Fréttablaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 8
8 16. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 Hvers konar farartæki vilja Dalvíkingar flytja til landsins fyrir ferðamenn? 2 Hvaða hljómsveit vinnur nú að plötu sem hefur vinnuheitið „Sgt. Peppers númer þrjú“? 3 Hver varð þriðji íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora 100 mörk í efstu deild á laugardaginn? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 30 ÞRÓUNARAÐSTOÐ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra tók í gær við opnu bréfi til Ban Ki- moon, aðalritara Sameinuðu þjóð- anna, og leiðtoga heims, frá íslenskum rithöfundum, að undir- lagi Barnaheilla. Ingibjörg fer á allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna í næstu viku og afhendir þar erindið. Rithöfundarnir minna þar á að 781 milljón manns eru ólæsir. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna settu sér þúsaldarmarkmið um þróun og útrýmingu fátæktar. Þar er meðal annars kveðið á um menntun og jafnrétti og baráttu gegn fátækt og örbirgð. Ingibjörg Sólrún segir að jafn- rétti kynja og menntun barna séu lykillinn að öðrum þúsaldarmark- miðum. „Um sjötíu milljón börn eru utan skóla og þar eru stúlkur í meirihluta. Aukin menntun allra, ekki síst kvenna, er lykillinn að baráttunni gegn fátækt. Í tengsl- um við allsherjarþingið verður sérstakur fundur um þúsaldar- markmiðin og þar verða ríki heims hvött til dáða,“ segir Ingi- björg Sólrún. Pétur Gunnarsson, formaður Rithöfundasambandsins, sagði Íslendinga hafa sýnt með for- dæmi sínu hve læsi væri mikil- vægt. Framfarir tuttugustu aldar- innar mætti rekja til betri menntunar hér á landi. Þau Harpa Ósk Björnsdóttir og Ívar Eiðsson, frá ungmennaráði Barnaheilla, tóku þátt í umræðum á fundinum. Harpa sagði umhugs- unarefni að fyrir aðeins eitt pró- sent af því fé sem færi í vopna- framleiðslu mætti mennta börn heimsins. Ívar tók undir það og sagði gríðarlega mikilvægt að allir legðu sitt af mörkum; margt smátt gerði eitt stórt. Ingibjörg Sólrún segir að ríkis- stjórnin hafi aukið framlög til þró- unarmála. „Við vonumst til þess að á næsta ári verði framlög okkar til þróunarmála komin í 0,35 pró- sent og fram til 2015 verði þau í þeim 0,7 prósentum sem Samein- uðu þjóðirnar segja til um.“ Ingibjörg segir nýstofnað Þró- unarsamvinnuráð lykilatriði í þessum málum. „Þar sitja sautján fulltrúar, sjö frá stjórnmálaflokk- um og tíu frá vinnumarkaðnum, frjálsum félagasamtökum og fræðasamfélaginu. Með þessu styrkjum við samstarfið sem hefur gefist vel á milli ríkisvalds- ins og frjálsra félagasamtaka,“ segir Ingibjörg Sólrún. - kóp Rithöfundar hvetja til lestrarkennslu fyrir Barnaheill: Langt í land með þúsaldarmarkmiðin UTANRÍKISRÁÐ- HERRA Heldur brátt utan til Sameinuðu þjóðanna með bréf frá Rithöfunda- sambandi Íslands í farteskinu þar sem kallað er eftir frekari baráttu gegn ólæsi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hva, ertu bara komin aftur? Já, ég var að koma úr endurvinnslu algjörlega endurnærð PO RT h ön nu n / A P al m an na te ng sl Endurvinnsla – í þínum höndum Það er í þínum höndum að ákveða hvaða úrgang þú ætlar að flokka og skila til endurvinnslu. Vel gæti reynst að byrja smátt en bæta svo smám saman við eftir því sem þú venst hugmyndinni. Í öllum sveitarfélögum er tekið á móti spilliefnum og langflest þeirra taka við pappa, pappír og plasti til endurvinnslu. Nánari upplýsingar og einföld ráð um endurvinnslu má sjá á www.urvinnslusjodur.is/endurvinnsluvika TAÍLAND, AP Stjórnarflokkurinn í Taílandi ákvað í gær að Somchai Wongsawat yrði næsti forsætis- ráðherra landsins. Þar með er ljóst að mótmæli höfuðborgarbúa gegn stjórninni munu færast enn í auk- ana. Somchai er nefnilega mágur Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra, sem steypt var af stóli fyrir tveimur árum vegna spillingarmála. Somchai tekur við af Samak Sundaravej, sem hafði verið for- sætisráðherra í sjö mánuði þegar hann neyddist í síðustu viku til að segja af sér. Ástæða afsagnarinnar er sú að hæstiréttur landsins komst að þeirri niðurstöðu að Samak hefði gerst brotlegur við stjórnarskrá með því að sjá um matreiðsluþátt í sjónvarpi eftir að hann var orðinn forsætisráðherra. Undanfarnar vikur hafa fjöl- mennir hópar mótmælenda hreiðr- að um sig á götum Bangkok-borg- ar til að krefjast afsagnar Samaks og ríkisstjórnar hans. Mótmælend- urnir sökuðu Samak um að ganga erinda forvera síns, Thaksins, enda eru þeir flokksbræður. Nú þegar mágur Thaksins tekur við kætast mótmælendur varla. „Somchai er mjög náinn Shina- watra-fjölskyldunni,“ sagði Cham- long Srimuanng, einn af leiðtogum mótmælendanna. „Hann er mágur Thaksins og verður enn frekar staðgengill hans en Samak var nokkru sinni.“ - gb Mágur Thaksins gerður að forsætisráðherra í Taílandi: Mótmælum linnir ekki í bráð FORSÆTISRÁÐHERRA Wongsawat er náinn stuðningsmaður Shinawatra fyrr- verandi forsætisráðherra. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Sænski bankinn Handelsbanken lagði í gær fram yfirtökutilboð í hinn danska Lokalbanken upp á 810 milljónir danskra króna, jafnvirði fjórtán milljarða íslenskra. Þá hefur danski fasteignalánarisinn Nykredit Realkredit gert tilboð í sparisjóðinn Forstædernes Bank upp á 1,8 milljarða danskra. Danskir fjölmiðlar telja víst að Danir eigi eftir að sjá fleiri samruna í þarlendum fjármála- heimi á næstu tveimur árum enda eigi sparisjóðir og lítil fjármála- fyrirtæki, sem telja í hundruðum, í verulegum endurfjármögnunar- örðugleikum. - jab Blásið í bankasamruna: Danskir bankar renna saman VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.