Fréttablaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Mænan er ráðgáta ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 16. september 2008 — 252. tölublað — 8. árgangur AUÐUR INGIBJÖRG KONRÁÐSDÓTTIR Gerðist grænmetisæta og endurheimti orkuna • heila • nám Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég tók eftir því að ég var alltaf svo þreytt, kornung manneskjan. Mér fannst þetta ekkert eðlilegt,“ rifjar Auður upp. Á þeim tíma stundaði hún nám í kokkafræð- um og vann með strák grænmetismat hjá mér. Þau eru forvitin að vita hvað ég er að gera og mjög dugleg að smakka og borða matinn.“Auð syndi og geng mikið og það er alltaf hægt að plata mig í gönguren ekki mikið Kornung og alltaf þreytt Auður Ingibjörg Konráðsdóttir gerðist grænmetisæta fyrir fimmtán árum þegar hún var við matreiðslu- nám. Þá var hún alltaf þreytt og lúin og sætti sig ekki við ástandið. Auður Ingibjörg sérhæfir sig í matreiðslu grænmetisfæðis en hún gerðist grænmetisæta fyrir fimmtán árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DALE CARNEGIE -námskeið fyrir unglinga hefjast á næst- unni og er skráning þegar hafin. Námskeiðin eru sögð henta unglingum sem vilja efla sjálfstraustið og ná árangri í lífinu. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, innihald og umsagnir er að finna á www.naestakynslod.is. BORÐAÐU ÞIG HOLLARI! Vægttab 30 kilo på 30 uger Auðveldar þér að léttast Losaðu þig við 5 kíló á 5 vikum Nýtt og yfirfarið matarprógram,sem hjálpar þér við að losa þig við aukakilóin. Lærðu um það hvernig þú borðar fjölbreyttar máltíðir með hollum og góðum mat. GARÐABÆ REYKJAVÍK REYKJANESBÆR AKUREYRI NÝTT MATAR- PRÓGRAM Léttist um 30 kíló á 30 vikum MÆNAN ER RÁÐGÁTA Landssöfnun Mænu- skaðastofnunar Íslands Sérblað um Mænuskaðastofnun Íslands FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG ÞÓRARINN INGI JÓNSSON Sprengjulist sögð heimskuleg Fékk skilorðsbundinn dóm í Kanada FÓLK 24 Mikill heiður Björgvin Halldórs- son er Gaflari ársins 2008. FÓLK 22 TÓNLIST „Þetta kom svo sem ekkert á óvart. Ég var búinn að spá því í vor að þetta yrði gert,“ segir Jónatan Garðarsson Eurovision-sérfræðingur. Ákveðið hefur verið að dóm- nefndir frá þátttökuþjóðunum í Eurovision muni á nýjan leik taka þátt í að velja sigurlag keppninn- ar, sem verður haldin í Moskvu næsta vor. Dómnefndirnar fá núna að dæma í úrslitunum en almenning- ur kýs áfram í símakosningu þjóðirnar sem komast upp úr undanúrslitunum. Ekki hefur verið ákveðið hvert vægi dóm- nefndarinnar verður. - fb / sjá síðu 30 Breytt skipulag í Eurovision: Dómnefndir fá aukið vægi EUROBANDIÐ Eurobandið náði fjórtánda sæti í síðustu úrslitakeppni, sem var haldin í Belgrad. Mikilmennis minnst Fyrirlestur í minn- ingu franska land könnuðarins Jean-Baptiste Charcot verður fluttur í dag. TÍMAMÓT 18 Fjötur eða frelsi „Stundum villumst við á skoðun- um og staðreyndum og íklæðumst þeim til frambúðar. Festumst inni í þeim,“ skrifar Jónína Michaels- dóttir. Í DAG 16 ROK OG RIGNING Í dag verður vaxandi sunnan átt, 10-18 m/s, hvassast vestan til með kvöldinu. Mikil rigning sunnan og vestan þegar líður á daginn en lengst af bjart austan til. Hiti 10-16 stig. VEÐUR 4 13 13 12 12 12 Ekki af baki dottinn Knattspyrnukappinn Haukur Ingi Guðnason ætlar að halda áfram í fótbolta á meðan enn er gaman í boltanum. ÍÞRÓTTIR 26 VIÐSKIPTI „Í ljósi þeirra atvika sem átt hafa sér stað síðustu daga vegna málefna Hf. Eimskipafélags Íslands mun möguleg yfirtökuskylda í félaginu verða könnuð,“ segir Hákon Már Pétursson, lögfræðing- ur hjá Fjármálaeftirlitinu. Eftir gjaldþrot XL Leisure Group fellur 280 milljóna Banda- ríkjadala ábyrgð á Eimskipafélag- ið, vegna láns Landsbankans til stjórnenda XL. Sú upphæð jafn- gildir ríflega 25,5 milljörðum króna. Fram hefur komið að Björg- ólfsfeðgar ætla að ábyrgjast þessa fjármuni. Komið hefur til tals að þessu verði breytt í hlutafé í Eim- skipafélaginu. Ekkert mun þó vera ákveðið um það enn sem komið er. Stjórnend- ur Eimskips hafa sagt að