Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 40
24 15. september 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Valsmenn fögnuðu vel á 64. mínútu leiks síns gegn Stjörnunni á laugardaginn en þá kom markvörðurinn Guðbjörg Gunn- arsdóttir inn á sem varamaður. Guðbjörg hefur náð ótrúlega hröðum bata eftir að hafa slitið hásin í leik á móti KR í Lengjubikarnum 1. apríl síðastliðinn. „Það er ólýsanleg tilfinning að vera komin til baka. Þetta er búinn að vera hrikalega erfiður tími því það er skelfilegt að lenda í svona meiðslum. Það eru svona stundir sem gera það þess virði að leggja svona mikið á sig,“ sagði Guð- björg eftir að fjórði Íslandsmeistaratitill- inn á fimm árum var í höfn. Guðbjörg veit líka að það er nóg eftir að tímabilinu hjá Val. „Það er Evrópukeppnin eftir þannig að ég á enn möguleika á að spila eitthvað í ár,“ sagði Guðbjörg sem hefur sýnt ótrúlegan styrk að brjótast í gegnum þetta mikla mótlæti með jafnmiklum glæsibrag. „Það hafði enginn trú á því að ég kæmi til baka eftir fimm mánuði en ég hafði trú á því að ég gæti náð til baka í september,“ sagði Guðbjörg sem leit mjög skynsamlega á endurhæfinguna. „Ég tók bara viku og viku fyrir og reyndi að einbeita mér að því að taka bara lítið skref í einu. Það er ótrúlegt að vera komin til baka því þetta er það erfiðasta sem ég hef lent í en ég hef lent í öðrum erfiðum meiðslum áður,“ sagði Guðbjörg sem fór meðal annars nokkrum sinnum úr axlarlið á sínum yngri árum. „Ég var tvo mánuði á hækjum og gat þá ekki gert neitt og fyrir þremur mánuðum þá leið mér alveg eins og ég væri með staurfót. Það eru síðan rétt um þrír mánuðir síðan ég byrjaði að labba eðlilega,“ segir Guðbjörg sem vill þakka einni sérstaklega fyrir þessa ótrúlegu endurkomu. „Að mínu mati þá er ég með besta þjálfara á Íslandi. Ég vil meina að Elísabet Gunnarsdóttir hafi hreinlega bjargað mér bæði andlega og líkamlega,” segir Guðbjörg sem er samt ekkert farin að hugsa um að komast í landsliðið aftur. GUÐBJÖRG GUNNARSDÓTTIR, MARKVÖRÐUR VALS, ER KOMIN AF STAÐ: SLEIT HÁSIN FYRIR AÐEINS FIMM MÁNUÐUM Það var Elísabet Gunnarsdóttir sem bjargaði mér FÓTBOLTI Valskonur tryggðu sér ekki bara Íslandsmeistaratitilinn með sigrinum á Stjörnunni á Vodafone-vellinum á laugardag- inn því þær bættu markametið á einu tímabili í efstu deild kvenna með því að skora átta mörk í leiknum. Það var markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir sem sá bæði um að jafna og bæta metið en metmarkið komi aðeins nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Gamla metið var frá árinu 2006 þegar Valur skoraði 90 mörk en þrjú þeirra fengust þó „gefins“ þá þar sem FH mætti ekki til leiks. Valur skoraði 88 mörk í fyrra og svo 91 mark í ár. Margrét Lára Viðarsdóttir náði einnig þeim einstaka árangri að skora yfir 30 mörk þrjú tímabil í röð og á nú þrjú markahæstu tímabilin í efstu deild. - óój FLEST MÖRK Á TÍMABILI: 91 Valur 2008 90 Valur 2006 88 Valur 2007 83 KR 2002 81 KR 2006 79 Breiðablik 1996 FLEST MÖRK LEIKMANNS Á TÍMABILI: 38 Margrét Lára Viðarsdóttir 2007 34 Margrét Lára Viðarsdóttir 2006 32 Ásta B. Gunnlaugsdóttir, 1981 32 Margrét Lára Viðarsdóttir 2008 30 Laufey Sigurðardóttir 1981 Landsbankadeild kvenna: Valur bætti markametið GLEÐISTUND Valskonur syngja sigur- söngva eftir stórsigur á Stjörnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > Besta mót Ólafar Maríu í ár Ólöf María Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, varð í 37. til 39. sæti á opna austurríska mótinu í gær. Ólöf lék lokahringinn á tveimur höggum yfir pari og var því samtals á pari á holunum 72. Hún lék mjög jafnt golf alla helgina, var á einu undir pari á tveimur dögum og lék á pari þann þriðja. Ólöf María fékk samtals 10 fugla, lék 53 holur á pari og var undir pari allt fram á síðustu holur lokadagsins. Laura Davies frá Englandi sigraði á mótinu en hún var 15 höggum á undan Ólöfu Maríu. Ólöf María hafði best náð 42. sæti á tímabilinu en það var á SAS Ladies Masters í