Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 36
20 15. september 2008 MÁNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Eins og þú sérð er hann mjög þægilegur! Fullkominn staður til að leggjast á og tja ... kannski fá sér smá matarbita? Njaaa.. Ég held ekki. Takk fyrir hjálpina, Jói! Hm? Þvílíkur dagur! Kaldur, dimmur, drungalegur ... Í alvöru? Frábært! Veðrið og skapið mitt mega alveg vera í stíl. Skurðstofa Áður en við byrjum, geturðu sett þessi upp? Þú gætir rekist á mjög bjart ljós! Hérna, Stína, borðaðu matinn minn og svo skal ég halda á þér heim. Ég get leitað að malinu mínu seinna. Vá. M al MAL Vá Á meðan ég þríf efri skápana, getur þú ekki tekið þá neðri? Allt í lagi Tortillaflögur úr afmælisveislunni hennar Sollu ... steingert súkkulaðikex ... hálfur sleikjó ... poki af vöfflumixi sem fylgdi með vöfflujárninu sem við fengum í brúðkaupsgjöf ... Ég veit ekki hvort við eigum að hringja í meindýraeyði eða á Þjóðminjasafnið Haha... Úps. Bandaríski demókratinn John Edwards, sá sem var varaforsetaefni hins viðkunnanlega John Kerry í baráttunni við Bush-veldið fyrir fjórum árum, beitti nýverið gamalreyndu, örvæntingarfullu og mistæku bragði til þess að verða sér úti um smá athygli. Hann viðurkenndi að hafa átt í ástarsambandi við konu nokkra sem vann fyrir hann fyrir tveimur árum síðan. Það er svosem engin nýlunda að valdamiklir menn haldi við konur sem vinna fyrir þá, en þetta tiltekna framhjáhald Edwards er sérlega nútímalegt þar sem hann hélt fram hjá með konunni sem gerði um hann vandaða fjögurra þátta vefsjónvarpsröð sem birtist á Youtube. Í auglýsingaskyni, að sjálfsögðu. Ljóst er að almannatenglar Edwards eru ekki alveg að standa sig. Hugmyndin um að opinbera framhjáhald er vond en hugmyndin um vefþáttaröð er aftakavond; hver sá sem hefur eitthvað fylgst með þeirri þróun sem orðið hefur á myndbandsefni á vefnum á síðustu árum ætti að vera meðvitaður um að þáttaraðir ganga tæplega upp í því umhverfi. Veflúðar vilja bara sjá stutt og samhengis- laus myndbönd sem eru helst fyndin eða ofbeldisfull. Vandlega framleidd þáttaröð um bandarískan öldungadeildarþingmann og helstu baráttumál hans vekur ekki áhuga annarra vefnotenda en þeirra sem þegar hafa einlægan áhuga á manninum. En kynlífshneykslið réttlætti fokdýra þáttagerðina; í kjölfarið fór fólk að nenna að kynna sér þættina. Því þó svo að þeir væru ekki þess eðlis sem fólk sækir mest í þegar það flakkar um óravíddir veraldarvefsins, þá var kominn nægur hneykslisfnykur af þeim til að gera þá áhugaverða. Illa heppnuð almannatengsl NOKKUR ORÐ Vigdís Þormóðsdóttir Á þriðjudagskvöldum hittast kátar konur og taka lagið! Viltu vera memm? Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur tekur á móti nýjum konum í haust. Áhugasömum konum er bent á að inntökupróf fara fram þann 16. september kl. 20.00 í Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegi 107-109 Hlökkum til að sjá ykkur! Nánari upplýsingar veitir kórstjórinn Jóhanna V. Þórhallsdóttir netfang: lettsveit@lettsveit.is Upplýsingar um Léttsveitina má fi nna á www.lettsveit.is ÞAR SEM ALLT SNÝST UM FÓTBOLTA! NÝTT Á GR AS.IS Leikir Skemmtun NÚ FÆRÐU GRAS.IS FÉTTIR Í SÍMANN!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.