Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 15.09.2008, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 15. september 2008 27 Minnt er á að í fyrri hluta okt ób er fer fram álagn ing op in berra gjalda lög að ila vegna rekstr ar árs ins 2007. Fram tals frest ur er nú lið inn og eru því þau félög sem enn eiga eftir að skila skatt fram tali 2008 ásamt árs reikn ingi hvött til að skila hið allra fyrsta. Bent skal á að skatt fram tali skal allt af skila, jafn vel þó að engin eig in leg at vinnu starf semi eða rekst ur hafi verið til stað ar hjá fé lag inu. Minnt er á að félög skulu jafnframt skila ársreikningi til Ársreikningaskrár. Til forráðamanna hlutafélaga, einkahlutafélaga og annarra skattskyldra lögaðila Framtalsfrestur félaga er liðinn skattur.is Hægt er að skila skatt fram tali og árs reikn ingi raf rænt á www.skatt ur. is. LANDSBANKADEILD KVENNA Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 32 - fær gullskóinn Rakel Hönnudóttir, Þór/KA 20 - fær silfurskóinn Hrefna Huld Jóhannesdóttir, KR 19 - fær bronsskóinn Hólmfríður Magnúsdóttir, KR 18 Dóra María Lárusdóttir, Val 15 Mateja Zver, Þór/KA 10 Björk Gunnarsdóttir, Stjörnunni 10 Harpa Þorsteinsdóttir, Breiðabliki 10 Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabl. 10 MARKAHÆSTAR FÓTBOLTI Rakel Hönnudóttir, fyrir- liði Þórs/KA, og félagar hennar í Akureyrarliðinu kórónuðu besta tímabil kvennafótboltans fyrir norðan með því að vinna 6-3 sigur á Keflavík í lokaumferðinni. Þór/KA endaði í 4. sæti deildar- innar og skoraði alls 45 mörk í sumar en hvort tveggja er félags- met. Það er ekki nóg með að norð- anliðið hafi í fyrsta sinn verið með markatölu í plús heldur var liðið með þriðju bestu markatöluna í Landsbankadeild kvenna í sumar. Rakel á mikinn þátt í velgengni liðsins enda hefur hún spilað frá- bærlega í sumar. Rakel náði því síðan að skora fernu í lokaleiknum og tryggja sér með því silfur- skóinn sem annar markahæsti leik- maður deildarinn- ar en hún varð jafn- framt fyrsta norðanstúlkan til þess að skora 20 mörk á einu tímabili. Rakel bætti sinn besta árangur um tólf mörk en hún hafi mest skorað 8 mörk sumarið 2006. og alls 14 mörk í efstu deild fyrir þetta tíma- bil. „Ég er mjög sátt. Ég vissi að ég þyrfti að skora mörg mörk til þess að ná þessu því að Hrefna skoraði fjögur mörk í síðasta leik. Hrefna var þrem- ur mörkum á undan mér og Hólm- fríður var tveimur mörkum á undan mér,“ sagði Rakel kát í gær en var markmiðið að ná í skóinn. „Ég ætlaði mér fyrst að vinna leikinn en eftir að ég var búin að skora tvö mörk á fyrstu þrettán mínútunum þá hugsaði ég um að ná allavegana að skora eitt í við- bót,“ segir Rakel sem skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og það síð- ara á lokamínútunni. Nú er silfurskórinn í höfn en kemur gullskórinn einhvern tím- ann seinna. „Hver veit,“ svarar Rakel en hún var í gær að undir- búa sig að fara suður og hefja æfingar með landsliðinu. - óój Besta tímabil Þórs/KA í efstu deild kvenna frá upphafi endaði með skemmtilegum hætti á laugardaginn: Rakel skoraði fernu og fær silfurskóinn FRÁBÆR Í SUMAR Rakel Hönnudótir er ein af bestu leikmönnum deildarinnar í ár. FRÉTTABLAÐ- IÐ/AUÐUNN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.