Fréttablaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 4
4 16. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR VIÐSKIPTI „Þessi staða er auðvitað alvarleg,“ segir Magnús Þorsteins- son, fyrrverandi stjórnarformaður Eimskipafélagsins og stærsti eig- andi þess. Gengi hlutabréfa í Eimskipa- félagsinu hefur fallið hratt undan- farna daga. Frá áramótum hefur gengi bréfanna lækkað um áttatíu prósent og er markaðsvirðið nú ríf- lega ellefu milljarðar króna. Skuldir félagsins námu sem svarar um 150 milljörðum króna um mitt árið. Magnús segir að alvarleg staða sé ekki bundin við Eimskipafélagið. Áföll dynji yfir á öllum sviðum í viðskiptalífi heimsins. Eimskipafélagið afskrifaði í vor 74 milljónir evra, ríflega níu milljarða króna, á einu bretti vegna breska félagsins Innovate. Þá féll 25,5 milljarða króna ábyrgð á félagið fyrir helgi við gjaldþrot XL Leisure Group. Þá ábyrgist félagið sautján millj- arða skuldir flugfélagsins Atlanta, en er með veð í ellefu flugvélum. Fram kom í breskum miðlum um helgina að stjórnendur XL Leisure hefðu verið varaðir við ákveðinni óreglu í fjármálum félagsins fyrir tveimur árum. Það varð til þess að KPMG sagði sig frá endurskoðun. Fjármálaeftirlitið rannsakaði málið, að því er fram kemur í yfir- lýsingu. Niðurstaðan varð ljós seint á síðasta ári, og var sú að stjórn- endur Avion Group, nú Eimskipa- félagið, hefðu hvorki tekið þátt í né vitað nokkuð um málið. Fram kemur í yfirlýsingu fjár- málaeftirlitsins að KPMG hafi gert athugsemdir við færslu tiltekinna reikninga milli Excel Airways, síðar XL Leisure. Staða Excel á til- teknu uppgjörstímabili hefði verið fegruð. „Komi fram nýjar vísbendingar varð- andi þetta mál verða þær skoðaðar,“ segir í yfirlýsingu frá Fjármálaeftirlitinu. Magnús Þorsteins- son segir við Markað- inn, að hann hafi sjálfur vakið athygli Fjármálaeftirlitsins á mál- inu á sínum tíma. Stjórn Eimskips hefur hafið rannsókn á tilteknum atriðum sem tengjast félaginu „frá fyrri tíð“ eins og það er orðað í tilkynningu. Stjórnendur félagsins tjá sig ekki frekar um málið. Hvorki Björgólfur Guðmundsson né Björgólfur Thor Björgólfsson hafa gefið kost á við- tali. Fjármálaeftirlitið íhugar hvort yfirtökuskylda hafi myndast hjá Björgólfsfeðgum. Þá hefur eftirlit- ið enn til rannsóknar hvort Eim- skip hafi brotið gegn upplýsinga- skyldu vegna afskrifta á breska félaginu Innovate. Helgi Magnús Gunnarsson, sak- sóknari efnahagsbrotadeildar Ríkis lögreglustjóra, segir málefni Eimskips ekki vera til rannsóknar þar. Engar upplýsingar liggi fyrir um mál, til að mynda það sem varðar KPMG, annað en það sem komið hafi fram um í fjölmiðlum um helgina. Ítarlegt viðtal við Magnús Þor- steinsson verð- ur birt í Mark- aðnum sem fylgir Frétta- blaðinu á morg- un. - ikh, bih Sjónvarpsþátturinn Sjálfstætt fólk hefur göngu sína næstkomandi sunnudag, þegar rokkarinn Eiríkur Hauksson verður gestur Jóns Ársæls, en ekki síðastliðinn sunnudag eins og fram kom í Fréttablaðinu. LEIÐRÉTTING Rangt var farið með verð á H.C. Andersen-bókahillu frá Tekk Comp- any í blaðinu í gær. Hillan kostar 120 þúsund krónur. SKOÐANAKÖNNUN Alls 55,4 prósent segjast vera mjög eða frekar hlynnt því að taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi í stað íslensku krónunnar, samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir Samtök iðn- aðarins sem gerð var í ágúst. 30,3 prósent eru mjög eða frek- ar andvíg því að taka upp evru í stað krónunnar. 14,3 prósent segj- ast vera hvorki hlynnt né andvíg slíkum gjaldmiðilsbreytingum. Í sambærilegri könnun Capac- ent í janúar fyrir Samtök iðnaðar- ins sögðust 47,8 prósent vera því fylgjandi að taka upp evru í stað krónunnar. Afgerandi fleiri karlar en konur eru hlynntir upptöku evru. 62,6 prósent karla eru hlynntir upp- töku evru, en 48,4 prósent kvenna eru sama sinnis. Stærstur hluti kjósenda allra stjórnmálaflokka styðja nú upp- töku evru í stað krónu. 45,4 pró- sent framsóknarfólks segist því hlynnt, 48,8 prósent kjósenda Vinstri grænna, 49,7 prósent Sjálf- stæðisflokks og 79,0 prósent sam- fylkingarfólks. Minnstur er stuðn- ingurinn við upptöku evru meðal þeirra sem segjast ekki myndu kjósa eða skila auðu, 39,4 prósent. 43,9 prósent þeirra segjast hins vegar andvíg því að leggja niður krónuna. - ss Könnun Capacent fyrir Samtök iðnaðarins um stuðning við evru: Rúm 55 prósent vilja evru 28,9% 26,4%14,3% 16,8% 13,5% Mjög hlynnt(ur) Frekar hlynnt(ur) Frekar andvíg(ur) Mjög and- víg(ur) Hvorki né Skv. könnun Capacent í ágúst 2008 STUÐNINGUR VIÐ UPPTÖKU EVRU SEM GJALDMIÐILS Á ÍSLANDI Í STAÐ KRÓNU VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 15° 15° 12° 13° 17° 19° 16° 12° 16° 28° 29° 16° 17° 27° 22° 32° 17° 10 12 Á MORGUN 10-20 m/s, hvassast austast á landinu. FIMMTUDAGUR 10-15 m/s. Úrkomulítið. 