Osló. GOLF Síðasta golfmót sumarsins fór fram á Urriðavelli um helgina og eftir það var ljóst hverjir unnu Kaupþingsmótaröðina í sumar. Keilismaðurinn Hlynur Geir Hjartarson fullkomnaði flott sumar hjá sér með því að vinna tvö síðustu mótin og þar með öruggan sigur í stigakeppninni. Það dugði Ragnhildi Sigurðardótt- ur að enda í 4. sæti á lokamótinu en þar vann 19 ára stelpa ofan af Akranesi, Valdís Þóra Jónsdóttir, sinn fyrsta sigur á stóru móti. Hlynur Geir Hjartarson úr GK tryggði sér sigur í karpaflokki á lokamóti Kaupþingsmótaraðar- innar á Urriðavelli og um leið stigameistaratitilinn 2008. Hlynur lék á 74 höggum í gær, eða 3 högg- um yfir pari og lauk leik á samtals 5 höggum yfir pari. Alfreð Brynj- ar Kristinsson úr GKG varð annar á 8 höggum yfir pari. Páll Theo dórsson úr GKj varð þriðji á 9 höggum yfir pari. „Það var frábært að ná að vinna þetta mót strax á eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson, sigurvegari lokamóts Kaupþingsmótaraðarinnar á Urriðavelli, og nýkrýndur stiga- meistari ársins. Verðlaun í fjórum mótum af sex „Sumarið hefur gengið frábær- lega hjá mér og ég er búinn að vera í verðlaunasæti á fjórum af sex mótum. Ég er kominn með þrjú gull, eitt silfur og eitt brons þannig að þetta er búið að ganga mjög vel,“ sagði Hlynur sem grín- aðist með að fæðingarorlofið eigi mikinn þátt í því hversu vel hann er að spila í ár. „Ég flutti til Spánar í einhverja tvo mánuði og var á Spáni og æfði þar við bestu aðstæður. Ég var að ná að æfa í tíu tíma á dag og með þessu kom ég mér á annað stig,“ segir Hlynur kátur. „Þetta var völlur sem hentar mér ágætlega því hann er erfiður og frekar þröngur. Ég kann vel við mig á svoleiðis velli. Stefnan var sett á að koma sér í verðlaunasæti og tryggja sér stigatitilinn. Ég ætlaði líka ekki að vera í neinni vitleysu í þessu móti heldur reyna að spila bara öruggt golf,“ sagði Hlynur sem hefur verið í feikna- formi að undanförnu. „Það er verst að það eru ekki fleiri mót eftir,“ sagði sagði hann hlæjandi en Hlynur hefur einnig ákveðið að reyna að komast aftur út næsta vor enda gaf það svo góða raun í sumar. „Ég fer pott- þétt aftur til Spánar næsta vor,“ sagði nýkrýndur stigameistari að lokum. Meiddist í árekstri en vann samt Valdís Þóra Jónsdóttir lék hring- ina tvo á samtals 14 höggum yfir pari og vann sinn fyrsta sigur á mótaröðinni. Hún lét það ekki á sig fá að hafa meiðst á hendi eftir að hafa lent í árekstri á leiðinni til keppni í gærmorgun. Það mátti þó ekki miklu muna því Ragna Björk Ólafsdóttir úr GK og Ásta Birna Magnúsdóttir úr GK urðu jafnar í þriðja sæti aðeins einu höggi á eftir. Ragn- hildur Sigurðardóttir úr GR hafn- aði í 4. sæti á 18 höggum yfir pari og dugði það henni til að tryggja sér stigameistaratitil kvenna 2008. Fimmta varð síðan Ingunn Gunn- arsdóttir úr GKG á 26 höggum yfir pari. „Ég var nú ekki að spila neitt voðalega vel í dag en það er mjög gaman að ná að vinna svona mót. Þetta var mjög jafnt,“ segir Valdís og bætir við. „Ég var að pútta illa og vippa illa en annars var ég að slá vel,“ segir Valdís sem er fyrsta konan úr Leyni sem vinnur mót á Kaupþingsmótaröðinni. „Það var kalt en ég var með hita- poka innan í lúffunum þannig að það bjargaði mér alveg,“ sagði Valdís sem ætlar að nýta veturinn vel til æfinga. „Ég er meðal ann- ars að fara til Brasilíu 23. október til að keppa,“ segir Valdís spennt. ooj@frettabladid.is Hlynur Geir vann tvö síðustu mótin Hlynur Geir Hjartarson úr GK og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL unnu lokamót Kaupþingsmótaraðarinnar sem fram fór á Urriðavelli. Hlynur er stigameistari ársins en Ragnhildur Sigurðardóttir vann hjá konunum. SIGURKOSS Hlynur Geir Hjartarson, til vinstri, hefur spilað vel á síðustu mótum. Hér fyrir ofan sést síðan Valdís Þóra Jónsdóttir sem vann sinn fyrsta sigur á Kaupþingsmótaröðinni um helgina. Fyrir neðan er síðan sigurvegari mótaraðarinnar hjá konunum, Ragnhild- ur Sigurðardóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.