi og te getur þú tryggt að þú sért ekki að menga líkama þinn eða umhverf- ið. Siðgæðisvottun (Fair trade) tekur til bæði te- og kaffifram- leiðslu og tryggir að fólkið sem framleiðir vöruna vinni við mann- sæmandi aðstæður og kjör. Meira um allt í eldhúsinu á: http://www.natturan.is/husid/1286/ GÓÐ RÁÐ fyrir þig og umhverfið Náttúran.is - vefur með umhverfisvitund Ef mála á hillur í öðrum lit en er á veggnum er gott að mála þær minnst tvisvar áður en þær eru settar upp. Þær þarf að mála eða verja með öðrum hætti gegn fitu og öðrum efnum úr mat sem hindra að hægt sé að þrífa þær vel. Gott er að mála með olíumálningu með góðum gljáa – vatnsmálning þolir illa hita og verður fljótt kámug. Yfirborðið verður að mála með góðri grunn- málningu. Þegar grunnurinn er orðinn þurr er borin á málning með minnst 40 gljástigi. Pússað svo með fínum sandpappír þegar málningin er þurr og næsta umferð borin á. Lakk eða olíu má nota í stað máln- ingar. Heimild: Verk að vinna. Að mála eldhúshillur Málningarvinna getur verið vandasöm. Alla þriðjudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.