litið verði á ábyrgð feðganna sem lán. Það víki fyrir öðrum lánum en gangi framar hlutafé. Björgólfur Guðmundsson á um þriðjungshlut í Eimskipafélaginu, en yfirtökuskylda myndast við fjörutíu prósenta hlut. Vangaveltur hafa verið um hvort Magnús Þorsteinsson, fyrr- verandi stjórnarformaður Eim- skips, eigi í raun þriðjungshlut í félaginu. Magnús segir svo vera, í samtali við Markaðinn. Staða Eim- skips sé alvarleg. - ikh, bih / sjá síðu 4 Ábyrgð Björgólfsfeðga á skuldum Eimskips vekur athygli Fjármálaeftirlitsins: Björgólfsfeðgar kannski yfirtökuskyldir ANGIST Á MARKAÐI Alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir tóku dýfu í gær með gjaldþroti Lehman Brothers-fjárfestingarbankans og kaupum Bank of America á Merrill Lynch. Fjármálafyrirtæki urðu einna verst úti og hér á landi fór úrvalsvísitalan niður um 3,7 prósent þegar verst lét. Óhætt er að segja að uppi hafi orðið fótur og fit í kauphöllinni í Sao Paulo en þar féll hlutabréfa- markaðurinn um fjögur prósent. NORDICPHOTOS/AFP VEÐRIÐ Í DAG VIÐSKIPTI Erfiðleikar í rekstri margra af stærstu fjármálafyrir- tækjum heims eru líklegir til að flýta fyrir því sem ýmsir telja nauðsynlegan samruna íslenskra fjármálafyrirtækja. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að töluverður gangur sé kominn í samrunaviðræður Glitnis og sparisjóðsins Byrs, sem nýlega var breytt í hlutafélag. Þá er einnig til alvarlegrar skoðunar meðal stórra eigenda í Landsbankanum og Straumi að félögin tvö gangi í eina sæng á næstu dögum eða vikum. Samkeppniseftirlitið hefur sam- runa Kaupþings og SPRON enn til skoðunar og hefur haft um nokkurt skeið. Heimildir Markaðarins herma að óánægja sé með það hversu lengi sú skoðun hefur tekið, því öll óvissa sé óþægileg á við- kvæmum tímum. Einn heimildarmanna Markaðar- ins bendir á að samruni risafyrir- tækjanna Bank of America og Merrill Lynch hafi verið keyrður í gegn á 48 klukkustundum og án athugasemda frá eftirlitsstofnun- um. Hér taki það hins vegar margar vikur að fá skorið úr mun smærri málum. Slíkar tafir geti verið afar kostnaðarsamar. Búist er við að Fjármálaeftirlitið leggi blessun sína yfir hlutafjár- væðingu Byrs í þessari viku. Eig- endur sparisjóðsins hafa átt í óformlegum viðræðum við stærstu hluthafa í Glitni um samruna og munu þær viðræður vera langt komnar. Mikil tengsl eru milli stærstu hluthafa í Landsbankanum og fjár- festingarbankanum Straumi. Björg- ólfur Guðmundsson er formaður bankaráðs Landsbankans, en sonur hans Björgólfur Thor er stjórnar- formaður Straums. Bæði félögin sjá fram á auknar afskriftir, meðal annars vegna málefna Eimskipa- félagsins, og er talið að sameinað félag yrði mun sterkara á eftir, með ágætt eiginfjárhlutfall og dreifðari áhættu. Heimildarmenn Markaðarins segja að mikið verði um samruna á fjármálamarkaði á næstu dögum og vikum. Það sé einnig alþjóðleg þróun, því víða hafi lokast á aðgengi að fjármagni og það bitni einkum á smærri fjármálafyrirtækjum, til dæmis sparisjóðunum. - bih, óká Flýta viðræðum um samruna bankanna Líkur eru á að einhver íslensk fjármálafyrirtæki verði sameinuð á næstunni. Töluverður gangur er kominn í samrunaviðræður Glitnis og sparisjóðsins Byrs. Þá er einnig til alvarlegrar skoðunar að Landsbankinn og Straumur sameinist. EFNAHAGSMÁL „Ísland býr að óvenju sterkum auðlindum. [...] Við erum því kannski betur búin en margar aðrar þjóðir til þess að mæta sviptivindum í viðskipta- kerfum heimsins,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, um þá vá sem steðjar að í efna- hagslífinu. „Það er mikilvægt að tapa ekki áttum þótt einhver áföll verði í hinum alþjóðlega við- skiptageira.“ Ólafur Ragnar segir að sveiflur séu kjarninn í frjálsu markaðs- kerfi. Einnig verði að hafa í huga að þungamiðjan í hagkerfi heims- ins sé að færast til. Þróun í Banda- ríkjunum og Evrópu hafi því ekki sömu grundvallaráhrif og áður. - jse / sjá síðu 10 Ólafur Ragnar Grímsson: Stöndum betur að vígi en aðrir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.