Fréttablaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 18
 16. september 2008 ÞRIÐJU- DAGUR 2 Sími: 865 5890 Tónlistarskóli Gunnars Waage Innritun stendur yfir fyrir gítar, bassa og trommunámskeið sem hefjast 18. september fyrir byrjendur á öllum aldri og lengra komna Tónlistarskóli Gunnars Waage Tónlistarskóli Gunnars Waage hefur flutt inn í glæsilegt húsnæði við Dugguvog 23, 104 Reykjavík. Live Playing Workshop Gítardeild Bassadeild Trommusettsdeild t rommusko l i n n . i s G ra fís k m ið lu n e h f./ Ó m ar Tungumál 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Áhersla á talmál Kennt er í byrjenda - framhalds – og talæfi ngafl okkum ENSKA DANSKA NORSKA SÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA SPÆNSKA Verklegar greinar Glerbrennsla Skrautritun Trésmíði Útskurður Saumanámskeið Að endursauma föt og hanna að nýju Crazy quilt Skrautsaumur Baldering Skattering Þjóðbúningur - saumaður Tölvunámskeið Fingrasetning Tölvugrunnur Tölvugrunnur II Word Ritvinnsla Garðyrkjunámskeið Garðurinn allt árið Matreiðslunámskeið Gómsætir bauna – pasta – og grænmetisréttir Gómsætir hollir suðrænir réttir frá Miðjarðarhafslöndunum Hráfæði Matarmiklar súpur og heimabakað brauð Matargerð fyrir karlmenn I Grunnnámskeið Matargerð fyrir karlmenn II Framhaldsnámskeið Bökur Fríðubökur Förðunarnámskeið Förðunarnámskeið Að farða sig og aðra NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 2008 Innritun í síma 564 1507 á vef skólans http:// kvoldskoli.kopavogur.is eða á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla Nánari upplýsingar eru einnig á vefsíðu skólans Vefsíða:http:// kvoldskoli.kopavogur.is Netfang: kvoldskoli@kopavogur.is Á laugardag verður 45 manna rútu- slys sviðsett í Ártúnsbrekkunni. Ætlunin er að prófa í fyrsta sinn nýja viðbragðsáætlun Landspítal- ans (LSH). Ekki verður æft á vett- vangi heldur undirbúa sjúklingar sig á slökkvistöðinni í Skógarhlíð og verða sendir þaðan á bráðamót- tökur. Slysið verður það umfangs- mikið að það mun fara langt fram úr daglegri getu spítalans. „Starfsemi spítalans fer á svo- kallað gult stig, sem þýðir að við köllum inn mikinn mannskap og allt verður virkjað á spítalanum. Mark- miðið er að sjá hversu mörgum sjúklingum við getum tekið á móti og hvernig flæðið innan LSH geng- ur ef til stórslyss kæmi. Fjarskipti og aðrir mikilvægir verkþættir í hópslysaviðbúnaði spítalans verða skoðaðir sérstaklega,“ segir Bára Benediktsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur á slysa- og bráðasviði LSH og verkefnastjóri þessa verkefnis. Nýja viðbragðsáætlunin sem gerð hefur verið fyrir LSH var samþykkt í desember í fyrra. Spítal- inn mun fylgja áætluninni eftir ef til hópslysa kemur, en hún nær einnig til eitrunar, farsótta, geisla- vár og rýmingar. Að sögn Báru hefur eins viðamikil viðbragðs- áætlun aldrei áður verið prófuð hérlendis. „Hópslysaáætlunin hefur alltaf verið til en hún ein dugir ekki lengur til. Heimurinn hefur breyst í kjölfar aukinna hryðjuverka og því þarf að hugsa hlutina í víðara sam- hengi,“ segir hún og vísar þar til eldri áætlunar sem nær aðeins til hópslysa, en spítalinn æfði síðast stórslys með Flugmálastjórn á Reykjavíkurflugvelli árið 2004. „Ýmislegt kom í ljós sem við gátum lært af og upp úr því var farið að skrifa viðameiri áætlun sem nú á að prufukeyra.“ Síðar verða haldnar æfingar á þeim fjórum þáttum áætlunarinnar sem eftir eru en ekki hefur verið ákveðið hvenær þær verða haldnar. Bára segir yfirmenn hverrar deildar ætla að setjast niður með sínu starfsfólki eftir æfinguna til að fara yfir hvernig flæðið gekk og hvar deildin standi með tilliti til úrbóta. Áætlunin verður svo betr- umbætt og farið eftir niðurstöðum frá æfingunni. „Við höfum aldrei þurft að setja spítalann á gult stig en verðum að undirbúa okkur undir það. Stærsti varaflugvöllur í Norður-Atlantshafi er hér á landi og rútur geta nú tekið 60 til 80 farþega, svo slys af þessari stærðargráðu gætu gerst,“ segir hún og bætir við að svona æfingar séu nauðsynlegar svo spítalinn geti tekist á við áföll af þessu tagi. klara@frettabladid.is Spítalinn settur á gult stig Hópslysaæfing verður sett á svið næsta laugardag þegar hópslysahluti nýrrar viðbragðsáætlunar Landspítalans verður prófaður í fyrsta sinn. Áætlunin er sú umfangsmesta af þessu tagi sem framkvæmd hefur verið hérlendis. Bára segir að lögreglan í Reykjavík, nemendur við Lögregluskóla ríkisins, Rauði kross- inn, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Slysavarnarfélagið Landsbjörg og aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins muni leggja sitt af mörkum á æfingunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HELGARNÁMSKEIÐ Í LÍFSFÆRNI verður haldið í Rope Yoga-setrinu 3. til 5. október. Guðni Gunnarsson, hönnuður rope yoga-kerfisins, stendur fyrir því. Hægt er að afla sér nánari upplýsinga um námskeiðið á vefsíðunni www.ropayogasetrid.is. Næstu fyrirlestrar og námskeið 16. sept. Góð heilsa er auðveldari en þú heldur Matti Ósvald heilsuráðgjafi 17. sept. Heilbrigði og hamingja Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi 18. sept. Heilsukostur - Matreiðslunámskeið Auður I. Konráðsdóttir heilsukokkur 23. sept. Sætuefnið Aspartam - Er Diet kók betra en venjulegt kók? Haraldur Magnússon osteópati 25. sept. Kökur og eftirréttir Auður I. Konráðsdóttir heilsukokkur 07. okt. Mataræði fyrr og nú - Næring í víðari skilningi Haraldur Magnússon osteópatiwww.madurlifandi.is Miðvikudaga og laugardaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.