Fréttablaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 16
16 16. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefándsóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ég man ekki hvort ég var tólf eða þrettán ára þegar ég kom einhverju sinni hlaupandi upp stigann heima á Langholtsvegi, reif upp hurðina, skellti henni á eftir mér og tjáði mig í miklum ham um ómerkilegheit einnar vinkonu minnar. Mér hefði þótt hún skemmtileg og fín stelpa,en nú hefði mér borist til eyrna hvernig hún talaði um mig. Ég hefði greinilega ekki haft á réttu að standa. Faðir min stóð fyrir framan spegilinn í ganginum, nýkominn á fætur og var að laga bindishnút- inn. Hann brosti með sjálfum sér og leit til mín með stríðnisglampa í auga. „Þú ert þó ekki að láta álit annarra á þér hafa áhrif á álit þitt á þeim!“ sagði hann, eins og það væri svo fráleitt að mér gæti naumast verið alvara. Ef mér líkaði vel við þessa stúlku, þá væri það mín skoðun og ég ætti ekkert að sleppa henni. Það væri eins og að setjast í aftursætið í eigin lífi og láta öðrum eftir stýrið. Þetta var ágætis lexía. Ef maður sækir sjálfstraust og sjálfsvirðingu í álit annarra en ekki í eigin rann, týnir maður smám saman sjálfum sér. Það er ekki út af engu sem námskeið um leiðir til að finna sjálfan sig eru fjölsótt. Eigin ábyrgð Ég hef átt þess kost að hlýða á vitra og stórmerkilega indverska konu, Dadi Janki, nokkrum sinnum. Hún er leiðtogi samtaka sem stofnuð voru árið 1936 og eru með fræðslumiðstöðvar um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Þekkingin sem boðið er upp á þar nýtist fólki óháð kynstofni og trúarbrögðum. Í þessum samtök- um, Brama Kumaris, eru bæði karlar og konur, en stjórnendur eru alls staðar konur. Hér á landi er það Sigrún Olsen. Með henni starfar eiginmaður hennar, Þórir Barðdal. Þau eru bæði listamenn en hafa fundið lífi sínu farveg á þessum vettvangi. Dadi Janki er níutíu og tveggja ára gömul, en það er ekkert gamalt við þessa konu. Hún er glaðsinna og í orðum hennar og augum er æskuþróttur, raunsæi og viska. Einhverju sinni þegar hún var að ræða um ábyrgðina sem hver og einn ber á sjálfum sér, sagði hún meðal annars: „Við getum engu ráðið um hvað að okkur er rétt, en við ráðum alltaf hvort við tökum við því. Hvort sem það eru orð eða eitthvað annað.“ Þetta minnti mig á vinkonu mína sem er kennari. Hún hitti fyrir nokkrum árum fullorðinn kennara sem hún kannaðist við frá grunnskólaárum sínum. Hún sagði að hann myndi eflaust ekkert eftir sér en hún hefði verið nemandi í skólanum hans. „Jú, ég man vel eftir þér,“ sagði kennarinn með áherslu. „Þú varðst fyrir svo hrikalegu einelti að við vorum stundum miður okkar á kennarastofunni.“ „Einelti? sagði vinkona mín forviða. „Ef ég hef orðið fyrir einelti, hef ég ekki tekið eftir því. Nú, eða ekki tekið það til mín. Þannig að þetta hafa verið óþarfa áhyggjur.“ Þetta er umhugsunarefni. Einelti getur verið svo gróft og fórnarlambið svo viðkvæmt að það finnur enga undankomu. En bæði í barna- og unglingaskólum og á vinnustöðum þar sem einelti viðgengst, hafa þeir sem það beinist að þann kost að sýna áreitinu ekki þá virðingu að taka það alvarlega. Það er ekki fyrr en það gengur nærri þeim, þegar þeir taka við því sem að þeim er rétt, eins og Dadi segir, sem áreitið verður einelti. Þangað til á ósóminn heima hjá þeim sem ber hann í sér. Salt jarðar Skoðanafrelsi telst til sjálf- sagðra mannréttinda, en skoðanir geta bæði verið fjötur og frelsi. Stundum villumst við á skoðunum og staðreyndum og íklæðumst þeim til frambúðar. Festumst inni í þeim. Þá verður það nánast að sáluhjálparatriði að skipta ekki um skoðun. Jónas Haralz hefur sagt frá því að kennari