10 13 15 1211 9 13 13 13 14 12 12 12 12 7 10 10 6 6 6 6 6 10 12 10 10 13 12 1212 VINDASÖM VINNUVIKA Fátt er meira þreytandi en hvass vindur. Nú ber svo við að í dag hvessir smám saman og í kvöld verður komið hvassviðri víða um land og það með mikilli rigningu, einkum sunnan til og vestan. Sé rýnt í næstu daga verður stífa vindur vikuna á enda og það um mest allt land. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur Þú getur alltaf treyst á prinsinn Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi • s: 554 7200 Reykjavíkurvegi 68 • 220 Hafnarfirði • s: 5557220 www.hafid.is ÍRAK, AP Robert Gates, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, segist sjá fyrir sér að bandaríski herinn í Írak dragi á næstu mánuðum úr því hlutverki sínu að taka þátt í bardögum. Hann sagði þó varhugavert að þröngva íröskum hermönnum og lögreglumönnum, sem notið hafa þjálfunar Bandaríkjahers, til að taka að sér aðalumsjón öryggis- mála í landinu. Fyrst þurfi þeir að vera tilbúnir til þeirra verka. Þetta sagði Gates í Írak í gær, þar sem hann var í heimsókn. - gb Bandaríkjaher í Írak: Dregur sig í hlé frá bardögum ROBERT GATES Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Vestnorræna ferðakaup- stefnan er haldin í 23. sinn í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í dag frá klukkan 8.30 til 18. Kaupstefnan er haldin á vegum ferðamálayfirvalda á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Í tilkynningu kemur fram að gert er ráð fyrir allt að 560 þátttakendum á ráðstefnunni að þessu sinni. Ríflega 300 ferða- þjónustuaðilar frá vestnorrænu löndunum þremur muni eiga stutta fundi með ferðaheildsölum, hvaðanæva að úr heiminum, til að ganga frá samningum vegna ferðamannavertíðarinnar á næsta ári. - kg Vestnorræn ferðakaupstefna: 560 þátttakend- ur á ráðstefnu Alvarleg staða Eimskips Fyrrverandi stjórnarformaður segir alvarlega stöðu uppi hjá Eimskipafélaginu. Gengi hlutabréfa félagsins hefur fallið hratt síðustu daga og um 80% frá ára- mótum. Fjármálaeftirlitið kann að rannsaka hugsanlegt bókhaldsmisferli. FYRRVERANDI STJÓRNENDUR EIMSKIPS Baldur Guðnason og Magnús Þorsteinsson. Magnús segir stöðu Eimskips alvarlega. Fjármálaeftirlitið hefur farið yfir ýmislegt í rekstri félagsins og heldur rannsóknum áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ALMENNINGSSAMGÖNGUR Sveitar- stjórn Djúpavogshrepps hefur neitað ósk um að borga í strætó fyrir framhaldsskólanemendur úr hreppnum í námi fjarri heima- byggð. Sveitarstjórnin furðar sig á því að stærstu sveitarfélög landsins, sem njóta allra margfeldisáhrif- anna af staðsetningu menntastofn- ana af því tagi er um ræðir, skuli gera upp á milli nemenda eftir búsetu. Samþykkt var samhljóða „að sveitarfélagið niðurgreiði ekki þjónustu af þessu tagi“ segir í bókun sveitarstjórnarinnar. - gar Sveitarstjórnin á Djúpavogi: Hissa á stóru sveitarfélögum MANNLÍF „Það er gott að búa í Breiðholti, það veit ég sem hef búið hér í nær þrjátíu ár,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar, við opnun Breiðholtsviku í gær. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setti hátíðina í Félagsmiðstöðinni Árskógum og Dorrit Moussaieff ræddi þar við viðstadda. Um leið opnaði hann málverkasýningu með verkum eftir heyrnarlausa listamenn. Markmið með Breiðholtsdögum, sem standa fram á laugardag, er að auka samheldni, samveru og hverfisvitund Breiðhyltinga. - jse Breiðholtsvika hófst í gær: Þrjátíu ár í Breiðholtinu FORSETAHJÓNIN KÍKJA Á SPILIN Spila- vist var í fullum gangi þegar forsetahjón- in komu í heimsókn í Árskóga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ákærðir fyrir 33 brot Ákærur gegn tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir afbrotahrinu í Reykja- vík voru þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Alls eru um 33 mismunandi brot að ræða. Öll voru framin á þessu ári nema tvö sem framin voru í desember í fyrra. DÓMSMÁL GENGIÐ 15.09.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 170,9641 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 91,3 91,74 163,39 164,19 129,64 130,36 17,381 17,483 15,827 15,921 13,539 13,619 0,8675 0,8725 141,52 142,36 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.