Fréttablaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 16. september 2008 21 Þórdís Þorvaldsdóttir hefur á fáum misserum sent frá sér nokkur verk fyrir leiksvið sem hún finnur öllum stað í nánasta tíma og rúmi, hér og nú. Fýsn, sem frumsýnt var á föstudagskvöld á Nýja sviði Borg- arleikhússins, vann til verðlauna í samkeppni sem Leikfélag Reykja- víkur stóð fyrir um sakamálaleik- rit 2006 og tilheyrir verkum Þór- dísar, Hungri og Brotinu, sem flutt voru árin 2005 og 2006. Í leikskrá segir að saman myndi þau þríleik um þráhyggju. Raunar má spyrja hvort barnagirnd, sem er efni þessa verks, sé þráhyggja, hvort fýsn til barna falli undir þá skil- greiningu. En sú umræða er utan þessa pistils. Fýsn var á verkefnaskrá Leik- félagsins á liðnum vetri. Verkið er þannig síðasta sviðsetning í Borgar leikhúsi sem beinlínis er runnin undan Guðjóni Pedersen. Verkið er stutt, ugglaust mætti leika það hratt og örugglega á þremur korterum og stór spurn- ing hvort eigindir þess nytu sín ekki miklu betur þannig en í þeim hæga og umbúðamikla stíl sem leikstjórinn og samverkamenn hennar hafa valið verkinu. Marta Nordal leikstýrir hér í fyrsta sinn og þrátt fyrir að hún eigi að baki langan feril sem leikkona hefur hún rétt nartað í leikstjórn til þessa. Spurningar vakna hvers vegna henni er falið verkið, líkast til ræður þar einhverju sú valda- staða hennar um langt árabil að vera stjórnarmaður í Leikfélaginu og svo það að félagið hefur ekki nýtt til neinnar fullnustu þann merkilega kraft sem hún býr yfir sem leikkona. Þórdís spinnur einfaldan sögu- þráð og gamalkunnan í þeirri mót- sagnakenndu andúð sem ríkir um barnagirnd í nútímanum. Vel settur, einhleypur karlmaður kynnist konu, kvænist en skammt er liðið á sambúðina þá hann hættir að þýðast hana. Hann á að baki fortíð sem hann vill ekki lýsa, en opinberast áhorfendunum um síðar. Og um leið og sundurlyndi nístir hjónabandið leitar hann svölun fýsna sinna með örlaga- miklum afleiðingum. Upphaf verksins er skelfing kunnuglegt, samdrátturinn og sundurlyndið sem vex. Það er raunar Theódór Júlíusson í hlutverki bareiganda sem kveikir eitthvert líf í þessari sýningu en um leið snýst athyglin frá hinni ungu eiginkonu yfir á bóndann og hans áhugamál. Umbúðir eru miklar á Nýja svið- inu, kuldaleg, fyrirferðarmikil, óhentug og dýr leikmynd Rebekku Ingimarsdóttur, hljóðmynd Elísa- betar Indru, myndbönd Franks Hall og tilraun Þórðar Orra til að lýsa þessa tilgerð sem leikstjórinn hefur kosið að draga saman um sáraeinfalt verk. Það sem er athyglisverðast í vinnu Mörtu er vinnan við lágstemmdan leikstíl sem ber reyndar mikinn keim af leik fyrir sjónvarp: Björn Ingi á makalausan lítinn mónólóg, rétt- lætingarræðu fyrir barnagirnd, sem hann fer fallega með. Víðir fer smekklega með ógæfuungling sem selur sig. Sara Dögg fær raun- ar ekki tækifæri til að leika á fleiri tóna en tvo. Theódór einn fyllir út í sitt rými. Umfjöllun um barnagirnd er nóg í samfélagi okkar sem er alla jafna full dómhörku, enda ofbeldið grimmt. Lítið er gert til að stemma á að ósi, þau földu skilaboð barna- girndar sem leynast í auglýsinga- iðnaði okkar tíma. Tvískinnungur- inn nær í merg og bein. Tilraun Þórdísar tekst að mörgu leyti vel textalega, hún er hefðbundin í byggingu, ratar beint í gegnum klisjur og gerir á endahnykknum mjög snotra hluti þótt allt sé þetta einfalt, fyrirsjáanlegt og heldur yfirborðskennt. Ef leikhúslista- fólk vill taka brýn mál til skoðunar verður að kafa dýpra, greina betur, en umfram allt að forðast þær miklu og marklitlu umbúðir sem hér eru í boði. Páll Baldvin Baldvinsson Fleinn í huganum LEIKLIST Fýsn eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann Leikstjóri: Marta Nordal. Leikmynd og búningar: Rebekka Ingimundardóttir Ljós: Þórður Orri Pétursson Hljóð: Elísabet Indra Ragnarsdóttir Myndbönd: Frank Hall ★★ Miklar umbúðir um rýran þráð. Þriðjudagurinn 16. september: Ísland, frjálst og ódýrt? Fyrirlestur um tolla og vörugjöld Gunnar Ólafur Haraldsson, prófessor og forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur um tolla og vörugjöld. Fundurinn fer fram á efri hæðinni á Sólon og hefst kl. 17:00. Samband ungra sjálfstæðismanna heldur fundinn. Fundarstjóri er Guðmundur Egill Árnason. Miðvikudagurinn 17. september: Rússneski björninn Hvert stefnir rússnesk hernaðaruppbygging? Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og Pál Dunay frá Geneva Centre for Security Policy í Sviss, ræða rússneska hernaðarupp- byggingu á fundi í Valhöl, kl. 17:00. Utanríkisnefnd Sjálfstæðisflokksins, heldur fundinn og verður Stefanía Óskarsdóttir, dr. í stjórnmálafræði, fundarstjóri. Fimmtudagurinn 18. september: Heilbrigðisþjónusta á forsendum notenda Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, ræðir um ný lög um sjúkratryggingar á fundi í Valhöll, kl.12:00. Vörður – Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík heldur fundinn. Fundarstjóri er Marta Guðjónsdóttir, formaður Varðar. Helgin 19. – 21. september: Milliþing SUS 2008 Milliþing Sambands ungra sjálfstæðismanna verður haldið í Vestmannaeyjum. Allar upplýsingar um ferðir, gistingu og skráningu á milliþingið má finna á vef Sambands ungra sjálfstæðismanna, www.sus.is og einnig með því að senda tölvupóst á sus@xd.is. Allir velkomnir! Tölum saman Fjölmargir opnir fundir eru á vegum Sjálfstæðisflokksins í viku hverri, á þessa fundi eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar um fundina og flokksstarfið má finna á heimasíðu flokksins www.xd.is eða í síma 515-1700. NJARÐARBRAUT 11A - REYKJANESBÆR - SÍMI: 585 2888 VIÐ FELLSMÚLA - 108 REYKJAVÍK - SÍMI: 585 2888 RÝMINGARSALA! NUDDPOTTAR Opið: Mán. til fös. kl. 9 - 18 Laugard. kl. 10 - 16 Sunnud. kl. 12 - 16 * Sérskilmálar 399.900 Tilboðsverð: Innifalið í tilboði: 7 sæta nuddpottur stærð 203cm x 197cm x 90cm / 2 vatnsnudddælur 21 vatnsnuddstútar / Digital stjórnborð, stýrir nudddælum, hitastýringu, hreinsikerfi og ljósum / Ozone hreinsikerfi og 3kw hitari 4 LED ljós í skel / Einangruð skel og vandað lok, lágmarkað hitatap. Verð: 499.900 Greiðslukjör til allt að 36 mán.Takmarkað magn! Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.