hans á háskólaárunum í Svíþjóð, virtur fræðimaður, hafi sagt eitthvað á þá leið að þeir sem skiptu um skoðun væru salt jarðar því að þeir hefðu hugsað málin til hlítar. Þessi maður hafði skipt um stjórnmálaskoðun oftar en einu sinni og sjálfur skipti Jónas bæði um skoðun á námsleið og stjórnmálum. Enda dylst engum sem sá hann í Silfri Egils nýverið að þar fer maður sem hefur hugsað málin til hlítar. UMRÆÐAN Guðni Ágústsson skrifar um borgarmál Skylda stjórnmálamanna er að mynda starfhæfan meirihluta. Reykjavík hefur verið þekkt fyrir sterkt og samhent fólk við stjórn borgarinnar. Þróunin varð á annan veg þetta kjörtímabil. Fyrsta árið fór þó vel af stað undir forystu Björns Inga Hrafnssonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Sá meirihluti sprakk og umrótinu fylgdi ógæfa og átök í borginni. En árangur þessa árs stóð, með frístundakortunum okkar, grænu skrefunum, eflingu almenningssamgangna og öðrum góðum verkefnum sem sett voru í fram- kvæmd. Tjarnarkvartettinn tók við en í raun og veru ók hann aldrei úr hlaði. Einstaklingar innan hans voru uppteknir af naflaskoðun og umræðupólitík. Fljótt grúfði yfir honum óvissa um hvað Ólafur F. Magnússon myndi gera þegar hann kæmi aftur til starfa. Í sumar var orðið ljóst að samstarfið milli Ólafs F. og sjálfstæðismanna var búið. Sú ákvörðun Óskars Bergssonar og framsóknarmanna að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn var til marks um að vitleysunni yrði að ljúka. Ég trúi því að Óskari Bergssyni sem hefur komið fram af virðingu, ró og festu og talað mannamál verði þakkað frumkvæði sitt og þeirri nýju stöðu sem nú er uppi í málefnum Reykjavík- ur. Ég fann það vel á fundarferð minni um landið að fólk fagnaði og studdi Óskar og nýja meirihlutann. Það er siður Vinstri grænna og Samfylk- ingar að brúka stóryrði. Ingibjörg Sólrún skaut sjálfa sig í fótinn að líkja borgarfull- trúum meirihlutans í Reykjavík við drauga og uppvakninga. Svona tala stjórnmálaforingjar ekki um myndarlegt og starfhæft fólk. Enginn eltist heldur við orðalag Vinstri grænna, það er grundvallað á persónulegum stóryrðum eftirstríðs- áranna um menn og fordóma í garð flokka. Ég veit að á ný verður Reykjavík stjórnað af festu og framsýni. Í raun er það Óskar og fram- sóknarmenn í Reykjavík sem stíga skref til að bjarga þjóðinni frá þeirri vansæmd að ekki sé starfhæf borgarstjórn. Það er mál okkar allra að ábyrgð og festa ríki í höfuðstaðnum. Óvissunni er lokið. Til hamingju með Óskar-inn, framsóknar- menn og höfuðborgarbúar. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Ný staða í Reykjavík GUÐNI ÁGÚSTSSON Fjötur eða frelsi JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Skoðanafrelsi Hlífiskjöldur Moggans Björn Bjarnason flytur erindi hjá Sagnfræðingafélaginu í hádeginu í dag. Erindið ber heitið Kalda stríðið – dómur sögunnar. Í útdrætti segir að Björn telji að á tíunda áratugnum hafi lítið farið fyrir umræðu um stöðu Íslands í kalda stríðinu, til dæmis hafi Morgunblaðið „ákveðið að hlífa þeim við uppgjöri, sem harðast vógu að blaðinu og heiðri þess á tímum kalda stríðsins“. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart þótt Björn meti áhrif kalda stríðsins fyrst og fremst út frá því hvaða skoðanir menn höfðu á ritstjórnarstefnu Morgunblaðsins, en ætli sagnfræðingar telji ekki flestir að kalda stríðið hafi snúist um eitthvað annað og meira? Skiptar skoðanir Björn bætir við að síðan 2006 hafi hins verið líflegar umræður um hler- anir lögreglu, sem hann reifar í erindi sínu. Að mati Björns hefur „ekkert komið fram til stuðnings ásökunum um ólögmætar aðgerðir yfirvalda“ í þeim efnum. Því eru ekki allir sammála, til dæmis Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem fyrir tveimur árum talaði um „atlögu að lýðræðinu“ og að full ástæða væri til að setja á fót rannsóknar- nefnd sem kafaði ofan í kjölinn á þessu máli. Áhuginn á því virðist aftur á móti hafa koðnað niður eftir að Samfylkingin fór í ríkis- stjórn. En þar til ráðist verður í slíka rannsókn er trauðla hægt að skera úr um hvort hefur rétt fyrir sér, Björn eða Ingibjörg. Kýrsæmandi aðbúnaður Að gefnu tilefni hefur Lands- samband kúabænda gefið út áréttingu um aðbúnað kúa: „Tryggja skal öllum gripum, nema graðnautum eldri en sex mánaða, 8 vikna útivist hið minnsta ár hvert.“ Taki þeir það til sín sem í hlut eiga. bergsteinn@frettabladid.is Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega kveðið á um að taka verði á kynbundnum launamun. Ljóst er að langur vegur er frá því að þetta verkefni ríkisstjórnar- innar sé á einhverjum rekspöl. Þvert á móti kemur í ljós í nýrri launakönnun SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu – að launamunur hefur aukist milli ára. Staðreyndin er sem sagt sú að í febrúar árið 2007 höfðu konur innan SFR 14,3 prósentum lægri laun en karlar innan félagsins. Ári síðar var þessi munur orðinn 17,2 prósent; nærri þremur prósentustigum meiri. Hér er þó bara verið að tala um svo- kallaðan óútskýrðan launamun eða launamun sem ekki verður skýrður með aldri, vinnutíma, starfsaldri, starfsstétt, menntun og vaktaálagi. Sé hins vegar horft á raunverulegan launamun kynjanna innan stéttarfélagsins SFR er staðreyndin sú að konur hafa 27 prósentum lægri heildarlaun en karlar. Eftirtektarvert er að kynbundinn launamunur félagsmanna í SFR er talsvert meiri en kynbundinn launamunur í stéttar- félaginu VR, en launakannanir þessara félaga eru sambærileg- ar. Kynbundinn launamunur félagsmanna VR er 12,3 prósent meðan hann er 17,2 prósent hjá félagsmönnum SFR. Kynbund- inn launamunur hjá ríkisstarfsmönnunum er sem sagt nærri fimm prósentustigum meiri en hjá starfsmönnum í skrifstofu- og verslunarstörfum á almennum vinnumarkaði. Hjá VR hefur launamunur milli kynja því miður einnig aukist milli ára en munurinn telst þó ekki marktækur því hann nemur þó ekki nema 0,6 prósentustigum, fer úr 11,6 í 12,2 prósent. Þessi niðurstaða getur ekki annað en talist áfellisdómur yfir þeirri launastefnu sem rekin er af íslenska ríkinu. Ljóst er af nýbirtum launakönnunum SFR og VR að fjarri lagi er að launajafnrétti milli kynja ríki. Sé það markmið að launa- jafnrétti náist, sem gera verður ráð fyrir að sátt ríki um, er ljóst að allir verða að leggja hönd á plóg. Aðilar vinnumarkaðarins hljóta að horfa á launajafnrétti sérstaklega við gerð kjarasamn- inga, og þá ekki síst samninganefnd ríkisins. Óralangt er í land að hefðbundin kvennastörf séu jafnhátt metin til launa og hefð- bundin karlastörf. Þessi staðreynd hlýtur að kalla á viðhorfs- breytingu aðila vinnumarkaðarins. Ábyrgðin er líka í höndum hvers og eins sem að samningum um laun kemur, beggja vegna borðsins. Kannanir hafa sýnt að konur hafa mun minni væntingar um laun en karlar. Þarna þurfa konur greinilega að taka sig taki. Sömuleiðis þeir sem að launa- samningum einstaklinga koma fyrir hönd atvinnurekenda. Ljóst er að ríkisstjórnin verður að reka af sér slyðruorðið og láta verkin tala. Ekki verður dregið úr kynbundum launamun með því að lækka laun karla. Ríkisstjórnin hefur einmitt nú tækifæri til að sýna vilja sinn til þess að jafna laun kynjanna í verki með því að semja um umtalsverða launahækkun stéttar sem ekki telur einn einasta karlmann, ljósmæðra. Launamunur kynja eykst hjá opinberum starfsmönnum. Nú þarf að láta verkin tala STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.